Þurfum við að óttast kuldabola? Guðmundur Óli Gunnarsson skrifar 17. desember 2020 18:44 Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið. Hérna ætla að ég ræða auðlindirnar, vinnslu heita vatnsins og dreifikerfið. Að álag á hitaveituna nálgist afkastamörk er eðlilegt. Uppbygging hennar og aðföng eiga að vera í takti við þróun byggðarinnar. Of hæg uppbygging skapar skort á lífsgæðum og of hröð skerðir líka lífsgæði okkar því uppbygging umfram þörf er dýr og skerðir tækifæri okkar til að gera eitthvað annað við peninginn. Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu varð 90 ára þann 9. nóvember síðastliðinn. Á þessari tæpu öld hefur gengið á ýmsu og oft komið skeið með tíðum vatnsskorti. Fyrir réttum 30 árum fórum við að sækja jarðhita inn á gosbeltið uppi við Hengil með því að Nesjavallavirkjun var byggð. Síðan þá hefur það gerst sífellt sjaldnar að komið hafi að afkastamörkum hitaveitunnar. Á árunum þar á undan kom upp margvíslegur vandi við að útvega nægilegt heitt vatn ekki síst vegna þess að frá olíukreppunni snemma á 8. áratugnum var keppst við að tengja hinar ört vaxandi nágrannabyggðir Reykjavíkur við hitaveituna og leggja almenna olíukyndingu þar af. Því er löngu lokið en fleira hefur líka breyst á síðustu áratugum. Fyrst er að nefna að upplýsingaflæði til íbúa hefur verið stóraukið. Basl veitumanna í gamla daga við að halda hita í húsum fór að mestu fram án vitneskju borgarbúa. Þegar beitt hafði verið öllum brögðum í bókinni til að halda uppi hitaveituþjónustunni en þau dugðu ekki til, kom heitavatnsleysið fólki ef til vill frekar í opna skjöldu en nú. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990. Til að tryggja afhendingaröryggi horfum við nú til fjölbreyttari uppsprettu vatnsins og til framtíðar erum við farin að horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn, einkum fyrir sunnanvert höfuðborgarsvæðið. Það dregur hvort tveggja úr líkum á vatnsskorti eða að dreifikerfið hafi ekki undan. Takmarkanir í hitaveitunni geta nefnilega, í dag eins og áður, verið vegna afkasta í framleiðslu eða staðbundinna flöskuhálsa í dreifikerfunum. Við getum enn aukið heitavatnsvinnsluna á Hengilssvæðinu. Það eru dýr mannvirki, varmastöðvarnar í virkjununum, og að byggja þær áður en þörf er á þeim er enn dýrara. Við þurfum að fara næstum hálfa öld aftur í tímann, aftur í olíukreppuna upp úr 1970, til að sjá viðlíka aukningu á heitavatnsnotkun milli ára og við höfum séð milli 2019 og 2020. Sennilegasta ástæðan er breytt notkun okkar á húsnæði í faraldrinum. Við höfum verið meira heima, meiri umgangur um heimilin, gluggar frekar opnir og svo mætti halda áfram. Þetta hefur hugsanlega líka þýtt það að aukningin í kuldakastinu á dögunum var ekki eins mikil og við óttuðumst. Þá teljum við ljóst að viðskiptavinir okkar hafi svarað kallinu og passað betur upp á opna glugga og gardínur fyrir ofnum meðan á kuldakastinu stóð. Hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu hefur, enn sem komið er, reynst í stakk búin að takast á við örasta vöxt í heitavatnsnotkun sem við höfum séð í næstum hálfa öld. Sá vöxtur var í engum takti við uppbyggingu nýs húsnæðis eða tengingu nýrra bæjarhluta við veituna eins og í olíukreppunni forðum. