Enginn Martial né Cavani í leikmannahóp Man Utd fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 07:00 Manchester United verður án Anthony Martial og Edinson Cavani verða ekki með liðinu í kvöld. Burak Kara/Getty Images Manchester United mætir RB Leipzig í Þýskalandi í leik sem sker úr um hvort liðið kemst áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Man United má ekki tapa leiknum en jafntefli dugir þeim áfram. Liðið er án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í 3-1 sigrinum á West Ham United um helgina en hvorugur þeirra ferðaðist til Þýskalands. Þá er David De Gea tæpur og óvíst með þátttöku Luke Shaw þó báðir hafi ferðast með liðinu til Þýskalands. Til að bæta gráu ofan á svart þá lét Mino Raiola – umboðsmaður Paul Pogba – gamminn geisa í viðtali í gær. Þar sagði hann að skjólstæðingur sinn væri óánægður í Manchester og þyrfti að yfirgefa félagið, helst strax í janúar. De Gea missti af leiknum gegn West Ham um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Southampton helgina þar á undan. Dean Henderson stóð vaktina í Lundúnum og gæti nú gert hið sama í Leipzig. Alex Telles hefur leyst vinstri bakvarðarstöðu Man United síðan Shaw meiddist og lagði til að mynda upp eitt marka liðsins gegn West Ham. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar varnarlega og misst af manni sínum gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni sem og gegn West Ham. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær stilli liði sínu upp í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00 og er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 4. Mögulega mun Ole stilla upp í 5-3-2 leikkerfi eða þá 4-4-2 með tígulmiðju líkt og hann gerði í 5-0 sigrinum á Leipzig er liðin mættust á Old Trafford. Hvað varðar Leipzig þá er ómögulegt að reyna rýna í leikstíl lærisveina Julian Nagelsmann. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Liðið er án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í 3-1 sigrinum á West Ham United um helgina en hvorugur þeirra ferðaðist til Þýskalands. Þá er David De Gea tæpur og óvíst með þátttöku Luke Shaw þó báðir hafi ferðast með liðinu til Þýskalands. Til að bæta gráu ofan á svart þá lét Mino Raiola – umboðsmaður Paul Pogba – gamminn geisa í viðtali í gær. Þar sagði hann að skjólstæðingur sinn væri óánægður í Manchester og þyrfti að yfirgefa félagið, helst strax í janúar. De Gea missti af leiknum gegn West Ham um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Southampton helgina þar á undan. Dean Henderson stóð vaktina í Lundúnum og gæti nú gert hið sama í Leipzig. Alex Telles hefur leyst vinstri bakvarðarstöðu Man United síðan Shaw meiddist og lagði til að mynda upp eitt marka liðsins gegn West Ham. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar varnarlega og misst af manni sínum gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni sem og gegn West Ham. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær stilli liði sínu upp í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00 og er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 4. Mögulega mun Ole stilla upp í 5-3-2 leikkerfi eða þá 4-4-2 með tígulmiðju líkt og hann gerði í 5-0 sigrinum á Leipzig er liðin mættust á Old Trafford. Hvað varðar Leipzig þá er ómögulegt að reyna rýna í leikstíl lærisveina Julian Nagelsmann. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn