Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2020 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann ítarlega yfir stöðu bólusetninga á Íslandi, sem eiga að hefjast nú í desember. Samkvæmt samningi Íslands við ESB og Pfizer hafi verið tryggðir skammtar fyrir alls 85 þúsund manns. Vegna skorts á hráefni seinkar framleiðslunni og við fáum minna bóluefni til landsins en til stóð á næstu mánuðum. Bóluefni fyrir 5000 manns kemur til landsins um jólin og aftur fáum við sendingu í janúar eða febrúar, skammta fyrir 8000 manns. Þetta þýði að aftur þurfi að stokka upp í forgangsröðun bólusetningarinnar og áformað að hefja strax bólusetningu eftir jólin eins fljótt og hægt er. Byrjað verður á því að bólusetja framlínufólk í heilbrigðisstéttum, um þúsund manns, og vistmenn á hjúkrunarheimilum, sem telja um 3-4000 manns. Í janúar og febrúar verði elstu aldurshópar áfram bólusettir. Áfram aðgerðir fram á mitt næsta ár hið minnsta Eftir það sagði Þórólfur framhaldið óljóst. Hann kvaðst ekki búast við að gott hjarðónæmi, þ.e. ónæmi fyrir a.m.k. 65 prósent þjóðarinnar, náist fyrr en á seinni hluta næsta árs, 2021. Ekki væri reiknað með frekara bóluefni til landsins fyrr en um mitt næsta ár eða seinni hluta ársins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður talið að hjarðónæmi gæti verið komið hér á landi í lok mars. Landsmenn muni því að sögn Þórólfs áfram þurfa að búa við takmarkanir á næsta ári og þurfa að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum. Hægt verði að aflétta einhverjum takmörkunum undir mitt ár þegar búið verður að bólusetja viðkvæmustu hópa. Vonast hefði verið til að sjá hraðari og fjölmennari bólusetningar strax eftir áramót en raunin verður. Ekki verði hægt að slaka á þeim takmörkunum sem nú eru í gangi fyrr en skýrist hvernig faraldurinn hegðar sér á næstu dögum og vikum. Tilslakanir væru þó alltaf í skoðun en þjóðin þyrfti áfram að standa saman og passa sig. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann ítarlega yfir stöðu bólusetninga á Íslandi, sem eiga að hefjast nú í desember. Samkvæmt samningi Íslands við ESB og Pfizer hafi verið tryggðir skammtar fyrir alls 85 þúsund manns. Vegna skorts á hráefni seinkar framleiðslunni og við fáum minna bóluefni til landsins en til stóð á næstu mánuðum. Bóluefni fyrir 5000 manns kemur til landsins um jólin og aftur fáum við sendingu í janúar eða febrúar, skammta fyrir 8000 manns. Þetta þýði að aftur þurfi að stokka upp í forgangsröðun bólusetningarinnar og áformað að hefja strax bólusetningu eftir jólin eins fljótt og hægt er. Byrjað verður á því að bólusetja framlínufólk í heilbrigðisstéttum, um þúsund manns, og vistmenn á hjúkrunarheimilum, sem telja um 3-4000 manns. Í janúar og febrúar verði elstu aldurshópar áfram bólusettir. Áfram aðgerðir fram á mitt næsta ár hið minnsta Eftir það sagði Þórólfur framhaldið óljóst. Hann kvaðst ekki búast við að gott hjarðónæmi, þ.e. ónæmi fyrir a.m.k. 65 prósent þjóðarinnar, náist fyrr en á seinni hluta næsta árs, 2021. Ekki væri reiknað með frekara bóluefni til landsins fyrr en um mitt næsta ár eða seinni hluta ársins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður talið að hjarðónæmi gæti verið komið hér á landi í lok mars. Landsmenn muni því að sögn Þórólfs áfram þurfa að búa við takmarkanir á næsta ári og þurfa að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum. Hægt verði að aflétta einhverjum takmörkunum undir mitt ár þegar búið verður að bólusetja viðkvæmustu hópa. Vonast hefði verið til að sjá hraðari og fjölmennari bólusetningar strax eftir áramót en raunin verður. Ekki verði hægt að slaka á þeim takmörkunum sem nú eru í gangi fyrr en skýrist hvernig faraldurinn hegðar sér á næstu dögum og vikum. Tilslakanir væru þó alltaf í skoðun en þjóðin þyrfti áfram að standa saman og passa sig.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira