Næstu sóttvarnaaðgerðir kynntar í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2020 08:23 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar hertar aðgerðir voru kynntar í lok október. Fyrir aftan sést glitta í sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði á sunnudag tillögum sínum að næstu aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hann hefur ekki viljað fara út í það í hverju tillögurnar felast en sagði þó í gær að hann teldi ekki mikið svigrúm til afléttinga í ljósi þróunar faraldursins síðustu daga. Um miðja síðustu viku hafði Þórólfur skilað öðrum tillögum til ráðherra en þegar smitum fór fjölgandi í síðari hluta vikunnar dró hann þær tillögur til baka og smíðaði nýjar. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi eins og venja er á þriðjudagsmorgnum og má gera ráð fyrir að minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra verði til umræðu þar. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi þann 18. nóvember. Hún kveður á um tíu manna samkomubann, tveggja metra fjarlægðarmörk og grímuskyldu þar sem ekki hægt að tryggja tvo metrana, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Þá er íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt en líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru lokaðar. Skemmtistaðir og barir eru einnig lokaðir og þá þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsemi sem krefst nálægðar og/eða snertingar, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara, er heimil að uppfylltri grímuskyldu, tíu manna fjöldatakmörkun viðskiptavina og tveggja metra reglu á milli þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði á sunnudag tillögum sínum að næstu aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hann hefur ekki viljað fara út í það í hverju tillögurnar felast en sagði þó í gær að hann teldi ekki mikið svigrúm til afléttinga í ljósi þróunar faraldursins síðustu daga. Um miðja síðustu viku hafði Þórólfur skilað öðrum tillögum til ráðherra en þegar smitum fór fjölgandi í síðari hluta vikunnar dró hann þær tillögur til baka og smíðaði nýjar. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi eins og venja er á þriðjudagsmorgnum og má gera ráð fyrir að minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra verði til umræðu þar. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi þann 18. nóvember. Hún kveður á um tíu manna samkomubann, tveggja metra fjarlægðarmörk og grímuskyldu þar sem ekki hægt að tryggja tvo metrana, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Þá er íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt en líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru lokaðar. Skemmtistaðir og barir eru einnig lokaðir og þá þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsemi sem krefst nálægðar og/eða snertingar, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara, er heimil að uppfylltri grímuskyldu, tíu manna fjöldatakmörkun viðskiptavina og tveggja metra reglu á milli þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira