Íslenskt eða hvað? Daði Geir Samúelsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifa 4. desember 2020 08:30 Við erum að verða of sein á æfingu. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og þegar við áttum okkur á því að það eru 20 mín í æfingu stökkvum við af stað. En þegar við erum að bruna af stað byrjar garnirnar að gaula en matartíminn fór eitthvað fram hjá okkur. Við hoppum í búð á leiðinni. Daði grípur próteindrykk, gulrætur og skyr og Jóhanna dós af sódavatni og samloku. Við teljum okkur bæði meðvituð um okkar mat og viljum kaupa íslenskt og gripum því vörur sem voru kirfilegar merktar á íslensku. Svo er haldið á æfingu og maturinn hámaður í sig á leiðinni. Að æfingu lokinni förum við að skoða umbúðirnar af nestinu sem við höfðum hesthúsað í okkur á núll einni þá kom ýmislegt í ljós. Eða kannski réttara sagt kom ekki í ljós. Það var nefnilega ekkert skýrt hvort um íslenska vöru væri um að ræða. Umbúðirnar voru allar á íslensku en það kom alls ekki alls staðar fram hvaðan megin innihaldið væri. Jú gulræturnar voru vel merktar að um íslenska ræktun væri að ræða enda eru á Íslandi gerðar kröfur um upprunamerkingar á matjurtum, nautgripakjöti, kjöti af svínum, sauðfé, geitum, alifuglum og á hunangi. Aðrar matvörur þurfa því ekki að tilgreina uppruna á aðal hráefnum eða framleiðslustað. Þá hófst rannsóknar leiðangurinn um uppruna varanna sem var ekki endilega mjög skýr. Skyrið reyndist íslenskt úr íslenskri mjólk og framleitt hér á landi. Próteindrykkurinn sem var við hliðina á skyrinu í kælinum, merktur íslenskum slagorðum í bak og fyrir reyndist hins vegar framleiddur erlendis og sömu sögu var að segja um sódavatnið. Samlokuna var hins vegar ógerningur að greina. Á öllum vörum voru mismunandi merkingar og sumar hverjar ekki mjög skýrar. Er ásættanlegt að leggja þurfi upp í slíka greiningarvinnu til að fá réttmætar upplýsingar um vöru sem maður ætlar að leggja sér til munns? Af hverju er ekki kveðið skýrt á um uppruna og framleiðslustað á umbúðum? Í janúar 2014 skrifuðu Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin undir sáttmála um upprunamerkingar matvæla. Enn í dag er að finna brotalöm á upplýsingum til neytenda er varða uppruna matvæla. Í könnun sem var gerð sama ár kom fram að rúmlega tveir þriðju landsmanna teldu það óásættanlegt að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Könnunin sýndi einnig að áhersla Íslendinga á upprunamerkingar hafði aukist umtalsvert frá fyrri könnunum. Því miður eru margir enn að einblína á hvernig þeir geta komist hjá því að upplýsa neytendur um réttan uppruna og láta þannig reyna á ýmis lýsingarorð sem geta verið villandi. Ásamt notkun umbúða eða merkja sem líkjast þeim sem eru á vörum sem neytendur bera traust til. Þá ber framleiðendum heldur ekki skylda til að upplýsa neytendur ef framleiðslulandi eða innihaldi er breytt, þannig geta neytendur lagt traust á vöru úr íslenskum hráefnum sem síðan er breytt án sérstakra tilkynninga þar um. Þegar kemur að upprunamerkingum eru margir hagaðilar sem njóta þess ef að þær merkingar eru réttar og skýrar. Skýr framsetning á uppruna matvæla eykur traust neytenda til framleiðenda, vinnsluaðila og söluaðila. Því ber að fagna frumkvæði þeirra sem hafa merkt vörur skilmerkilega með uppruna matvæla þegar að slíkt er ekki endilega bundið í lög og reglur. Á sambandsþingi ungra framsóknarmann sem haldið var í október var samþykkt ályktun þar sem krafa var gerð um að matvæli og drykkjarvörur sem seldar eru á Íslandi skuli vera með öruggri og skýrri upprunamerkingu. Upprunamerkingar eru hagsmunamál allra Íslendinga sem stuðlar að innlendir verðmætasköpun. Þegar þú velur íslenska vöru og þjónustu skilar það sér aftur til þín. Svo við tökum undir það góða slagorð: íslenskt láttu það ganga. Daði Geir Samúelsson, verkfræðingur og í stjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri og í varastjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Við erum að verða of sein á æfingu. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og þegar við áttum okkur á því að það eru 20 mín í æfingu stökkvum við af stað. En þegar við erum að bruna af stað byrjar garnirnar að gaula en matartíminn fór eitthvað fram hjá okkur. Við hoppum í búð á leiðinni. Daði grípur próteindrykk, gulrætur og skyr og Jóhanna dós af sódavatni og samloku. Við teljum okkur bæði meðvituð um okkar mat og viljum kaupa íslenskt og gripum því vörur sem voru kirfilegar merktar á íslensku. Svo er haldið á æfingu og maturinn hámaður í sig á leiðinni. Að æfingu lokinni förum við að skoða umbúðirnar af nestinu sem við höfðum hesthúsað í okkur á núll einni þá kom ýmislegt í ljós. Eða kannski réttara sagt kom ekki í ljós. Það var nefnilega ekkert skýrt hvort um íslenska vöru væri um að ræða. Umbúðirnar voru allar á íslensku en það kom alls ekki alls staðar fram hvaðan megin innihaldið væri. Jú gulræturnar voru vel merktar að um íslenska ræktun væri að ræða enda eru á Íslandi gerðar kröfur um upprunamerkingar á matjurtum, nautgripakjöti, kjöti af svínum, sauðfé, geitum, alifuglum og á hunangi. Aðrar matvörur þurfa því ekki að tilgreina uppruna á aðal hráefnum eða framleiðslustað. Þá hófst rannsóknar leiðangurinn um uppruna varanna sem var ekki endilega mjög skýr. Skyrið reyndist íslenskt úr íslenskri mjólk og framleitt hér á landi. Próteindrykkurinn sem var við hliðina á skyrinu í kælinum, merktur íslenskum slagorðum í bak og fyrir reyndist hins vegar framleiddur erlendis og sömu sögu var að segja um sódavatnið. Samlokuna var hins vegar ógerningur að greina. Á öllum vörum voru mismunandi merkingar og sumar hverjar ekki mjög skýrar. Er ásættanlegt að leggja þurfi upp í slíka greiningarvinnu til að fá réttmætar upplýsingar um vöru sem maður ætlar að leggja sér til munns? Af hverju er ekki kveðið skýrt á um uppruna og framleiðslustað á umbúðum? Í janúar 2014 skrifuðu Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin undir sáttmála um upprunamerkingar matvæla. Enn í dag er að finna brotalöm á upplýsingum til neytenda er varða uppruna matvæla. Í könnun sem var gerð sama ár kom fram að rúmlega tveir þriðju landsmanna teldu það óásættanlegt að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Könnunin sýndi einnig að áhersla Íslendinga á upprunamerkingar hafði aukist umtalsvert frá fyrri könnunum. Því miður eru margir enn að einblína á hvernig þeir geta komist hjá því að upplýsa neytendur um réttan uppruna og láta þannig reyna á ýmis lýsingarorð sem geta verið villandi. Ásamt notkun umbúða eða merkja sem líkjast þeim sem eru á vörum sem neytendur bera traust til. Þá ber framleiðendum heldur ekki skylda til að upplýsa neytendur ef framleiðslulandi eða innihaldi er breytt, þannig geta neytendur lagt traust á vöru úr íslenskum hráefnum sem síðan er breytt án sérstakra tilkynninga þar um. Þegar kemur að upprunamerkingum eru margir hagaðilar sem njóta þess ef að þær merkingar eru réttar og skýrar. Skýr framsetning á uppruna matvæla eykur traust neytenda til framleiðenda, vinnsluaðila og söluaðila. Því ber að fagna frumkvæði þeirra sem hafa merkt vörur skilmerkilega með uppruna matvæla þegar að slíkt er ekki endilega bundið í lög og reglur. Á sambandsþingi ungra framsóknarmann sem haldið var í október var samþykkt ályktun þar sem krafa var gerð um að matvæli og drykkjarvörur sem seldar eru á Íslandi skuli vera með öruggri og skýrri upprunamerkingu. Upprunamerkingar eru hagsmunamál allra Íslendinga sem stuðlar að innlendir verðmætasköpun. Þegar þú velur íslenska vöru og þjónustu skilar það sér aftur til þín. Svo við tökum undir það góða slagorð: íslenskt láttu það ganga. Daði Geir Samúelsson, verkfræðingur og í stjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri og í varastjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar