Viðskipti innlent

Sænskur banki semur við Meniga

Atli Ísleifsson skrifar
Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnenda Meniga.
Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnenda Meniga. Aðsend

Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Þetta kemur fram í tilkynningu, en þar segir að Swedbank sé stærsti banki Svíþjóðar með rúmlega sjö milljónir einstaklinga og 600 þúsund fyrirtæki í viðskiptum. Þá sé bankinn einnig með mikla hlutdeild á bankamarkaði í Eystrasaltslöndunum.

Haft er eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og eins af stofnendum Meniga, að samstarfið styrki stöðu Meniga enn frekar sem markaðsleiðtoga á sviði netbankalausna í Evrópu.

Viðskiptavinir geti þannig séð tekju- og útgjaldaskýrslur, búið til fjárhagsáætlanir og sett sér útgjaldamarkmið. Eru lausnirnar sambærilegar við þær sem Íslendinga þekkja hér heima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×