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til á síðustu misserum á borð við stækkun varmastöðvarinnar á Hellisheiði, aukningu á flutningsgetu með öflugri dælum, sverun á lögnum og hvíld lághitasvæðanna yfir sumartímann hafa gert okkur kleift að mæta þessum fordæmalausu tímum. Veturinn er enn ungur en við erum líka enn að finna leiðir til að treysta reksturinn frekar. Guðmundur Óli Gunnarsson. Tímabundin forstöðum. hitaveitu Veitna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Reykjavík Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið. Hérna ætla að ég ræða auðlindirnar, vinnslu heita vatnsins og dreifikerfið. Að álag á hitaveituna nálgist afkastamörk er eðlilegt. Uppbygging hennar og aðföng eiga að vera í takti við þróun byggðarinnar. Of hæg uppbygging skapar skort á lífsgæðum og of hröð skerðir líka lífsgæði okkar því uppbygging umfram þörf er dýr og skerðir tækifæri okkar til að gera eitthvað annað við peninginn. Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu varð 90 ára þann 9. nóvember síðastliðinn. Á þessari tæpu öld hefur gengið á ýmsu og oft komið skeið með tíðum vatnsskorti. Fyrir réttum 30 árum fórum við að sækja jarðhita inn á gosbeltið uppi við Hengil með því að Nesjavallavirkjun var byggð. Síðan þá hefur það gerst sífellt sjaldnar að komið hafi að afkastamörkum hitaveitunnar. Á árunum þar á undan kom upp margvíslegur vandi við að útvega nægilegt heitt vatn ekki síst vegna þess að frá olíukreppunni snemma á 8. áratugnum var keppst við að tengja hinar ört vaxandi nágrannabyggðir Reykjavíkur við hitaveituna og leggja almenna olíukyndingu þar af. Því er löngu lokið en fleira hefur líka breyst á síðustu áratugum. Fyrst er að nefna að upplýsingaflæði til íbúa hefur verið stóraukið. Basl veitumanna í gamla daga við að halda hita í húsum fór að mestu fram án vitneskju borgarbúa. Þegar beitt hafði verið öllum brögðum í bókinni til að halda uppi hitaveituþjónustunni en þau dugðu ekki til, kom heitavatnsleysið fólki ef til vill frekar í opna skjöldu en nú. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990. Til að tryggja afhendingaröryggi horfum við nú til fjölbreyttari uppsprettu vatnsins og til framtíðar erum við farin að horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn, einkum fyrir sunnanvert höfuðborgarsvæðið. Það dregur hvort tveggja úr líkum á vatnsskorti eða að dreifikerfið hafi ekki undan. Takmarkanir í hitaveitunni geta nefnilega, í dag eins og áður, verið vegna afkasta í framleiðslu eða staðbundinna flöskuhálsa í dreifikerfunum. Við getum enn aukið heitavatnsvinnsluna á Hengilssvæðinu. Það eru dýr mannvirki, varmastöðvarnar í virkjununum, og að byggja þær áður en þörf er á þeim er enn dýrara. Við þurfum að fara næstum hálfa öld aftur í tímann, aftur í olíukreppuna upp úr 1970, til að sjá viðlíka aukningu á heitavatnsnotkun milli ára og við höfum séð milli 2019 og 2020. Sennilegasta ástæðan er breytt notkun okkar á húsnæði í faraldrinum. Við höfum verið meira heima, meiri umgangur um heimilin, gluggar frekar opnir og svo mætti halda áfram. Þetta hefur hugsanlega líka þýtt það að aukningin í kuldakastinu á dögunum var ekki eins mikil og við óttuðumst. Þá teljum við ljóst að viðskiptavinir okkar hafi svarað kallinu og passað betur upp á opna glugga og gardínur fyrir ofnum meðan á kuldakastinu stóð. Hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu hefur, enn sem komið er, reynst í stakk búin að takast á við örasta vöxt í heitavatnsnotkun sem við höfum séð í næstum hálfa öld. Sá vöxtur var í engum takti við uppbyggingu nýs húsnæðis eða tengingu nýrra bæjarhluta við veituna eins og í olíukreppunni forðum. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til á síðustu misserum á borð við stækkun varmastöðvarinnar á Hellisheiði, aukningu á flutningsgetu með öflugri dælum, sverun á lögnum og hvíld lághitasvæðanna yfir sumartímann hafa gert okkur kleift að mæta þessum fordæmalausu tímum. Veturinn er enn ungur en við erum líka enn að finna leiðir til að treysta reksturinn frekar. Guðmundur Óli Gunnarsson. Tímabundin forstöðum. hitaveitu Veitna
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun