„Lífið tók þarna á okkur með köldu krumlunni sinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2020 14:29 Júlía var aðeins tíu ára þegar faðir hennar lést. Miðvikudaginn 2. desember fyrir sléttum 50 árum síðan létu þrír íslenskir flugmenn lífið þegar flutninga-vél þeirra frá Cargolux fórst um tíu kílómetra norðvestur af flugvellinum í Dacca í Bangladess en þá tilheyrði svæðið Austur-Pakistan. Þeir Ómar Tómasson flugstjóri, Birgir Örn Jónsson aðstoðarflugstjóri og Stefán Ólafsson flugvélstjóri höfðu þá verið að flytja nauðþurftir og barnamat frá Rauða Krossinum á flóðasvæði sem hafði orðið þar illa úti í miklum náttúruhamförum nokkrum dögum áður. Allt voru þetta ungir en reynslumiklir flugmenn sem nutu mikils álits í starfi sínu. Elstur þeirra var flugstjórinn Ómar Tómasson en hann var aðeins 36 ára og átti þrjú lítil börn sem biðu föður síns heima á Íslandi. Eitt þessara barna var Júlía Linda Ómarsdóttir en hún man enn vel eftir þeim degi þegar hún fékk þau hörmulegu tíðindi að faðir hennar væri látinn. „Þetta var bara venjulegur skóladagur og það var svona snjóföl yfir í Reykjavík og þegar ég kom inn heima upp í Tómasarhaga þar sem við áttum heima hjá ömmu þá stóð ókunnugur maður inni í borðstofunni og þá fékk ég eitthvað ægilegt hugboð um að pabbi væri dáinn,“ segir Júlía í samtali við Frosta Logason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Skildi strax hvað hún var að segja „Ég man að ég settist inni í herbergið og fékk alveg rosalegan kvíðahnút í magann og slæman fyrirboða um að þessar hugsanir mínar væru kannski réttar. Svo kemur amma inn og bróðir minn sem er einu og hálfu ári yngri en ég og amma segir bara, pabbi ykkar er farinn. Ég skildi strax hvað hún væri að segja en bróðir minn sagði, hvenær kemur hann aftur. Hann skildi þetta ekki alveg eins og við.“ Júlía var aðeins 10 ára gömul þegar þetta gerist en hún var vön því að pabbi hennar væri mikið á ferð og flugi vegna starfa sinna. Faðir hennar Ómar Tómasson hafði flogið um allan heim og flaug meðal annars í Loftleiðafluginu í Bíafra. Á þessum tíma hafði Bíafra hérað í Nígeríu lýst yfir sjálfstæði og þar braust út mikil borgarastyrjöld í kjölfarið. Stjórnarherinn í Nígeríu einangraði svæðið og íbúarnir voru bókstaflega að svelta til bana þegar Vesturlönd hófu þangað hjálparflug með matvæli og hjálpargögn. Þegar amma Júlíu sagði henni að pabbi hennar væri farinn vissi hún strax í hjarta sínu að það hefði verið í flugslysi. Það hafi í raun ekkert annað komið til greina. „Þetta var alveg hræðilegt áfall. Pabbi var mjög virtur og þekktur og tilheyrði þessari Loftleiðafjölskyldu sem var kölluð það á þeim tíma. Flugmennirnir þekktust vel innbyrðis og allar flugfreyjurnar þekktu vel flugmennina, þetta var svona eins og fjölskylda.“ Ómar er hér fyrir miðju en hann var mikilsvirtur flugmaður hjá Loftleiðum. Júlía segir að um einhverja bilun í stýrisbúnaði hafi verið um að ræða þetta örlagaríka dag. Júlía minnist föður síns með miklum hlýhug. Hann hafi sem fyrr segir auðvitað verið mikið í burtu en hafi sinnt börnum sínum mjög vel þegar hann hafði tök á því. Júlía á þess vegna margar góðar minningar úr til dæmis skíðaferðum og flugferðum með föður sínum sem henni þykir mjög vænt um í dag. Ég átti hann „Mér fannst pabbi minn einhvern vera æðri vera og mér er minnisstætt að einu sinni gengum við saman úti í búð og ég man hvað mér fannst merkilegt að fá að halda í höndina á honum. Ég var að halda í höndina á einhverju sem var óendanlega traust og gott og ég ætti. Þetta var eitthvað sem við systkinin þurftum ekki á að halda því að móðir okkar hafði yfirgefið okkur 1964. Móðir okkar var bresk og við vorum flutt frá Afríku hingað til Íslands og þegar við erum búin að vera hérna í ár lætur hún sig hverfa og pabbi var einn með okkur þrjú systkinin. Hann flytur því til mömmu sinnar. Lífið tók þarna á okkur með köldu krumlunni sinni og tók okkur eiginlega kverkataki. Maður gat ekki gert neitt annað en að reyna lifa þetta af.“ Móðir þeirra kom til landsins um tíu árum síðar árið 1973 og sagðist þá hafa verið að frétta af fráfalli föður þeirra. Hún hafi komið í heimsókn til barnanna í um hálftíma og það hafi verið mjög óþægileg stund. „Ég held að hún hafi verið hér í eina viku en amma hleypti henni ekkert aftur inn á heimilið. Hún hefur í það minnsta örugglega ekki viljað taka okkur aftur með til Englands og hefur aldrei sýnt neitt slíkt í sínu fari.“ Júlía segir að þrátt fyrir áföll sín hafi hún átt góða æsku með bekkjarfélögum sínum í Lauganes og síðar Laugalækjaskóla. Hún hafi fljótt áttað sig á því að mótlæti væri bara hluti af lífinu sem hún þyrfti að læra að lifa með og varð hún snemma staðráðinn í því að láta það styrkja sig frekar en að brotna niður. