Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2020 19:36 Bróðurpartur bóluefnisins sem kemur til landsins verður nýttur í að bólusetja framlínustarfsfólks, en langflestir þeirra starfa á Landspítalanum. Vísir/Egill Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. Að óbreyttu munu 21 þúsund skammtar fyrir um 10.600 manns koma til landsins um áramót en þeir verða að mestu nýttir í að bólusetja forgangshópa út frá forgangslista heilbrigðisráðuneytisins; heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur á bráðamóttöku og gjörgæsludeild, covid-19 göngudeild og sem framkvæmir sýnatökur vegna covid, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis fá einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa bólusetningu. Þessir 21 þúsund skammtar eru um 3,8 prósent af því bóluefni sem ríkið er búið að tryggja sér. Það mun hins vegar ekki koma í ljós hvort Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fyrr en 29. desember þegar stofnunin tekur afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu metur í rauninni árangur og aukaverkanir af bólusetningu og það veitir einungis markaðsleyfi ef það álítur árangurinn vera þannig að þetta gagnist fólki meira. Það er dagsetningin sem horft er svolítið á. Auðvitað vitum við ekki hvað kemur út úr honum. En þá er ekki bara metið hvort það komi markaðsleyfi eða ekki heldur hvað er ekki vitað, hvað viljum við vita betur. Þó við vitum ekki eitthvað, er það samt nægilega öruggt til að það sé hægt að fara að nota það. Þannig að sú niðurstaða kemur vonandi 29. desember,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun. Hrefna segir að mikið ákall sé um gegnsæi í tengslum við bólusetningar og því hafi Lyfjastofnun Evrópu boðað til opins fundar fyrir almenning til að fara yfir þróun bóluefna og ástæður þess hve stuttan tíma þróunin hefur tekið. „Þegar lyfjafyrirtæki sækja um markaðsleyfi þá gera þau nánast allar rannsóknirnar áður en það er sótt um leyfið. Og þetta getur tekið nokkur ár. Í þessu áfangamati varðandi bóluefnin að þá eru gögn send inn til Lyfjastofnunar Evrópu bara þegar niðurstöður úr dýratilraunum liggja fyrir eða fyrstu rannsóknir á mönnum, og þá er það metið og gefið álit á því hvað þurfi að gera meira og svo framvegis. Þannig að þetta er allt metið í áföngum í staðinn fyrir að meta allt í einum pakka,“ segir Hrefna, aðspurð um hvernig hægt sé að stytta tímann í þróuninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Að óbreyttu munu 21 þúsund skammtar fyrir um 10.600 manns koma til landsins um áramót en þeir verða að mestu nýttir í að bólusetja forgangshópa út frá forgangslista heilbrigðisráðuneytisins; heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur á bráðamóttöku og gjörgæsludeild, covid-19 göngudeild og sem framkvæmir sýnatökur vegna covid, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis fá einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa bólusetningu. Þessir 21 þúsund skammtar eru um 3,8 prósent af því bóluefni sem ríkið er búið að tryggja sér. Það mun hins vegar ekki koma í ljós hvort Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fyrr en 29. desember þegar stofnunin tekur afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu metur í rauninni árangur og aukaverkanir af bólusetningu og það veitir einungis markaðsleyfi ef það álítur árangurinn vera þannig að þetta gagnist fólki meira. Það er dagsetningin sem horft er svolítið á. Auðvitað vitum við ekki hvað kemur út úr honum. En þá er ekki bara metið hvort það komi markaðsleyfi eða ekki heldur hvað er ekki vitað, hvað viljum við vita betur. Þó við vitum ekki eitthvað, er það samt nægilega öruggt til að það sé hægt að fara að nota það. Þannig að sú niðurstaða kemur vonandi 29. desember,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun. Hrefna segir að mikið ákall sé um gegnsæi í tengslum við bólusetningar og því hafi Lyfjastofnun Evrópu boðað til opins fundar fyrir almenning til að fara yfir þróun bóluefna og ástæður þess hve stuttan tíma þróunin hefur tekið. „Þegar lyfjafyrirtæki sækja um markaðsleyfi þá gera þau nánast allar rannsóknirnar áður en það er sótt um leyfið. Og þetta getur tekið nokkur ár. Í þessu áfangamati varðandi bóluefnin að þá eru gögn send inn til Lyfjastofnunar Evrópu bara þegar niðurstöður úr dýratilraunum liggja fyrir eða fyrstu rannsóknir á mönnum, og þá er það metið og gefið álit á því hvað þurfi að gera meira og svo framvegis. Þannig að þetta er allt metið í áföngum í staðinn fyrir að meta allt í einum pakka,“ segir Hrefna, aðspurð um hvernig hægt sé að stytta tímann í þróuninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira