Noregs- og bikarmeistarinn Ingibjörg í liði ársins | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 17:00 Ingibjörg Sigurðardóttir var í dag valin í lið ársins hjá norsku fréttastofunni NTB. Vålerenga Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir var valin í lið ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá fréttastofunni NTB. Ingibjörg var sem klettur í vörn norska liðsins Vålerenga sem náði sínum besta árangri frá upphafi í ár. Liðið varð Noregsmeistari ásamt því að vinna bikarinn. Þá er liðið komið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en viðureign þeirra við danska liðið Bröndby hefur verið frestað fram í febrúar vegna kórónufaraldursins. Ingibjörg Sigurdardóttir trodde treneren skulle sette henne på benken Tvert imot! Her får Vålerenga-spilleren prisen for Årets spiller i Toppserien 2020 Gratulerer! pic.twitter.com/NVgkMrDSsJ— Toppserien (@Kvinnefotball1) December 13, 2020 Ingibjörg var á dögunum valin leikmaður ársins af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Það var skömmu fyrir bikarúrslitaleikinn og hélt hún að þjálfari liðsins ætlaði ef til vill að setja sig á bekkinn í úrslitaleiknum. Það var aldeilis ekki, spilaði hún allan leikinn og átti þátt í því að Vålerenga vann tvöfalt. Var þetta fyrsta tímabil Ingibjargar í norska boltanum. Fréttastofa NTB var ekki alveg sammála en þar er Ingibjörg í 6. til 8. sæti yfir besta leikmann ársins. Emilie Haavi hlaut þann titil en hún leikur með Lilleström, liðið sem Vålerenga vann 2-0 í framlengdum úrslitaleik bikarsins. ÅRETS LAG I TOPPSERIEN Her er toppen av kransekaka fra 2020-sesongen i Toppserien. Knallsterkt levert av alle 11. @Kvinnefotball1 @LSKKvinner @RBKvinner @LynFotballDamer @AvaldsnesElite @VIFDamer #toppserien #ntbbørsen #ntbsportsdata. pic.twitter.com/6ydAPhE9FY— NTBnifs (@NTBnifs) December 17, 2020 Haavi fékk 6.17 í meðaleinkunn hjá NTB á meðan Ingibjörg fékk 5.94. „Með fimm mörk og meistaratitil er ekki hægt að setja út á margt á fyrsta tímabili Íslendingsins í Noregi. Með sína öflugu nærveru og styrk í návígjum hafa fáar vakið meiri athygli á þessari leiktíð en hinn 23 ára gamli miðvörður. Hún var kjörin leikmaður ársins af leikmannasamtökum kvenna fyrir bikarúrslitaleikinn,“ segir í umsögn NTB um Ingibjörgu. Hér að neðan má sjá brot af viðtali sem Vísir tók við Ingibjörgu. Þar var farið yfir tímabilið í heild sinni, íslenska landsliðið og hversu markmiðadrifin hún er. Það viðtal má finna hér. Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg hógvær þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna Á sínu fyrstu tímabili í Noregi varð Ingibjörg Sigurðardóttir Noregs- og bikarmeistari ásamt því að vera kosin leikmaður ársins. Hún segist hafa vitað liðið væri gott en árangurinn hafi vissulega komið á óvart. 15. desember 2020 10:30 Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20 Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00 Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31 Mættu með bikarinn til liðsfélaganna sem voru í sóttkví Þrír liðsfélagar landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttir í Vålerenga misstu af lokaumferðinni í gær eftir að hafa verið settar í sóttkví en þær fengu samt að taka smá þátt í sigurgleðinni. 7. desember 2020 10:00 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Ingibjörg var sem klettur í vörn norska liðsins Vålerenga sem náði sínum besta árangri frá upphafi í ár. Liðið varð Noregsmeistari ásamt því að vinna bikarinn. Þá er liðið komið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en viðureign þeirra við danska liðið Bröndby hefur verið frestað fram í febrúar vegna kórónufaraldursins. Ingibjörg Sigurdardóttir trodde treneren skulle sette henne på benken Tvert imot! Her får Vålerenga-spilleren prisen for Årets spiller i Toppserien 2020 Gratulerer! pic.twitter.com/NVgkMrDSsJ— Toppserien (@Kvinnefotball1) December 13, 2020 Ingibjörg var á dögunum valin leikmaður ársins af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Það var skömmu fyrir bikarúrslitaleikinn og hélt hún að þjálfari liðsins ætlaði ef til vill að setja sig á bekkinn í úrslitaleiknum. Það var aldeilis ekki, spilaði hún allan leikinn og átti þátt í því að Vålerenga vann tvöfalt. Var þetta fyrsta tímabil Ingibjargar í norska boltanum. Fréttastofa NTB var ekki alveg sammála en þar er Ingibjörg í 6. til 8. sæti yfir besta leikmann ársins. Emilie Haavi hlaut þann titil en hún leikur með Lilleström, liðið sem Vålerenga vann 2-0 í framlengdum úrslitaleik bikarsins. ÅRETS LAG I TOPPSERIEN Her er toppen av kransekaka fra 2020-sesongen i Toppserien. Knallsterkt levert av alle 11. @Kvinnefotball1 @LSKKvinner @RBKvinner @LynFotballDamer @AvaldsnesElite @VIFDamer #toppserien #ntbbørsen #ntbsportsdata. pic.twitter.com/6ydAPhE9FY— NTBnifs (@NTBnifs) December 17, 2020 Haavi fékk 6.17 í meðaleinkunn hjá NTB á meðan Ingibjörg fékk 5.94. „Með fimm mörk og meistaratitil er ekki hægt að setja út á margt á fyrsta tímabili Íslendingsins í Noregi. Með sína öflugu nærveru og styrk í návígjum hafa fáar vakið meiri athygli á þessari leiktíð en hinn 23 ára gamli miðvörður. Hún var kjörin leikmaður ársins af leikmannasamtökum kvenna fyrir bikarúrslitaleikinn,“ segir í umsögn NTB um Ingibjörgu. Hér að neðan má sjá brot af viðtali sem Vísir tók við Ingibjörgu. Þar var farið yfir tímabilið í heild sinni, íslenska landsliðið og hversu markmiðadrifin hún er. Það viðtal má finna hér.
Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg hógvær þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna Á sínu fyrstu tímabili í Noregi varð Ingibjörg Sigurðardóttir Noregs- og bikarmeistari ásamt því að vera kosin leikmaður ársins. Hún segist hafa vitað liðið væri gott en árangurinn hafi vissulega komið á óvart. 15. desember 2020 10:30 Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20 Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00 Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31 Mættu með bikarinn til liðsfélaganna sem voru í sóttkví Þrír liðsfélagar landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttir í Vålerenga misstu af lokaumferðinni í gær eftir að hafa verið settar í sóttkví en þær fengu samt að taka smá þátt í sigurgleðinni. 7. desember 2020 10:00 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Ingibjörg hógvær þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna Á sínu fyrstu tímabili í Noregi varð Ingibjörg Sigurðardóttir Noregs- og bikarmeistari ásamt því að vera kosin leikmaður ársins. Hún segist hafa vitað liðið væri gott en árangurinn hafi vissulega komið á óvart. 15. desember 2020 10:30
Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20
Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00
Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31
Mættu með bikarinn til liðsfélaganna sem voru í sóttkví Þrír liðsfélagar landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttir í Vålerenga misstu af lokaumferðinni í gær eftir að hafa verið settar í sóttkví en þær fengu samt að taka smá þátt í sigurgleðinni. 7. desember 2020 10:00