Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 06:43 Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. Þetta kemur fram í viðtali við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að búið sé að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og að ýmsar útfærslur hafi verið ræddar við bólusetningu. Þannig hafi verið rætt um að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut og snýr ein útfærslan að því að hafa skipulagið líkt og í kosningum, eins konar „kjörstaðaskipulag“. „Ef við tökumdæmi umkennslustofu, þá væri hægt aðbólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningin verður viðamest á höfuðborgarsvæðinu en hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetningarinnar. Í einhverjum tilfellum mun þurfa að fara inn á heimili fólks að sögn Óskars, til dæmis inn á hjúkrunarheimili og heimili fyrir fatlaða. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Eins og greint hefur verið frá eru vonir bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót en fólk verður ekki skyldað í bólusetningu. Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að það væri flókið að skipuleggja bólusetningu við Covid-19. Eitt flækjustigið fælist meðal annars í því að bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Þá benti hún á að það væri enn óvissa varðandi það hvenær bóluefni kemur og hversu mikið magn við munum fá í einu. „Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að búið sé að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og að ýmsar útfærslur hafi verið ræddar við bólusetningu. Þannig hafi verið rætt um að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut og snýr ein útfærslan að því að hafa skipulagið líkt og í kosningum, eins konar „kjörstaðaskipulag“. „Ef við tökumdæmi umkennslustofu, þá væri hægt aðbólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningin verður viðamest á höfuðborgarsvæðinu en hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetningarinnar. Í einhverjum tilfellum mun þurfa að fara inn á heimili fólks að sögn Óskars, til dæmis inn á hjúkrunarheimili og heimili fyrir fatlaða. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Eins og greint hefur verið frá eru vonir bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót en fólk verður ekki skyldað í bólusetningu. Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að það væri flókið að skipuleggja bólusetningu við Covid-19. Eitt flækjustigið fælist meðal annars í því að bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Þá benti hún á að það væri enn óvissa varðandi það hvenær bóluefni kemur og hversu mikið magn við munum fá í einu. „Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira