Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 17:38 Auður skemmti gestum og gangandi fyrir utan Prikið síðasta laugardag. Facebook/Prikið Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. Prikið hefur undanfarnar vikur verið lokað fyrir gestum en ýmsir viðburðir á vegum staðarins hafa verið sýndir í glugganum og þeim einnig verið streymt á netinu. „Okkur finnst mikilvægt eins og mörgum öðrum, að hafa eitthvað líf í glugganum, hafa ljósin kveikt og skapa einhverja vinnu fyrir okkar góða listafólk og plötusnúða,“ skrifar Prikið í tilkynningu á Facebook. Tilkynning: Undanfarnar vikur höfum við á Prikinu verið með allskonar skemmtilega viðburði í glugganum okkar sem hefur...Posted by Prikið Kaffihús on Monday, December 14, 2020 Þar stendur jafnframt að áhugi fyrir tónleikum Auðar hafi verið mikill, sem hefði mátt sjá fyrir enda Auður einn af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Hópur hafi myndast fyrir utan staðinn í þær 25 mínútur sem hann spilaði. Því hafi forsvarsmenn staðarins ákveðið að leggja höfuðáherslu á streymi frá þeim viðburðum sem búið er að skipuleggja fyrir jólin. „Við munum draga gluggatjöldin fyrir, en allir landsmenn geta notið tónleikanna á netinu. Listamennirnir fá að sinna sinni vinnu, og við hin að njóta hennar. Þetta er gert í góðu samráði við Reykjavíkurborg sem hefur verið í samtali við sóttvarnalækni um málið,“ segir í tilkynningunni. Næstu áformuðu tónleikar á Prikinu eru með Bríet klukkan 16 á fimmtudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. 14. desember 2020 08:52 Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13. desember 2020 21:26 Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Prikið hefur undanfarnar vikur verið lokað fyrir gestum en ýmsir viðburðir á vegum staðarins hafa verið sýndir í glugganum og þeim einnig verið streymt á netinu. „Okkur finnst mikilvægt eins og mörgum öðrum, að hafa eitthvað líf í glugganum, hafa ljósin kveikt og skapa einhverja vinnu fyrir okkar góða listafólk og plötusnúða,“ skrifar Prikið í tilkynningu á Facebook. Tilkynning: Undanfarnar vikur höfum við á Prikinu verið með allskonar skemmtilega viðburði í glugganum okkar sem hefur...Posted by Prikið Kaffihús on Monday, December 14, 2020 Þar stendur jafnframt að áhugi fyrir tónleikum Auðar hafi verið mikill, sem hefði mátt sjá fyrir enda Auður einn af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Hópur hafi myndast fyrir utan staðinn í þær 25 mínútur sem hann spilaði. Því hafi forsvarsmenn staðarins ákveðið að leggja höfuðáherslu á streymi frá þeim viðburðum sem búið er að skipuleggja fyrir jólin. „Við munum draga gluggatjöldin fyrir, en allir landsmenn geta notið tónleikanna á netinu. Listamennirnir fá að sinna sinni vinnu, og við hin að njóta hennar. Þetta er gert í góðu samráði við Reykjavíkurborg sem hefur verið í samtali við sóttvarnalækni um málið,“ segir í tilkynningunni. Næstu áformuðu tónleikar á Prikinu eru með Bríet klukkan 16 á fimmtudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. 14. desember 2020 08:52 Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13. desember 2020 21:26 Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. 14. desember 2020 08:52
Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13. desember 2020 21:26
Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30