Þurfum við að óttast kuldabola? Guðmundur Óli Gunnarsson skrifar 17. desember 2020 18:44 Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið. Hérna ætla að ég ræða auðlindirnar, vinnslu heita vatnsins og dreifikerfið. Að álag á hitaveituna nálgist afkastamörk er eðlilegt. Uppbygging hennar og aðföng eiga að vera í takti við þróun byggðarinnar. Of hæg uppbygging skapar skort á lífsgæðum og of hröð skerðir líka lífsgæði okkar því uppbygging umfram þörf er dýr og skerðir tækifæri okkar til að gera eitthvað annað við peninginn. Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu varð 90 ára þann 9. nóvember síðastliðinn. Á þessari tæpu öld hefur gengið á ýmsu og oft komið skeið með tíðum vatnsskorti. Fyrir réttum 30 árum fórum við að sækja jarðhita inn á gosbeltið uppi við Hengil með því að Nesjavallavirkjun var byggð. Síðan þá hefur það gerst sífellt sjaldnar að komið hafi að afkastamörkum hitaveitunnar. Á árunum þar á undan kom upp margvíslegur vandi við að útvega nægilegt heitt vatn ekki síst vegna þess að frá olíukreppunni snemma á 8. áratugnum var keppst við að tengja hinar ört vaxandi nágrannabyggðir Reykjavíkur við hitaveituna og leggja almenna olíukyndingu þar af. Því er löngu lokið en fleira hefur líka breyst á síðustu áratugum. Fyrst er að nefna að upplýsingaflæði til íbúa hefur verið stóraukið. Basl veitumanna í gamla daga við að halda hita í húsum fór að mestu fram án vitneskju borgarbúa. Þegar beitt hafði verið öllum brögðum í bókinni til að halda uppi hitaveituþjónustunni en þau dugðu ekki til, kom heitavatnsleysið fólki ef til vill frekar í opna skjöldu en nú. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990. Til að tryggja afhendingaröryggi horfum við nú til fjölbreyttari uppsprettu vatnsins og til framtíðar erum við farin að horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn, einkum fyrir sunnanvert höfuðborgarsvæðið. Það dregur hvort tveggja úr líkum á vatnsskorti eða að dreifikerfið hafi ekki undan. Takmarkanir í hitaveitunni geta nefnilega, í dag eins og áður, verið vegna afkasta í framleiðslu eða staðbundinna flöskuhálsa í dreifikerfunum. Við getum enn aukið heitavatnsvinnsluna á Hengilssvæðinu. Það eru dýr mannvirki, varmastöðvarnar í virkjununum, og að byggja þær áður en þörf er á þeim er enn dýrara. Við þurfum að fara næstum hálfa öld aftur í tímann, aftur í olíukreppuna upp úr 1970, til að sjá viðlíka aukningu á heitavatnsnotkun milli ára og við höfum séð milli 2019 og 2020. Sennilegasta ástæðan er breytt notkun okkar á húsnæði í faraldrinum. Við höfum verið meira heima, meiri umgangur um heimilin, gluggar frekar opnir og svo mætti halda áfram. Þetta hefur hugsanlega líka þýtt það að aukningin í kuldakastinu á dögunum var ekki eins mikil og við óttuðumst. Þá teljum við ljóst að viðskiptavinir okkar hafi svarað kallinu og passað betur upp á opna glugga og gardínur fyrir ofnum meðan á kuldakastinu stóð. Hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu hefur, enn sem komið er, reynst í stakk búin að takast á við örasta vöxt í heitavatnsnotkun sem við höfum séð í næstum hálfa öld. Sá vöxtur var í engum takti við uppbyggingu nýs húsnæðis eða tengingu nýrra bæjarhluta við veituna eins og í olíukreppunni forðum. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til á síðustu misserum á borð við stækkun varmastöðvarinnar á Hellisheiði, aukningu á flutningsgetu með öflugri dælum, sverun á lögnum og hvíld lághitasvæðanna yfir sumartímann hafa gert okkur kleift að mæta þessum fordæmalausu tímum. Veturinn er enn ungur en við erum líka enn að finna leiðir til að treysta reksturinn frekar. Guðmundur Óli Gunnarsson. Tímabundin forstöðum. hitaveitu Veitna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Reykjavík Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið. Hérna ætla að ég ræða auðlindirnar, vinnslu heita vatnsins og dreifikerfið. Að álag á hitaveituna nálgist afkastamörk er eðlilegt. Uppbygging hennar og aðföng eiga að vera í takti við þróun byggðarinnar. Of hæg uppbygging skapar skort á lífsgæðum og of hröð skerðir líka lífsgæði okkar því uppbygging umfram þörf er dýr og skerðir tækifæri okkar til að gera eitthvað annað við peninginn. Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu varð 90 ára þann 9. nóvember síðastliðinn. Á þessari tæpu öld hefur gengið á ýmsu og oft komið skeið með tíðum vatnsskorti. Fyrir réttum 30 árum fórum við að sækja jarðhita inn á gosbeltið uppi við Hengil með því að Nesjavallavirkjun var byggð. Síðan þá hefur það gerst sífellt sjaldnar að komið hafi að afkastamörkum hitaveitunnar. Á árunum þar á undan kom upp margvíslegur vandi við að útvega nægilegt heitt vatn ekki síst vegna þess að frá olíukreppunni snemma á 8. áratugnum var keppst við að tengja hinar ört vaxandi nágrannabyggðir Reykjavíkur við hitaveituna og leggja almenna olíukyndingu þar af. