Conte reiður út í Capello: „Hugsaðu áður en þú spyrð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2020 15:31 Antonio Conte gat ekki leynt óánægju sinni eftir leikinn gegn Shakhtar Donetsk í gær. getty/Jonathan Moscrop Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var langt frá því að vera sáttur eftir að hans menn duttu út úr Meistaradeild Evrópu og reifst meðal annars við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali. Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Fyrir vikið endaði Inter í neðsta sæti B-riðils og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Eftir leikinn gegn Shakhtar mætti Conte í viðtal hjá Sky Sports þar sem Capello spurði hann nokkurra spurninga. Meðal þeirra var hvort Conte hefði ekki verið með neitt plan B í leiknum. Conte tók ekki vel í þá spurningu. „Hugsaðu áður en þú spyrð,“ svaraði Conte. „Jú, við vorum með plan B en ég mun ekki tala opinberlega um það því þá vita andstæðingar okkar af því og það verður gagnlaust.“ Eftir þetta stutta en vandræðalega viðtal sakaði Capello Conte um virðingarleysi. „Við fengum engar skýringar á leiknum. Það er auðvelt að koma hingað brosandi eftir sigur. En þú þarft að sýna öllum sem vinna í kringum fótboltann, fjölmiðlafólki og samherjum, meiri virðingu.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn á San Siro í gær sagði Conte að Inter hefði verið óheppið með dómgæslu í Meistaradeildinni í haust. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur þegar kemur að dómurum og VAR. Nú þegar við erum úr leik finnst mér ég þurfa að segja þetta: svo virðist sem Inter hafi ekki fengið nógu mikla virðingu, ef þú lítur til baka og horfir á atvikin sem voru ekki skoðuð eða metin,“ sagði Conte sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni á ferlinum. Capello stýrði AC Milan til sigurs í Meistaradeildinni 1994 og kom liðinu í úrslit keppninnar 1993 og 1995. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira
Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Fyrir vikið endaði Inter í neðsta sæti B-riðils og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Eftir leikinn gegn Shakhtar mætti Conte í viðtal hjá Sky Sports þar sem Capello spurði hann nokkurra spurninga. Meðal þeirra var hvort Conte hefði ekki verið með neitt plan B í leiknum. Conte tók ekki vel í þá spurningu. „Hugsaðu áður en þú spyrð,“ svaraði Conte. „Jú, við vorum með plan B en ég mun ekki tala opinberlega um það því þá vita andstæðingar okkar af því og það verður gagnlaust.“ Eftir þetta stutta en vandræðalega viðtal sakaði Capello Conte um virðingarleysi. „Við fengum engar skýringar á leiknum. Það er auðvelt að koma hingað brosandi eftir sigur. En þú þarft að sýna öllum sem vinna í kringum fótboltann, fjölmiðlafólki og samherjum, meiri virðingu.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn á San Siro í gær sagði Conte að Inter hefði verið óheppið með dómgæslu í Meistaradeildinni í haust. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur þegar kemur að dómurum og VAR. Nú þegar við erum úr leik finnst mér ég þurfa að segja þetta: svo virðist sem Inter hafi ekki fengið nógu mikla virðingu, ef þú lítur til baka og horfir á atvikin sem voru ekki skoðuð eða metin,“ sagði Conte sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni á ferlinum. Capello stýrði AC Milan til sigurs í Meistaradeildinni 1994 og kom liðinu í úrslit keppninnar 1993 og 1995. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira