Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn ekki krefjast þess að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í verði endurupptekinn og ekki dæmt brotaþola í prófmáli bætur. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm dómstólsins sjálfs frá því í fyrra um að þáverandi dómsmálaráðherra hafi vissulega haft lagalega heimild til að breyta lista hæfnisnefndar um fimmtán dómara í nýjan Landsrétt. Ráðherra hafi hins vegar hundsað þau skilyrði að rannsaka umsækjendur og leggja á þá sjálfstætt mat. Þá hafi Alþingi gerst brotlegt við lagaákvæði um skipan dómaranna með því að láta ekki greiða atkvæði um hvern og einn þeirra heldur alla saman. Sigríður segir dóminn ekki koma sér á óvart miðað við fyrri dóm og skipan dómstólsins. Sigríður Andersen segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu.EPA/PATRICK SEEGER „Það er auðvitað hnýtt í ráðherrann. Það er hnýtt í Alþingi og það er hnýtt í Hæstarétt Íslands því það er dómur Hæstaréttar sem er þarna undir. En niðurstaðan virðist samt sem áður í rauninni ekki gera neitt með það og það er sérstaklega áréttað að þetta kalli ekki á að íslenska ríkið þurfi að endurupptaka alla dóma sér hér hafa fallið,“ segir Sigríður. Það væru þá dómar sem þeir fjórir dómarar hefðu dæmt sem Sigríður bætti á lista hæfisnefndar yfir hæfa dómara hafa dæmt. Hver og einn dæmdur í þeim málum þyrfi að ákveða hvort hann leggði mál sitt fyrir nýjan endurupptökudóm sem tók gildi í dag á fullveldisdaginn 1. desember. Sigríður segir ljóst eftir samtöl hennar við leiðtoga allra flokka að óbreyttur listi hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi. Alþingi samþykkti að greiða atkvæði um alla dómarana fimmtán í einni atkvæðagreiðslu en ekki í sitthvoru lagi eins og lögin kváðu á um. Sigríður segir það fullkomlega í samræmi við þingskaparlög.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég reyndar lagði að mönnum að greiða atkvæði um hvern og einn. En það var ákvörðun forsætisnefndar, ábyggilega í samstarfi við skrifstofustjórann að gera það með þessum hætti. En ég árétta að ég fellst alveg á sjónarmið þingsins að þessu leyti. Þetta er fullkomlega í samræmi við þingskapareglur,“ segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi sem sagði af sér eftir dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins. Sigríður segir það mikinn misskilning að halda því fram að þetta væri eitthvað stórkostlegt atriði. Enda hefði Hæstiréttur bent á að þetta varðaði ekki að dómarar hefðu verið ólöglega skipaðir. Tillit hafi verið tekið til margra ábendinga Mannréttindadómstólsins á undanförnum árum en ekki allra. Hæstiréttur hefði lokaorðið í öllum ágreiningi fyrir dómi á Íslandi. „En það virðist vera svlítið erfitt að fá umræðuna eða þá sem taka þátt í þessari umræðu til að átta sig á þessu grundvallaratriði,“ segir Sigríður. Íslendingar séu bundnir af þjóðarrétti en ekki landsrétti í þessum málum. „Það sem ég hef lesið er ótrúleg óvirðing í garð Alþingis Íslendinga sérstaklega með þessari niðurstöðu. Þá held ég að mönnum sé holt að staldra aðeins við og reyna að átta sig á tilgangi og markmiði með þessari þátttöku í dómstólnum,“ segir Sigríður Andersen. Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. 1. desember 2020 16:23 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm dómstólsins sjálfs frá því í fyrra um að þáverandi dómsmálaráðherra hafi vissulega haft lagalega heimild til að breyta lista hæfnisnefndar um fimmtán dómara í nýjan Landsrétt. Ráðherra hafi hins vegar hundsað þau skilyrði að rannsaka umsækjendur og leggja á þá sjálfstætt mat. Þá hafi Alþingi gerst brotlegt við lagaákvæði um skipan dómaranna með því að láta ekki greiða atkvæði um hvern og einn þeirra heldur alla saman. Sigríður segir dóminn ekki koma sér á óvart miðað við fyrri dóm og skipan dómstólsins. Sigríður Andersen segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu.EPA/PATRICK SEEGER „Það er auðvitað hnýtt í ráðherrann. Það er hnýtt í Alþingi og það er hnýtt í Hæstarétt Íslands því það er dómur Hæstaréttar sem er þarna undir. En niðurstaðan virðist samt sem áður í rauninni ekki gera neitt með það og það er sérstaklega áréttað að þetta kalli ekki á að íslenska ríkið þurfi að endurupptaka alla dóma sér hér hafa fallið,“ segir Sigríður. Það væru þá dómar sem þeir fjórir dómarar hefðu dæmt sem Sigríður bætti á lista hæfisnefndar yfir hæfa dómara hafa dæmt. Hver og einn dæmdur í þeim málum þyrfi að ákveða hvort hann leggði mál sitt fyrir nýjan endurupptökudóm sem tók gildi í dag á fullveldisdaginn 1. desember. Sigríður segir ljóst eftir samtöl hennar við leiðtoga allra flokka að óbreyttur listi hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi. Alþingi samþykkti að greiða atkvæði um alla dómarana fimmtán í einni atkvæðagreiðslu en ekki í sitthvoru lagi eins og lögin kváðu á um. Sigríður segir það fullkomlega í samræmi við þingskaparlög.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég reyndar lagði að mönnum að greiða atkvæði um hvern og einn. En það var ákvörðun forsætisnefndar, ábyggilega í samstarfi við skrifstofustjórann að gera það með þessum hætti. En ég árétta að ég fellst alveg á sjónarmið þingsins að þessu leyti. Þetta er fullkomlega í samræmi við þingskapareglur,“ segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi sem sagði af sér eftir dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins. Sigríður segir það mikinn misskilning að halda því fram að þetta væri eitthvað stórkostlegt atriði. Enda hefði Hæstiréttur bent á að þetta varðaði ekki að dómarar hefðu verið ólöglega skipaðir. Tillit hafi verið tekið til margra ábendinga Mannréttindadómstólsins á undanförnum árum en ekki allra. Hæstiréttur hefði lokaorðið í öllum ágreiningi fyrir dómi á Íslandi. „En það virðist vera svlítið erfitt að fá umræðuna eða þá sem taka þátt í þessari umræðu til að átta sig á þessu grundvallaratriði,“ segir Sigríður. Íslendingar séu bundnir af þjóðarrétti en ekki landsrétti í þessum málum. „Það sem ég hef lesið er ótrúleg óvirðing í garð Alþingis Íslendinga sérstaklega með þessari niðurstöðu. Þá held ég að mönnum sé holt að staldra aðeins við og reyna að átta sig á tilgangi og markmiði með þessari þátttöku í dómstólnum,“ segir Sigríður Andersen.
Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. 1. desember 2020 16:23 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. 1. desember 2020 16:23
Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04