Rúnar Kárason segir landsliðsferlinum lokið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 14:16 Rúnar Kárason mun ekki leika fleiri landsleiki. Mynd/AFP Skyttan Rúnar Kárason hefur farið mikinn með liði sínu Ribe-Esbjerg í Danmörku undanfarið. Hann segir hins vegar að landsliðsferli sínum sé lokið. Þetta kom fram í viðtali Rúnars við handbolti.is sem birt var í dag. „Ég er sáttur með stöðu mála. Náði að leika hundrað landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Er stoltur að hafa fengið tækifæri til að leika með landsliðinu í eitt hundrað skipti og það er góður áfangi finnst mér,“ sagði hinn 32 ára gamli Rúnar um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Rúnar var ekki valinn í 35 manna hóp Guðmunds Guðmundssonar fyrir HM í Egyptalandi en hann segir það ekki skipta sig miklu máli. Hann telur sig hafa leikið sinn síðasta leik og að landsliðsferli hans sé lokið. „Langaði ekki að vera þarna“ „Þegar ég kom til æfinga landsliðsins í lok desember 2018 sagði ég Guðmundi að ég hafi verið meiddur sé ekki í toppstandi. Fengi ég að æfa skynsamlega þá hefði ég trú á að ég kæmist í gang fyrir HM.“ „Þegar á reyndi þá var ég ekki tilbúinn í slaginn, líkamlega var ég ekki á þeim stað sem til þurfti það var ljóst. Á æfingamóti í Noregi skömmu fyrir HM leið mér ekki vel og tókst ekki að gera það sem ég vildi geta gert,“ segir Rúnar. Skömmu síðar var ljóst að hann væri ekki lengur inn í myndinni hjá Guðmundi. Landsliðsþjálfarinn hafði kallað Teit Örn Einarsson inn í hópinn. „Guðmundur sagði mér í framhaldinu að vegna þess að mér hefði ekki tekist að spila mig í það form sem vonir stóðu til þá færi ég ekki með á HM. Þá um leið fann ég fyrir miklum létti af því að mig langaði ekki að vera þarna,“ segir Rúnar. Skyttan öfluga segir að bæði Guðmundur og Gunnar Magnússon hafi haft samband síðan en staða hans sé sú sama. Hann sé ekki tilbúinn í leiki með íslenska landsliðinu og það sé ekki sanngjarnt af honum að halda mönnum sem vilji vera í hóp utan hóps. „Held að sú ákvörðun mín að stíga til hliðar þegar Guðmundur ákvað að velja mig ekki í hópinn á sínum tíma hafi verið best fyrir alla. Ég er að minnsta kosti mjög sáttur,“ sagði Rúnar Kárason að lokum við handbolti.is. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Rúnars við handbolti.is sem birt var í dag. „Ég er sáttur með stöðu mála. Náði að leika hundrað landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Er stoltur að hafa fengið tækifæri til að leika með landsliðinu í eitt hundrað skipti og það er góður áfangi finnst mér,“ sagði hinn 32 ára gamli Rúnar um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Rúnar var ekki valinn í 35 manna hóp Guðmunds Guðmundssonar fyrir HM í Egyptalandi en hann segir það ekki skipta sig miklu máli. Hann telur sig hafa leikið sinn síðasta leik og að landsliðsferli hans sé lokið. „Langaði ekki að vera þarna“ „Þegar ég kom til æfinga landsliðsins í lok desember 2018 sagði ég Guðmundi að ég hafi verið meiddur sé ekki í toppstandi. Fengi ég að æfa skynsamlega þá hefði ég trú á að ég kæmist í gang fyrir HM.“ „Þegar á reyndi þá var ég ekki tilbúinn í slaginn, líkamlega var ég ekki á þeim stað sem til þurfti það var ljóst. Á æfingamóti í Noregi skömmu fyrir HM leið mér ekki vel og tókst ekki að gera það sem ég vildi geta gert,“ segir Rúnar. Skömmu síðar var ljóst að hann væri ekki lengur inn í myndinni hjá Guðmundi. Landsliðsþjálfarinn hafði kallað Teit Örn Einarsson inn í hópinn. „Guðmundur sagði mér í framhaldinu að vegna þess að mér hefði ekki tekist að spila mig í það form sem vonir stóðu til þá færi ég ekki með á HM. Þá um leið fann ég fyrir miklum létti af því að mig langaði ekki að vera þarna,“ segir Rúnar. Skyttan öfluga segir að bæði Guðmundur og Gunnar Magnússon hafi haft samband síðan en staða hans sé sú sama. Hann sé ekki tilbúinn í leiki með íslenska landsliðinu og það sé ekki sanngjarnt af honum að halda mönnum sem vilji vera í hóp utan hóps. „Held að sú ákvörðun mín að stíga til hliðar þegar Guðmundur ákvað að velja mig ekki í hópinn á sínum tíma hafi verið best fyrir alla. Ég er að minnsta kosti mjög sáttur,“ sagði Rúnar Kárason að lokum við handbolti.is.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira