Fjölmiðlafrumvarpi vísað í nefnd í þriðja sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 20:23 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um þennan stuðning á Alþingi en fyrri frumvörp hennar um sama efni hafa verið svæfð í nefnd vegna andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins í þingflokkum stjórnarflokkanna leggjast þeir gegn beinum stuðningi og vilja frekar beita skattkerfinu til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Lilja sagði þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að styðja þyrfti einkarekna fjölmiðla til þess að stuðla að aukinni lýðræðislegri umræðu. „Fjölmiðlar birta ekki aðeins fréttir um málefni líðandi stundar heldur eru mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þjóðfélagsleg málefni hverju sinni. Þannig stuðla fjölmiðlar að opinni og upplýstri umræðu sem skiptir verulegu máli við ákvarðanatöku og upplýsta umræðu,“ sagði Lilja. Hún benti á að rekstrarvanda fjölmiðla megi að miklu leiti rekja til þess að fyrirtæki auglýsi í meira mæli á erlendum efnisveitum. Því þurfi að breyta. Eins þurfi að stuðla að því að fjölmiðlar geti haldið úti víðtækari starfsemi sem á sama tíma stuðli að aukinni íslenskukunnáttu barna, sem í auknum mæli sæki til erlendra efnisveita sem séu með meira og fjölbreyttara efni. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04 Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um þennan stuðning á Alþingi en fyrri frumvörp hennar um sama efni hafa verið svæfð í nefnd vegna andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins í þingflokkum stjórnarflokkanna leggjast þeir gegn beinum stuðningi og vilja frekar beita skattkerfinu til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Lilja sagði þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að styðja þyrfti einkarekna fjölmiðla til þess að stuðla að aukinni lýðræðislegri umræðu. „Fjölmiðlar birta ekki aðeins fréttir um málefni líðandi stundar heldur eru mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þjóðfélagsleg málefni hverju sinni. Þannig stuðla fjölmiðlar að opinni og upplýstri umræðu sem skiptir verulegu máli við ákvarðanatöku og upplýsta umræðu,“ sagði Lilja. Hún benti á að rekstrarvanda fjölmiðla megi að miklu leiti rekja til þess að fyrirtæki auglýsi í meira mæli á erlendum efnisveitum. Því þurfi að breyta. Eins þurfi að stuðla að því að fjölmiðlar geti haldið úti víðtækari starfsemi sem á sama tíma stuðli að aukinni íslenskukunnáttu barna, sem í auknum mæli sæki til erlendra efnisveita sem séu með meira og fjölbreyttara efni.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04 Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04
Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06