Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu hjá þeim sem hafa greinst með Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 09:53 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni. Vísir/Vilhelm Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 sýna að þeir einstaklingar sem hafa greinst með sjúkdóminn eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu. Þetta á sérstaklega við um þau sem urðu alvarlega veik af sjúkdómnum. Þá eiga svipaðar vísbendingar við þau sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með Covid-19. Fjallað er um þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á vef Háskóla Íslands í dag og þá verður Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sem fer fyrir rannsóknarhópnum, gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Markmið rannsóknarinnar er að afla víðtækrar þekkingar á áhrifum kórónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Alls skráðu 23 þúsund manns sig til þátttöku í rannsókninni í vor og sumar, þar af um 400 einstaklingar sem greinst hafa með COVID-19. Síðna þá hafa vísindamennirnir unnið að því að greina gögnin og þá sérstaklega beint sjónum sínum að mögulegum áhættuhópum. Frumniðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar sem hafa beinlínis komist í snertingu við faraldurinn sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. „Þær sýna að einstaklingar sem hafa greinst með COVID-19 eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu, sérstaklega þau sem urðu verulega veik af sjúkdómnum. Þá eru vísbendingar um neikvæð andleg einkenni meðal einstaklinga sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19,“ segir Unnur Anna á vef HÍ. Hún segir að enn sem komið er séu ekki sterkar vísbendingar um víðtæk slæm áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar vegna faraldursins og/eða sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hins vegar séu dæmi um slíkt erlendis frá þar sem faraldurinn hafi farið úr böndunum. „Við höfum hingað til komist hjá því að missa alveg tök á faraldrinum og neikvæð áhrif á geðheilbrigði virðast því fyrst og fremst koma fram í áhættuhópum, til dæmis meðal þeirra sem verið hafa útsett fyrir smiti innan fjölskyldunnar. Þá eru einnig merki um að einstaklingar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi í faraldrinum séu í aukinni hættu á vanlíðan,“ segir Unnur. Nánar má lesa um málið á vef Háskóla Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Þá eiga svipaðar vísbendingar við þau sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með Covid-19. Fjallað er um þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á vef Háskóla Íslands í dag og þá verður Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sem fer fyrir rannsóknarhópnum, gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Markmið rannsóknarinnar er að afla víðtækrar þekkingar á áhrifum kórónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Alls skráðu 23 þúsund manns sig til þátttöku í rannsókninni í vor og sumar, þar af um 400 einstaklingar sem greinst hafa með COVID-19. Síðna þá hafa vísindamennirnir unnið að því að greina gögnin og þá sérstaklega beint sjónum sínum að mögulegum áhættuhópum. Frumniðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar sem hafa beinlínis komist í snertingu við faraldurinn sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. „Þær sýna að einstaklingar sem hafa greinst með COVID-19 eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu, sérstaklega þau sem urðu verulega veik af sjúkdómnum. Þá eru vísbendingar um neikvæð andleg einkenni meðal einstaklinga sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19,“ segir Unnur Anna á vef HÍ. Hún segir að enn sem komið er séu ekki sterkar vísbendingar um víðtæk slæm áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar vegna faraldursins og/eða sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hins vegar séu dæmi um slíkt erlendis frá þar sem faraldurinn hafi farið úr böndunum. „Við höfum hingað til komist hjá því að missa alveg tök á faraldrinum og neikvæð áhrif á geðheilbrigði virðast því fyrst og fremst koma fram í áhættuhópum, til dæmis meðal þeirra sem verið hafa útsett fyrir smiti innan fjölskyldunnar. Þá eru einnig merki um að einstaklingar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi í faraldrinum séu í aukinni hættu á vanlíðan,“ segir Unnur. Nánar má lesa um málið á vef Háskóla Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira