Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2020 19:00 Einar Georgsson, lánasérfræðingur hjá HMS, og Inga Rós Gunnarsdóttir. Vísir/Egill Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í september. Síðan þá hafa borist 192 umsóknir og þar af hafa 72 verið samþykktar í þessari fyrstu úthlutun. Önnur úthlutun fer fram í lok desember og í framhaldinu verður lánunum úthlutað sex sinnum á ári. Heildarfjárhæð samþykktra lána er 617 milljónir og meðalaldur umsækjenda er 34 ár. „Þetta eru rosalega stór tímamót og við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) erum ofboðslega ánægð með að geta tekið þátt í þessu,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS. Inga Rós Gunnarsdóttir var fyrsti lántakandinn en hún mun flytja í nýbyggingu í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum og syni í febrúar. „Við fjölskyldan erum búin að vera á leigumarkaði lengi og átt erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð þannig að okkur þótti sniðugt að sækja um. Þetta er að hjálpa okkur að eignast okkar fyrstu íbúð og við erum ótrúlega ánægð með það,“ segir Inga. „Þetta er mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna.“ Þá segir hún að afborganirnar af íbúðaláni verði töluvert lægri en á leigumarkaðnum. „Það munar miklu á leiguverðinu og það sem við munum borga af íbúðinni,“ segir hún. „Við vorum að borga um 220 þúsund á mánuði fyrir um 69 fermetra íbúð.“ Einar Georgsson lánasérfræðingur afhenti Ingu Rós blómvönd og hamingjuóskir í nýju íbúðinni hennar í dag, en hún fær hana formlega afhenta í febrúarmánuði. „Við erum með þessu að horfa á fyrstu kaupendur sem hafa verið á leigumarkaði og ekki náð að safna eigið fé. Þar erum við að koma inn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hjálpa með þann hluta útborgunarinnar. Þannig að fólk sem er þannig statt fær íbúðalán frá fjármálafyrirtæki og svo erum við að hjálpa með eigið féð,“ segir Einar. Nú þegar hefur stofnunin samþykkt 468 íbúðir, þar af 200 á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf um að byggja hagkvæmar íbúðir sem hægt verður að fjármagna með hlutdeildarláni, en þeir hyggjast byggja ríflega 2.300 íbúðir, þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Anna Guðmunda vonar að hlutdeildarlánin leiði til aukningar á nýjum, hagkvæmum íbúðum á fasteignamarkaði.Vísir/Egill „Við vonumst til að hlutdeildarlán hafi þau áhrif að það verði farið að byggja meira. Það vantar að byggja meira. Það er óuppfyllt íbúðaþörf núna. Það eru í raun og veru ekki nægilega margar íbúðir til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar á landinu. Við sjáum í raun og veru skýr merki um það að það er að draga verulega saman í nýbyggingum, sem er hættulegt á þessu stigi, þannig að við vonumst til að þetta vinni á móti því,“ segir Anna Guðmunda. Hlutdeildarlánin gera ráð fyrir að kaupandi þurfi aðeins að leggja fram fimm prósent kaupverðs í útborgum, og taki 75 prósent húsnæðislán. Í framhaldinu veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir 20 prósent kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af láninu en lántaki endurgreiðir það þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Lánið er veitt til tíu ára en hægt er að framlengja lánstíma um fimm ár í senn. Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í september. Síðan þá hafa borist 192 umsóknir og þar af hafa 72 verið samþykktar í þessari fyrstu úthlutun. Önnur úthlutun fer fram í lok desember og í framhaldinu verður lánunum úthlutað sex sinnum á ári. Heildarfjárhæð samþykktra lána er 617 milljónir og meðalaldur umsækjenda er 34 ár. „Þetta eru rosalega stór tímamót og við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) erum ofboðslega ánægð með að geta tekið þátt í þessu,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS. Inga Rós Gunnarsdóttir var fyrsti lántakandinn en hún mun flytja í nýbyggingu í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum og syni í febrúar. „Við fjölskyldan erum búin að vera á leigumarkaði lengi og átt erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð þannig að okkur þótti sniðugt að sækja um. Þetta er að hjálpa okkur að eignast okkar fyrstu íbúð og við erum ótrúlega ánægð með það,“ segir Inga. „Þetta er mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna.“ Þá segir hún að afborganirnar af íbúðaláni verði töluvert lægri en á leigumarkaðnum. „Það munar miklu á leiguverðinu og það sem við munum borga af íbúðinni,“ segir hún. „Við vorum að borga um 220 þúsund á mánuði fyrir um 69 fermetra íbúð.“ Einar Georgsson lánasérfræðingur afhenti Ingu Rós blómvönd og hamingjuóskir í nýju íbúðinni hennar í dag, en hún fær hana formlega afhenta í febrúarmánuði. „Við erum með þessu að horfa á fyrstu kaupendur sem hafa verið á leigumarkaði og ekki náð að safna eigið fé. Þar erum við að koma inn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hjálpa með þann hluta útborgunarinnar. Þannig að fólk sem er þannig statt fær íbúðalán frá fjármálafyrirtæki og svo erum við að hjálpa með eigið féð,“ segir Einar. Nú þegar hefur stofnunin samþykkt 468 íbúðir, þar af 200 á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf um að byggja hagkvæmar íbúðir sem hægt verður að fjármagna með hlutdeildarláni, en þeir hyggjast byggja ríflega 2.300 íbúðir, þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Anna Guðmunda vonar að hlutdeildarlánin leiði til aukningar á nýjum, hagkvæmum íbúðum á fasteignamarkaði.Vísir/Egill „Við vonumst til að hlutdeildarlán hafi þau áhrif að það verði farið að byggja meira. Það vantar að byggja meira. Það er óuppfyllt íbúðaþörf núna. Það eru í raun og veru ekki nægilega margar íbúðir til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar á landinu. Við sjáum í raun og veru skýr merki um það að það er að draga verulega saman í nýbyggingum, sem er hættulegt á þessu stigi, þannig að við vonumst til að þetta vinni á móti því,“ segir Anna Guðmunda. Hlutdeildarlánin gera ráð fyrir að kaupandi þurfi aðeins að leggja fram fimm prósent kaupverðs í útborgum, og taki 75 prósent húsnæðislán. Í framhaldinu veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir 20 prósent kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af láninu en lántaki endurgreiðir það þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Lánið er veitt til tíu ára en hægt er að framlengja lánstíma um fimm ár í senn.
Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira