Fyrsta skólastigið en ekki þjónustustigið Haraldur Freyr Gíslason skrifar 7. desember 2020 15:01 Árið 2008 voru í fyrsta sinn sett lög um skólastarf á Íslandi sem gerðu ráð fyrir samhengi hlutverka leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir nemendur. Lögin um leikskólana, nr. 90/2008, afmarka hlutverk leikskólanna. Þar er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið fyrir börn sem ekki hafa náð skólaskyldualdri (en sem kunnugt er nær skólaskylda aðeins til barna í grunnskólum). Fyrsta grein laganna tiltekur hlutverk leikskólans: Hann skal annast uppeldi, umönnun og menntun barnanna í samræmi við nánari ákvæði laganna. Þar sem að ekki er skólaskylda á leikskólastiginu er það foreldra eða forsjáraðila að óska eftir leikskólaplássi fyrir börnin sín. Faglegt starf leikskóla byggir á að mæta þörfum barna og er gríðarlega fjölbreytt. Innan skólanna eru gerðar ríkulegar faglegar kröfur til að þess að tryggja þá þekkingu og hæfni sem til staðar þarf að vera svo að hægt sé að haga menntun, uppeldi og umönnun allra leikskólabarna í samræmi við rétt þeirra samkvæmt lögunum. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er til dæmis kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið leikskólans. Þetta er sérlega sorglegt í ljósi þess að umræða um þarfir barna og möguleika leikskólastigsins til að standa undir lögbundnu hlutverki sínu þarf algeran forgang, m.a. vegna mjög alvarlegs og víðtæks kennaraskorts. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaganna nú um mundir er að fjölga leikskólakennurum. Í lykiltölum um leikskólastigið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá að á árunum 2016-2018 fór hlutfall leikskólakennara er sinna uppeldi og menntun í leikskólum, úr 34% niður í 30%. Sláandi tölur sýna að frá byrjun árs 2018 til loka árs 2019 hafa 213 félagsmenn í Félagi leikskólakennara farið að kenna í grunnskóla, en einungis 46 félagsmenn í Félagi grunnskólakennara farið að kenna á leikskólastiginu. Munurinn er 167 félagsmenn leikskólastiginu í óhag. Helsta ástæðan fyrir þessu ójafnvægi eru ólíkir vinnutímakaflar í kjarasamningi skólastiganna. Þar hefur hingað til hallað mjög á leikskólann. Fyrsta janúar 2020 síðastliðinn tóku gildi lög sem meðal annars kveða á um að leyfisbréf geta gilt þvert á skólastig. Við þá breytingu jókst hættan enn á að leikskólakennarar flyttu sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Markmið laganna er meðal annars að auka flæði á milli skólastiganna. Það er gott markmið. En flæðið þarf að vera í báðar áttir. Það er best gert með því að bæta stafsaðstæður á leikskólastiginu. Í nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga (dags. 10. júní 2020) eru stigin skref til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og tryggja meiri tíma til að sinna undirbúningi fyrir fagleg störf. Töluverð aukning varð ennfremur á undirbúningstíma. Einnig var samið um skýrari og betri ramma varðandi framkvæmd undirbúningstímans. Þá var líka samið um styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021. Ýmsar útfærslur eru mögulegar og geta þær verið mismunandi eftir starfsstöðvum. Stytting vinnuvikunnar er snúið verkefni í leikskólum. Sums staðar gengur sú vinna vel en annars staðar eru ljón í veginum. Félag leikskólakennara bindur vonir við að skýrari rammi, fjölgun undirbúningstíma og stytting vinnuvikunnar, ef vel tekst til, muni jafna starfsaðstæður á milli skólastiga og um leið auka fagleg gæði skólastarfs börnum til heilla. Þá standa vonir til þess að með þessum hætti séu stigin skref til að hækka hlutfall réttindakennara í leikskólum. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla lögum samkvæmt. Þau eiga að hafa forystu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum landsins. Þau bera ábyrgð á starfsemi og þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði, sérúrræðum, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti sem og öflun og miðlun upplýsinga. Sveitarfélög skulu setja almenna stefnu um leikskólahald í hverju sveitarfélagi og kynna fyrir íbúum þess. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Lögum samkvæmt. Það er staðreynd. Hann byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Líka lögum samkvæmt. Hann býr ennfremur við margvíslegar áskoranir við að standa undir þessu hlutverki sínu. Hann hefur ekki rými til að taka auk þess við því þjónustuhlutverki sem krafa hefur verið gerð um og hent hefur verið á loft í pólitísku skyni í einstökum sveitarfélögum. Skyldurnar eru skýrar og þær sem beinast að sveitarstjórnum eiga sveitarstjórnirnar að taka alvarlega og standa undir. Stefnu, sem snýst um eitthvað allt annað, þarf að snúa. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Árið 2008 voru í fyrsta sinn sett lög um skólastarf á Íslandi sem gerðu ráð fyrir samhengi hlutverka leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir nemendur. Lögin um leikskólana, nr. 90/2008, afmarka hlutverk leikskólanna. Þar er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið fyrir börn sem ekki hafa náð skólaskyldualdri (en sem kunnugt er nær skólaskylda aðeins til barna í grunnskólum). Fyrsta grein laganna tiltekur hlutverk leikskólans: Hann skal annast uppeldi, umönnun og menntun barnanna í samræmi við nánari ákvæði laganna. Þar sem að ekki er skólaskylda á leikskólastiginu er það foreldra eða forsjáraðila að óska eftir leikskólaplássi fyrir börnin sín. Faglegt starf leikskóla byggir á að mæta þörfum barna og er gríðarlega fjölbreytt. Innan skólanna eru gerðar ríkulegar faglegar kröfur til að þess að tryggja þá þekkingu og hæfni sem til staðar þarf að vera svo að hægt sé að haga menntun, uppeldi og umönnun allra leikskólabarna í samræmi við rétt þeirra samkvæmt lögunum. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er til dæmis kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið leikskólans. Þetta er sérlega sorglegt í ljósi þess að umræða um þarfir barna og möguleika leikskólastigsins til að standa undir lögbundnu hlutverki sínu þarf algeran forgang, m.a. vegna mjög alvarlegs og víðtæks kennaraskorts. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaganna nú um mundir er að fjölga leikskólakennurum. Í lykiltölum um leikskólastigið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá að á árunum 2016-2018 fór hlutfall leikskólakennara er sinna uppeldi og menntun í leikskólum, úr 34% niður í 30%. Sláandi tölur sýna að frá byrjun árs 2018 til loka árs 2019 hafa 213 félagsmenn í Félagi leikskólakennara farið að kenna í grunnskóla, en einungis 46 félagsmenn í Félagi grunnskólakennara farið að kenna á leikskólastiginu. Munurinn er 167 félagsmenn leikskólastiginu í óhag. Helsta ástæðan fyrir þessu ójafnvægi eru ólíkir vinnutímakaflar í kjarasamningi skólastiganna. Þar hefur hingað til hallað mjög á leikskólann. Fyrsta janúar 2020 síðastliðinn tóku gildi lög sem meðal annars kveða á um að leyfisbréf geta gilt þvert á skólastig. Við þá breytingu jókst hættan enn á að leikskólakennarar flyttu sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Markmið laganna er meðal annars að auka flæði á milli skólastiganna. Það er gott markmið. En flæðið þarf að vera í báðar áttir. Það er best gert með því að bæta stafsaðstæður á leikskólastiginu. Í nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga (dags. 10. júní 2020) eru stigin skref til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og tryggja meiri tíma til að sinna undirbúningi fyrir fagleg störf. Töluverð aukning varð ennfremur á undirbúningstíma. Einnig var samið um skýrari og betri ramma varðandi framkvæmd undirbúningstímans. Þá var líka samið um styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021. Ýmsar útfærslur eru mögulegar og geta þær verið mismunandi eftir starfsstöðvum. Stytting vinnuvikunnar er snúið verkefni í leikskólum. Sums staðar gengur sú vinna vel en annars staðar eru ljón í veginum. Félag leikskólakennara bindur vonir við að skýrari rammi, fjölgun undirbúningstíma og stytting vinnuvikunnar, ef vel tekst til, muni jafna starfsaðstæður á milli skólastiga og um leið auka fagleg gæði skólastarfs börnum til heilla. Þá standa vonir til þess að með þessum hætti séu stigin skref til að hækka hlutfall réttindakennara í leikskólum. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla lögum samkvæmt. Þau eiga að hafa forystu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum landsins. Þau bera ábyrgð á starfsemi og þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði, sérúrræðum, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti sem og öflun og miðlun upplýsinga. Sveitarfélög skulu setja almenna stefnu um leikskólahald í hverju sveitarfélagi og kynna fyrir íbúum þess. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Lögum samkvæmt. Það er staðreynd. Hann byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Líka lögum samkvæmt. Hann býr ennfremur við margvíslegar áskoranir við að standa undir þessu hlutverki sínu. Hann hefur ekki rými til að taka auk þess við því þjónustuhlutverki sem krafa hefur verið gerð um og hent hefur verið á loft í pólitísku skyni í einstökum sveitarfélögum. Skyldurnar eru skýrar og þær sem beinast að sveitarstjórnum eiga sveitarstjórnirnar að taka alvarlega og standa undir. Stefnu, sem snýst um eitthvað allt annað, þarf að snúa. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun