Sjúkraþjálfun eldri borgara - Ég var í þrísetnum barnaskóla Jakobína Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2020 11:02 „Baby Boom“ kynslóðin er að komast á ellilífeyrisaldur. Þegar þessi kynslóð var að alast upp voru mörg börn á hverju heimili í góðæri eftirstríðsáranna. Barnaskólinn í hverfinu mínu var vel byggður og góður en allt of lítill fyrir þennan mikla barnaskara. Þess vegna var brugðið á það ráð að þrísetja skólann. Einn hópur kom klukkan átta, annar klukkan ellefu og sá þriðji klukkan tvö. Mömmurnar voru heima og þetta gekk vel. Á menntaskólaárunum var ég um tíma í tvísetnum skóla, a.m.k. fyrstu árin. „Baby Boom“ kynslóðin hefur haft ruðningsáhrif ef svo má segja. Skólar voru stækkaðir, og innviðir þjóðfélagsins stækkuðu, á endanum voru skólar einsetnir. Mömmurnar voru ekki lengur heima og börnin fengu mat í skólanum, allt féll í ljúfa löð. Nú er komið að síðasta kafla ruðningsáhrifa „Baby Boom“ kynslóðarinnar. Hún er að komast á ellilífeyrisaldur og HVAÐ ÞÁ-? Við munum ekki tví- eða þrísetja hjúkrunarheimili, -eða hvað? Á næstu árum má vænta mikillar fjölgunar landsmanna í hópi eldri borgara. Reiknað er með að landsmönnum 67 ára og eldri fjölgi um 42% á næstu fimmtán árum eða um 30 þúsund. Fjölgun 85 ára og eldri verður veruleg eftir 2028. Reiknað er með að þessi hópur næstum þrefaldist að stærð á tímabilinu frá 2019 til 2060, úr tæplega 2% í rúmlega 5% af þjóðinni. Við þurfum sem samfélag að vera tilbúin til þess að gera eldri borgurum mögulegt að lifa með reisn. Gera þeim kleift að vera eins sjálfbjarga og mögulegt er eins lengi og nokkur kostur er. Stærsti þátturinn í að gera þetta mögulegt er að viðhalda góðri heilsu og þá kemur gildi þjálfunar strax í hugann. Það sýnir sig betur og betur með rannsóknum í nútímanum, það sem sjúkraþjálfarar hafa alltaf vitað, að þjálfun er einn mikilvægasti þátturinn í að halda góðri heilsu í gegnum lífið. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun hægir á framgangi öldrunarsjúkdóma. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í að þjálfa fólk og viðhalda færni við allar mögulegar aðstæður frá vöggu til grafar. Þjálfun eldri borgara og allt það sem gera má til þess að endurhæfa og viðhalda færni gerir þeim kleift að búa lengur sjálfbjarga heima við. Þjálfun á styrk, jafnvægi og úthaldi bætir ekki einungis heilsu, bæði líkamlega og andlega, heldur stuðlar hún einnig að meira öryggi, færri byltum og færri brotum. Sjúkraþjálfun er nú í boði á stofum úti í bæ og inni á heimilum fyrir þá sem veikari eru. Þjónusta við eldri borgara á þennan hátt er samfélagslega miklvæg og seinkar og eða fækkar innlögnum á sjúkrahús og á hjúkrunarheimili. Með því má spara háar fjárhæðir fyrir samfélagið á sama tíma og aldraðir geta búið lengur heima við verið meira sjálfbjarga og haldið virðingu sinni og reisn. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og landsmenn allir séu meðvitaðir um gildi þjálfunar. Sparnaður á þessu sviði getur valdið óþarfa og óvæntum útgjöldum annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraþjálfarar hafa nú starfað án samnings við Sjúkratryggingar, á reglugerð, í bráðum tvö ár. Nýverið var reglugerð framlengd til tveggja mánaða með ákvæði um þrengra aðgengi almennings að sjúkraþjálfun þar sem bráðameðferðir voru felldar niður. Skýtur hér skökku við á tímum þar sem álag á heilbrigðiskerfið er mikið. Vilji ráðamenn bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er lykillinn að því stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar. Hver kynslóð hefur mikið fram að færa. Enginn vill verða byrði á samfélaginu. „Baby Boom“ kynslóðin hefur ekki sungið sitt síðasta. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
„Baby Boom“ kynslóðin er að komast á ellilífeyrisaldur. Þegar þessi kynslóð var að alast upp voru mörg börn á hverju heimili í góðæri eftirstríðsáranna. Barnaskólinn í hverfinu mínu var vel byggður og góður en allt of lítill fyrir þennan mikla barnaskara. Þess vegna var brugðið á það ráð að þrísetja skólann. Einn hópur kom klukkan átta, annar klukkan ellefu og sá þriðji klukkan tvö. Mömmurnar voru heima og þetta gekk vel. Á menntaskólaárunum var ég um tíma í tvísetnum skóla, a.m.k. fyrstu árin. „Baby Boom“ kynslóðin hefur haft ruðningsáhrif ef svo má segja. Skólar voru stækkaðir, og innviðir þjóðfélagsins stækkuðu, á endanum voru skólar einsetnir. Mömmurnar voru ekki lengur heima og börnin fengu mat í skólanum, allt féll í ljúfa löð. Nú er komið að síðasta kafla ruðningsáhrifa „Baby Boom“ kynslóðarinnar. Hún er að komast á ellilífeyrisaldur og HVAÐ ÞÁ-? Við munum ekki tví- eða þrísetja hjúkrunarheimili, -eða hvað? Á næstu árum má vænta mikillar fjölgunar landsmanna í hópi eldri borgara. Reiknað er með að landsmönnum 67 ára og eldri fjölgi um 42% á næstu fimmtán árum eða um 30 þúsund. Fjölgun 85 ára og eldri verður veruleg eftir 2028. Reiknað er með að þessi hópur næstum þrefaldist að stærð á tímabilinu frá 2019 til 2060, úr tæplega 2% í rúmlega 5% af þjóðinni. Við þurfum sem samfélag að vera tilbúin til þess að gera eldri borgurum mögulegt að lifa með reisn. Gera þeim kleift að vera eins sjálfbjarga og mögulegt er eins lengi og nokkur kostur er. Stærsti þátturinn í að gera þetta mögulegt er að viðhalda góðri heilsu og þá kemur gildi þjálfunar strax í hugann. Það sýnir sig betur og betur með rannsóknum í nútímanum, það sem sjúkraþjálfarar hafa alltaf vitað, að þjálfun er einn mikilvægasti þátturinn í að halda góðri heilsu í gegnum lífið. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun hægir á framgangi öldrunarsjúkdóma. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í að þjálfa fólk og viðhalda færni við allar mögulegar aðstæður frá vöggu til grafar. Þjálfun eldri borgara og allt það sem gera má til þess að endurhæfa og viðhalda færni gerir þeim kleift að búa lengur sjálfbjarga heima við. Þjálfun á styrk, jafnvægi og úthaldi bætir ekki einungis heilsu, bæði líkamlega og andlega, heldur stuðlar hún einnig að meira öryggi, færri byltum og færri brotum. Sjúkraþjálfun er nú í boði á stofum úti í bæ og inni á heimilum fyrir þá sem veikari eru. Þjónusta við eldri borgara á þennan hátt er samfélagslega miklvæg og seinkar og eða fækkar innlögnum á sjúkrahús og á hjúkrunarheimili. Með því má spara háar fjárhæðir fyrir samfélagið á sama tíma og aldraðir geta búið lengur heima við verið meira sjálfbjarga og haldið virðingu sinni og reisn. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og landsmenn allir séu meðvitaðir um gildi þjálfunar. Sparnaður á þessu sviði getur valdið óþarfa og óvæntum útgjöldum annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraþjálfarar hafa nú starfað án samnings við Sjúkratryggingar, á reglugerð, í bráðum tvö ár. Nýverið var reglugerð framlengd til tveggja mánaða með ákvæði um þrengra aðgengi almennings að sjúkraþjálfun þar sem bráðameðferðir voru felldar niður. Skýtur hér skökku við á tímum þar sem álag á heilbrigðiskerfið er mikið. Vilji ráðamenn bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er lykillinn að því stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar. Hver kynslóð hefur mikið fram að færa. Enginn vill verða byrði á samfélaginu. „Baby Boom“ kynslóðin hefur ekki sungið sitt síðasta. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun