Mörkin 750 á ferli Ronaldo | Bætir hann við listann í dag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2020 08:01 Fari svo að Ronaldo skori tvö mörk í dag þá er hann kominn upp í 650 mörk fyrir félagslið á ferlinum. Thananuwat Srirasant/Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði á dögunum sitt 750. mark á ferlinum. Ótrúlegt afrek og það virðist ekkert vera hægja á kappanum þrátt fyrir að verða 36 ára á næsta ári. Ronaldo skoraði eitt marka Juventus í 3-0 sigri á Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Leikurinn var þegar merkilegur fyrir þær sakir að Stephanie Frappart varð þar fyrst kvenna til að dæma leik í Meistaradeildinni. Ronaldo ákvað svo að skora sitt 750. mark á ferlinum til að gera leikinn enn merkilegri. Fyrir þau sem halda að það sé farið að hægjast á hinum 35 ára gamla Ronaldo þá er vert að nefna að hann skoraði 700. mark ferilsins aðeins í október á síðasta ári. Only three players in football history have scored 750 goals for club & country: Josef Bican (759) Pelé (757) Cristiano Ronaldo (750)On the verge. pic.twitter.com/2ze5UD1sLj— Squawka Football (@Squawka) December 2, 2020 Ronaldo hefur skorað 132 mörk í Meistaradeild Evrópu og það í aðeins 173 leikjum. Alls hefur hann skorað 648 mörk fyrir þau fjögur félagslið sem hann hefur leikið með. Gæti hann komist upp í 650 þegar Juventus tekur á móti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni síðar í dag. Hann hóf markaskorun sína hjá Sporting Lissabon í Portúgal. Þar skoraði hann fimm mörk áður en hann færði sig um set til Englands og gekk í raðir Manchester United. Þar skoraði hann 119 mörk alls í 292 leikjum. Þaðan fór hann til Real og varð markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 450 mörk og þá hefur hann skorað 75 mörk í treyju Juventus eftir að hafa gengið til liðs við ítölsku meistarana árið 2018. Ronaldo hefur skorað 102 mörk fyrir portúgalska landsliðið og hefur aðeins einn leikmaður í sögunni skorað oftar fyrir land sitt en Ronaldo. Það er Ali Daei frá Íran sem skoraði á sínum tíma 109 mörk. Þeir tveir eru einu leikmennirnir sem hafa skorað yfir 100 landsliðsmörk á ferlinum. If you scored 35 goals for 20 consecutive seasons, you d retire with 700 career goals to your name.Cristiano Ronaldo already has 750 pic.twitter.com/UTB4dq3QX6— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2020 Eins og áður sagði virðist ekkert vera hægja á Ronaldo. Hann er kominn með 10 mörk í aðeins átta leikjum fyrir Juventus á leiktíðinni þrátt fyrir að missa mikið úr eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann nái 650. markinu sínu fyrir félagslið í dag en Juventus tekur á móti Tórinó í nágrannaslag klukkan 17.00 í dag. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Ronaldo skoraði eitt marka Juventus í 3-0 sigri á Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Leikurinn var þegar merkilegur fyrir þær sakir að Stephanie Frappart varð þar fyrst kvenna til að dæma leik í Meistaradeildinni. Ronaldo ákvað svo að skora sitt 750. mark á ferlinum til að gera leikinn enn merkilegri. Fyrir þau sem halda að það sé farið að hægjast á hinum 35 ára gamla Ronaldo þá er vert að nefna að hann skoraði 700. mark ferilsins aðeins í október á síðasta ári. Only three players in football history have scored 750 goals for club & country: Josef Bican (759) Pelé (757) Cristiano Ronaldo (750)On the verge. pic.twitter.com/2ze5UD1sLj— Squawka Football (@Squawka) December 2, 2020 Ronaldo hefur skorað 132 mörk í Meistaradeild Evrópu og það í aðeins 173 leikjum. Alls hefur hann skorað 648 mörk fyrir þau fjögur félagslið sem hann hefur leikið með. Gæti hann komist upp í 650 þegar Juventus tekur á móti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni síðar í dag. Hann hóf markaskorun sína hjá Sporting Lissabon í Portúgal. Þar skoraði hann fimm mörk áður en hann færði sig um set til Englands og gekk í raðir Manchester United. Þar skoraði hann 119 mörk alls í 292 leikjum. Þaðan fór hann til Real og varð markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 450 mörk og þá hefur hann skorað 75 mörk í treyju Juventus eftir að hafa gengið til liðs við ítölsku meistarana árið 2018. Ronaldo hefur skorað 102 mörk fyrir portúgalska landsliðið og hefur aðeins einn leikmaður í sögunni skorað oftar fyrir land sitt en Ronaldo. Það er Ali Daei frá Íran sem skoraði á sínum tíma 109 mörk. Þeir tveir eru einu leikmennirnir sem hafa skorað yfir 100 landsliðsmörk á ferlinum. If you scored 35 goals for 20 consecutive seasons, you d retire with 700 career goals to your name.Cristiano Ronaldo already has 750 pic.twitter.com/UTB4dq3QX6— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2020 Eins og áður sagði virðist ekkert vera hægja á Ronaldo. Hann er kominn með 10 mörk í aðeins átta leikjum fyrir Juventus á leiktíðinni þrátt fyrir að missa mikið úr eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann nái 650. markinu sínu fyrir félagslið í dag en Juventus tekur á móti Tórinó í nágrannaslag klukkan 17.00 í dag. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira