Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 06:43 Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. Þetta kemur fram í viðtali við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að búið sé að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og að ýmsar útfærslur hafi verið ræddar við bólusetningu. Þannig hafi verið rætt um að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut og snýr ein útfærslan að því að hafa skipulagið líkt og í kosningum, eins konar „kjörstaðaskipulag“. „Ef við tökumdæmi umkennslustofu, þá væri hægt aðbólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningin verður viðamest á höfuðborgarsvæðinu en hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetningarinnar. Í einhverjum tilfellum mun þurfa að fara inn á heimili fólks að sögn Óskars, til dæmis inn á hjúkrunarheimili og heimili fyrir fatlaða. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Eins og greint hefur verið frá eru vonir bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót en fólk verður ekki skyldað í bólusetningu. Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að það væri flókið að skipuleggja bólusetningu við Covid-19. Eitt flækjustigið fælist meðal annars í því að bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Þá benti hún á að það væri enn óvissa varðandi það hvenær bóluefni kemur og hversu mikið magn við munum fá í einu. „Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að búið sé að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og að ýmsar útfærslur hafi verið ræddar við bólusetningu. Þannig hafi verið rætt um að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut og snýr ein útfærslan að því að hafa skipulagið líkt og í kosningum, eins konar „kjörstaðaskipulag“. „Ef við tökumdæmi umkennslustofu, þá væri hægt aðbólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningin verður viðamest á höfuðborgarsvæðinu en hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetningarinnar. Í einhverjum tilfellum mun þurfa að fara inn á heimili fólks að sögn Óskars, til dæmis inn á hjúkrunarheimili og heimili fyrir fatlaða. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Eins og greint hefur verið frá eru vonir bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót en fólk verður ekki skyldað í bólusetningu. Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að það væri flókið að skipuleggja bólusetningu við Covid-19. Eitt flækjustigið fælist meðal annars í því að bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Þá benti hún á að það væri enn óvissa varðandi það hvenær bóluefni kemur og hversu mikið magn við munum fá í einu. „Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira