Hæstiréttur féllst ekki á að ógilda úrslitin Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 09:11 Trump segir niðurstöðu réttarins vonbrigði. Hæstiréttur hafi brugðist. Getty/Al drago Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember. Taldi rétturinn að ríkið hefði ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Lögsóknin snerist um úrslit kosninganna í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin og var studd af Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur hafði hann kallað málið „það stóra“ og vonaðist til að Hæstiréttur myndi fallast á kröfuna, með þeim afleiðingum að Biden myndi missa meirihluta sinn og tryggja þannig áframhaldandi embættissetu Trumps. Í úrskurði Hæstaréttar segir að það sé ekki réttur Texas-ríkis að lögsækja ríkin, enda hefði ekki verið sýnt fram á lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu um hvernig önnur ríki Bandaríkjanna framkvæma kosningar að því er fram kemur í frétt AP. Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum á Twitter-síðu sinni og sagði Hæstarétt hafa brugðist. „Engin viska, ekkert hugrekki,“ skrifaði hann eftir að niðurstaða var ljós. The Supreme Court really let us down. No Wisdom, No Courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Sjálfur hefur Trump skipað þrjá Hæstaréttardómara í forsetatíð sinni. Fyrst Neil Gorsuch árið 2017, Brett Kavanaugh árið 2018 og síðast Amy Coney Barrett í september á þessu ári eftir að Ruth Bader Ginsburg lést í september. Meirihluti réttarins var því nú á íhaldssamari væng stjórnmálanna, eða sex af níu. Enginn þeirra dómara sem Trump skipaði hefur skilað sératkvæði í málum sem snúa að kosningunum, en tvö mál hafa komið til kasta dómstólsins í vikunni með litlum árangri fyrir repúblikana. Trump segir málinu hafa verið „kastað frá“ án þess að dómurinn hafi svo mikið sem litið á þær „fjölmörgu ástæður“ sem færðar voru fram. ....that, after careful study and consideration, think you got “screwed”, something which will hurt them also. Many others likewise join the suit but, within a flash, it is thrown out and gone, without even looking at the many reasons it was brought. A Rigged Election, fight on!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Lögsóknin snerist um úrslit kosninganna í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin og var studd af Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur hafði hann kallað málið „það stóra“ og vonaðist til að Hæstiréttur myndi fallast á kröfuna, með þeim afleiðingum að Biden myndi missa meirihluta sinn og tryggja þannig áframhaldandi embættissetu Trumps. Í úrskurði Hæstaréttar segir að það sé ekki réttur Texas-ríkis að lögsækja ríkin, enda hefði ekki verið sýnt fram á lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu um hvernig önnur ríki Bandaríkjanna framkvæma kosningar að því er fram kemur í frétt AP. Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum á Twitter-síðu sinni og sagði Hæstarétt hafa brugðist. „Engin viska, ekkert hugrekki,“ skrifaði hann eftir að niðurstaða var ljós. The Supreme Court really let us down. No Wisdom, No Courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Sjálfur hefur Trump skipað þrjá Hæstaréttardómara í forsetatíð sinni. Fyrst Neil Gorsuch árið 2017, Brett Kavanaugh árið 2018 og síðast Amy Coney Barrett í september á þessu ári eftir að Ruth Bader Ginsburg lést í september. Meirihluti réttarins var því nú á íhaldssamari væng stjórnmálanna, eða sex af níu. Enginn þeirra dómara sem Trump skipaði hefur skilað sératkvæði í málum sem snúa að kosningunum, en tvö mál hafa komið til kasta dómstólsins í vikunni með litlum árangri fyrir repúblikana. Trump segir málinu hafa verið „kastað frá“ án þess að dómurinn hafi svo mikið sem litið á þær „fjölmörgu ástæður“ sem færðar voru fram. ....that, after careful study and consideration, think you got “screwed”, something which will hurt them also. Many others likewise join the suit but, within a flash, it is thrown out and gone, without even looking at the many reasons it was brought. A Rigged Election, fight on!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35
27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51