Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 13:00 Salah umkringdur leikmönnum Midtjylland í gær. EPA-EFE/Henning Bagger Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Danmerkurmeistarar Midtjylland tóku á móti Englandsmeisturum Liverpool í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-1 jafntefli þar sem Íslandsvinurinn Alexander Scholz skoraði mark heimamanna eftir að Egyptinn Mohamed Salah hafði komið Liverpool yfir strax á 55. sekúndu leiksins. Var þetta fljótasta mark í sögu Liverpool í keppninni. Það er Liverpool hefur aldrei skorað fyrr í leik heldur en á 55. sekúndu. 5 5 seconds @MoSalah with our quickest-ever @ChampionsLeague goal pic.twitter.com/8ipgMb49Wc— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Ekki nóg með það heldur var þetta 22. mark Mo Salah í Meistaradeild Evrópu. Þar með er hann orðinn markahæsti leikmaður félagsins í Meistaradeildinni en hann var jafn goðsögninni Steven Gerrard fyrir leikinn. Gerrard skoraði á sínum tíma 21 mark í treyju Liverpool í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er frábær tilfinning og auðvitað er ég stoltur yfir því að vera markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Meistaradeildinni,“ sagði Egyptinn í viðtali við BT Sport eftir leik gærkvöldsins. „Ég þarf að halda áfram og skora fleiri mörk svo bilið milli mín og annarra leikmanna verði meira. Ég reyni að skora mörk til að hjálpa liðinu að vinna leiki, það er mikilvægast af þessu öllu saman,“ bætti hann við að endingu. "It's a great feeling, of course, something I'm proud of." @MoSalah is hoping to build up a healthy lead after claiming the honour of our all-time top goalscorer in the European Cup...— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Danmerkurmeistarar Midtjylland tóku á móti Englandsmeisturum Liverpool í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-1 jafntefli þar sem Íslandsvinurinn Alexander Scholz skoraði mark heimamanna eftir að Egyptinn Mohamed Salah hafði komið Liverpool yfir strax á 55. sekúndu leiksins. Var þetta fljótasta mark í sögu Liverpool í keppninni. Það er Liverpool hefur aldrei skorað fyrr í leik heldur en á 55. sekúndu. 5 5 seconds @MoSalah with our quickest-ever @ChampionsLeague goal pic.twitter.com/8ipgMb49Wc— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Ekki nóg með það heldur var þetta 22. mark Mo Salah í Meistaradeild Evrópu. Þar með er hann orðinn markahæsti leikmaður félagsins í Meistaradeildinni en hann var jafn goðsögninni Steven Gerrard fyrir leikinn. Gerrard skoraði á sínum tíma 21 mark í treyju Liverpool í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er frábær tilfinning og auðvitað er ég stoltur yfir því að vera markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Meistaradeildinni,“ sagði Egyptinn í viðtali við BT Sport eftir leik gærkvöldsins. „Ég þarf að halda áfram og skora fleiri mörk svo bilið milli mín og annarra leikmanna verði meira. Ég reyni að skora mörk til að hjálpa liðinu að vinna leiki, það er mikilvægast af þessu öllu saman,“ bætti hann við að endingu. "It's a great feeling, of course, something I'm proud of." @MoSalah is hoping to build up a healthy lead after claiming the honour of our all-time top goalscorer in the European Cup...— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn