Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 09:11 AP/Jeff Chiu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. Um er að ræða tvær lögsóknir. Eina á vegum FTC, sem stýrt er af Repúblikana, og eina á vegum ríkjanna, en sú lögsókn er leidd af dómsmálaráðherra New York og hún er Demókrati. Letita James, dómsmálaráðherra New York, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að verið væri að senda Facebook og öðrum fyrirtækjum skilaboð um að viðleitni þeirra til að draga úr samkeppni og nýsköpun yrði ekki liðin. Í lögsóknunum segir að markaðsstaða fyrirtækisins hafi komið niður á valmöguleikum notenda og skaðað friðhelgi þeirra. Ráðamenn í Washington DC hafa að mestu látið Facebook og aðra tæknirisa Bandaríkjanna afskiptalausa um árabil. Það er að breytast og hefur í raun breyst. Nú vilja meðlimir beggja flokka í Bandaríkjunum og ráðamenn í Evrópu sömuleiðis koma böndum á þessi fyrirtæki. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að litlar líkur séu á því að þessi þrýstingur gegn Facebook, Google, Amazon og Apple muni hætta á næstunni. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur til að mynda sagt að skoða ætti af alvöru að skipta þessum fyrirtækjum í smærri hluta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði sambærilegt mál gegn Google í síðasta mánuði. Facebook segir yfirlýsingar yfirvalda vera afbökun á sögunni og að til standi að refsa vel heppnuðum fyrirtækjum. Þá tók lögmaður fyrirtækisins fram í gærkvöldi að FTC hefði samþykkt kaup Facebook á bæði Instagram og WhatsApp á árum áður. Facebook er stærsti samfélagsmiðill heims með um 2,7 milljarða notenda á heimsvísu. Það notar persónuupplýsingar notenda til að beina auglýsingum að þeim og er auglýsingasala lang stærsta tekjulind fyrirtækisins. Í fyrra þénaði Facebook rúmlega 70 milljarða dala á sölu auglýsinga. Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Um er að ræða tvær lögsóknir. Eina á vegum FTC, sem stýrt er af Repúblikana, og eina á vegum ríkjanna, en sú lögsókn er leidd af dómsmálaráðherra New York og hún er Demókrati. Letita James, dómsmálaráðherra New York, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að verið væri að senda Facebook og öðrum fyrirtækjum skilaboð um að viðleitni þeirra til að draga úr samkeppni og nýsköpun yrði ekki liðin. Í lögsóknunum segir að markaðsstaða fyrirtækisins hafi komið niður á valmöguleikum notenda og skaðað friðhelgi þeirra. Ráðamenn í Washington DC hafa að mestu látið Facebook og aðra tæknirisa Bandaríkjanna afskiptalausa um árabil. Það er að breytast og hefur í raun breyst. Nú vilja meðlimir beggja flokka í Bandaríkjunum og ráðamenn í Evrópu sömuleiðis koma böndum á þessi fyrirtæki. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að litlar líkur séu á því að þessi þrýstingur gegn Facebook, Google, Amazon og Apple muni hætta á næstunni. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur til að mynda sagt að skoða ætti af alvöru að skipta þessum fyrirtækjum í smærri hluta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði sambærilegt mál gegn Google í síðasta mánuði. Facebook segir yfirlýsingar yfirvalda vera afbökun á sögunni og að til standi að refsa vel heppnuðum fyrirtækjum. Þá tók lögmaður fyrirtækisins fram í gærkvöldi að FTC hefði samþykkt kaup Facebook á bæði Instagram og WhatsApp á árum áður. Facebook er stærsti samfélagsmiðill heims með um 2,7 milljarða notenda á heimsvísu. Það notar persónuupplýsingar notenda til að beina auglýsingum að þeim og er auglýsingasala lang stærsta tekjulind fyrirtækisins. Í fyrra þénaði Facebook rúmlega 70 milljarða dala á sölu auglýsinga.
Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira