Mörkin 750 á ferli Ronaldo | Bætir hann við listann í dag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2020 08:01 Fari svo að Ronaldo skori tvö mörk í dag þá er hann kominn upp í 650 mörk fyrir félagslið á ferlinum. Thananuwat Srirasant/Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði á dögunum sitt 750. mark á ferlinum. Ótrúlegt afrek og það virðist ekkert vera hægja á kappanum þrátt fyrir að verða 36 ára á næsta ári. Ronaldo skoraði eitt marka Juventus í 3-0 sigri á Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Leikurinn var þegar merkilegur fyrir þær sakir að Stephanie Frappart varð þar fyrst kvenna til að dæma leik í Meistaradeildinni. Ronaldo ákvað svo að skora sitt 750. mark á ferlinum til að gera leikinn enn merkilegri. Fyrir þau sem halda að það sé farið að hægjast á hinum 35 ára gamla Ronaldo þá er vert að nefna að hann skoraði 700. mark ferilsins aðeins í október á síðasta ári. Only three players in football history have scored 750 goals for club & country: Josef Bican (759) Pelé (757) Cristiano Ronaldo (750)On the verge. pic.twitter.com/2ze5UD1sLj— Squawka Football (@Squawka) December 2, 2020 Ronaldo hefur skorað 132 mörk í Meistaradeild Evrópu og það í aðeins 173 leikjum. Alls hefur hann skorað 648 mörk fyrir þau fjögur félagslið sem hann hefur leikið með. Gæti hann komist upp í 650 þegar Juventus tekur á móti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni síðar í dag. Hann hóf markaskorun sína hjá Sporting Lissabon í Portúgal. Þar skoraði hann fimm mörk áður en hann færði sig um set til Englands og gekk í raðir Manchester United. Þar skoraði hann 119 mörk alls í 292 leikjum. Þaðan fór hann til Real og varð markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 450 mörk og þá hefur hann skorað 75 mörk í treyju Juventus eftir að hafa gengið til liðs við ítölsku meistarana árið 2018. Ronaldo hefur skorað 102 mörk fyrir portúgalska landsliðið og hefur aðeins einn leikmaður í sögunni skorað oftar fyrir land sitt en Ronaldo. Það er Ali Daei frá Íran sem skoraði á sínum tíma 109 mörk. Þeir tveir eru einu leikmennirnir sem hafa skorað yfir 100 landsliðsmörk á ferlinum. If you scored 35 goals for 20 consecutive seasons, you d retire with 700 career goals to your name.Cristiano Ronaldo already has 750 pic.twitter.com/UTB4dq3QX6— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2020 Eins og áður sagði virðist ekkert vera hægja á Ronaldo. Hann er kominn með 10 mörk í aðeins átta leikjum fyrir Juventus á leiktíðinni þrátt fyrir að missa mikið úr eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann nái 650. markinu sínu fyrir félagslið í dag en Juventus tekur á móti Tórinó í nágrannaslag klukkan 17.00 í dag. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Ronaldo skoraði eitt marka Juventus í 3-0 sigri á Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Leikurinn var þegar merkilegur fyrir þær sakir að Stephanie Frappart varð þar fyrst kvenna til að dæma leik í Meistaradeildinni. Ronaldo ákvað svo að skora sitt 750. mark á ferlinum til að gera leikinn enn merkilegri. Fyrir þau sem halda að það sé farið að hægjast á hinum 35 ára gamla Ronaldo þá er vert að nefna að hann skoraði 700. mark ferilsins aðeins í október á síðasta ári. Only three players in football history have scored 750 goals for club & country: Josef Bican (759) Pelé (757) Cristiano Ronaldo (750)On the verge. pic.twitter.com/2ze5UD1sLj— Squawka Football (@Squawka) December 2, 2020 Ronaldo hefur skorað 132 mörk í Meistaradeild Evrópu og það í aðeins 173 leikjum. Alls hefur hann skorað 648 mörk fyrir þau fjögur félagslið sem hann hefur leikið með. Gæti hann komist upp í 650 þegar Juventus tekur á móti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni síðar í dag. Hann hóf markaskorun sína hjá Sporting Lissabon í Portúgal. Þar skoraði hann fimm mörk áður en hann færði sig um set til Englands og gekk í raðir Manchester United. Þar skoraði hann 119 mörk alls í 292 leikjum. Þaðan fór hann til Real og varð markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 450 mörk og þá hefur hann skorað 75 mörk í treyju Juventus eftir að hafa gengið til liðs við ítölsku meistarana árið 2018. Ronaldo hefur skorað 102 mörk fyrir portúgalska landsliðið og hefur aðeins einn leikmaður í sögunni skorað oftar fyrir land sitt en Ronaldo. Það er Ali Daei frá Íran sem skoraði á sínum tíma 109 mörk. Þeir tveir eru einu leikmennirnir sem hafa skorað yfir 100 landsliðsmörk á ferlinum. If you scored 35 goals for 20 consecutive seasons, you d retire with 700 career goals to your name.Cristiano Ronaldo already has 750 pic.twitter.com/UTB4dq3QX6— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2020 Eins og áður sagði virðist ekkert vera hægja á Ronaldo. Hann er kominn með 10 mörk í aðeins átta leikjum fyrir Juventus á leiktíðinni þrátt fyrir að missa mikið úr eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann nái 650. markinu sínu fyrir félagslið í dag en Juventus tekur á móti Tórinó í nágrannaslag klukkan 17.00 í dag. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira