Viðskipti erlent

Facebook Messenger liggur niðri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Facebook Messenger er samskiptaforrit samfélagsmiðlarisans Facebook.
Facebook Messenger er samskiptaforrit samfélagsmiðlarisans Facebook. Vísir/Getty

Samskiptaforritið Facebook Messenger virðist liggja niðri nú í morgun. Bilunin virðist einkum hrjá notendur forritsins í Evrópu, þar á meðal á Íslandi.

Notendur forritsins hafa í morgun fengið meldingu um að engin nettenging sé til staðar, þó að sú sé raunin, og ekki getað sent eða móttekið skilaboð. Ekki er ljóst hvað veldur því að Messenger liggur niðri en svo virðist sem notendur í bæði tölvum og snjalltækjum glími við vandann.

Samkvæmt vefsíðunni Downdetector.com hefur tilkynningum um bilun í Messenger rignt inn á síðasta klukkutímanum, sem einmitt bendir til þess að forritið liggi víða niðri. Samkvæmt korti á síðunni berast villumeldingarnar helst frá löndum í Evrópu, auk Filippseyja.

Tilkynningar hafa helst borist frá Evrópu, samkvæmt korti Downdetector.

Þá hafa notendur á Twitter furðað sig á málinu í morgun, líkt og sjá má á færslunum hér fyrir neðan.

https://twitter.com/angelxreys/status/1336977205490958336






Fleiri fréttir

Sjá meira


×