Handbolti

Ómar fór á kostum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ómar Ingi fagnar marki fyrr á leiktíðinni en hann lék á als oddi í dag.
Ómar Ingi fagnar marki fyrr á leiktíðinni en hann lék á als oddi í dag. Uwe Anspach/Getty

Það styttist í HM í Egyptalandi og það bárust góðar fréttir frá Þýskalandi í kvöld er nokkrir íslensku landsliðsmannanna áttu skínandi leiki í þýska boltanum í kvöld.

Ómar Ingi Magnússon átti frábæran leik fyrir Magdeburg er liðið vann öruggan sigur á Erlangen, 36-26.

Magdeburg var 16-12 yfir í hálfleik og hélt gestunum frá Erlangen alltaf í þægilegri fjarlægð. Ómar Ingi skoraði ellefu mörk og var markahæstur á vellinum en Gísli Þorgeir Kristjánson komst ekki á blað.

Magdeburg er með fjórtán stig í áttunda sæti deildarinnar en Janus Daði Smárason komst ekki á blað fyrir Göppingen sem vann öruggan sigur á Coburg 2000, 29-21. Göppingen er í 6. sæti deildarinnar.

Arnór Þór Gunnarsson var markahæsti maður Bergrischer sem lenti í engum vandræðum með Ludwigshafen á heimavelli. Lokatölur 27-18 en Arnór Þór skoraði sex mörk fyrir Bergrischer sem situr í 11. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×