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fréttir af flugi Ísland í dag Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Þeir Ómar Tómasson flugstjóri, Birgir Örn Jónsson aðstoðarflugstjóri og Stefán Ólafsson flugvélstjóri höfðu þá verið að flytja nauðþurftir og barnamat frá Rauða Krossinum á flóðasvæði sem hafði orðið þar illa úti í miklum náttúruhamförum nokkrum dögum áður. Allt voru þetta ungir en reynslumiklir flugmenn sem nutu mikils álits í starfi sínu. Elstur þeirra var flugstjórinn Ómar Tómasson en hann var aðeins 36 ára og átti þrjú lítil börn sem biðu föður síns heima á Íslandi. Eitt þessara barna var Júlía Linda Ómarsdóttir en hún man enn vel eftir þeim degi þegar hún fékk þau hörmulegu tíðindi að faðir hennar væri látinn. „Þetta var bara venjulegur skóladagur og það var svona snjóföl yfir í Reykjavík og þegar ég kom inn heima upp í Tómasarhaga þar sem við áttum heima hjá ömmu þá stóð ókunnugur maður inni í borðstofunni og þá fékk ég eitthvað ægilegt hugboð um að pabbi væri dáinn,“ segir Júlía í samtali við Frosta Logason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Skildi strax hvað hún var að segja „Ég man að ég settist inni í herbergið og fékk alveg rosalegan kvíðahnút í magann og slæman fyrirboða um að þessar hugsanir mínar væru kannski réttar. Svo kemur amma inn og bróðir minn sem er einu og hálfu ári yngri en ég og amma segir bara, pabbi ykkar er farinn. Ég skildi strax hvað hún væri að segja en bróðir minn sagði, hvenær kemur hann aftur. Hann skildi þetta ekki alveg eins og við.“ Júlía var aðeins 10 ára gömul þegar þetta gerist en hún var vön því að pabbi hennar væri mikið á ferð og flugi vegna starfa sinna. Faðir hennar Ómar Tómasson hafði flogið um allan heim og flaug meðal annars í Loftleiðafluginu í Bíafra. Á þessum tíma hafði Bíafra hérað í Nígeríu lýst yfir sjálfstæði og þar braust út mikil borgarastyrjöld í kjölfarið. Stjórnarherinn í Nígeríu einangraði svæðið og íbúarnir voru bókstaflega að svelta til bana þegar Vesturlönd hófu þangað hjálparflug með matvæli og hjálpargögn. Þegar amma Júlíu sagði henni að pabbi hennar væri farinn vissi hún strax í hjarta sínu að það hefði verið í flugslysi. Það hafi í raun ekkert annað komið til greina. „Þetta var alveg hræðilegt áfall. Pabbi var mjög virtur og þekktur og tilheyrði þessari Loftleiðafjölskyldu sem var kölluð það á þeim tíma. Flugmennirnir þekktust vel innbyrðis og allar flugfreyjurnar þekktu vel flugmennina, þetta var svona eins og fjölskylda.“ Ómar er hér fyrir miðju en hann var mikilsvirtur flugmaður hjá Loftleiðum. Júlía segir að um einhverja bilun í stýrisbúnaði hafi verið um að ræða þetta örlagaríka dag. Júlía minnist föður síns með miklum hlýhug. Hann hafi sem fyrr segir auðvitað verið mikið í burtu en hafi sinnt börnum sínum mjög vel þegar hann hafði tök á því. Júlía á þess vegna margar góðar minningar úr til dæmis skíðaferðum og flugferðum með föður sínum sem henni þykir mjög vænt um í dag. Ég átti hann „Mér fannst pabbi minn einhvern vera æðri vera og mér er minnisstætt að einu sinni gengum við saman úti í búð og ég man hvað mér fannst merkilegt að fá að halda í höndina á honum. Ég var að halda í höndina á einhverju sem var óendanlega traust og gott og ég ætti. Þetta var eitthvað sem við systkinin þurftum ekki á að halda því að móðir okkar hafði yfirgefið okkur 1964. Móðir okkar var bresk og við vorum flutt frá Afríku hingað til Íslands og þegar við erum búin að vera hérna í ár lætur hún sig hverfa og pabbi var einn með okkur þrjú systkinin. Hann flytur því til mömmu sinnar. Lífið tók þarna á okkur með köldu krumlunni sinni og tók okkur eiginlega kverkataki. Maður gat ekki gert neitt annað en að reyna lifa þetta af.“ Móðir þeirra kom til landsins um tíu árum síðar árið 1973 og sagðist þá hafa verið að frétta af fráfalli föður þeirra. Hún hafi komið í heimsókn til barnanna í um hálftíma og það hafi verið mjög óþægileg stund. „Ég held að hún hafi verið hér í eina viku en amma hleypti henni ekkert aftur inn á heimilið. Hún hefur í það minnsta örugglega ekki viljað taka okkur aftur með til Englands og hefur aldrei sýnt neitt slíkt í sínu fari.“ Júlía segir að þrátt fyrir áföll sín hafi hún átt góða æsku með bekkjarfélögum sínum í Lauganes og síðar Laugalækjaskóla. Hún hafi fljótt áttað sig á því að mótlæti væri bara hluti af lífinu sem hún þyrfti að læra að lifa með og varð hún snemma staðráðinn í því að láta það styrkja sig frekar en að brotna niður. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fréttir af flugi Ísland í dag Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira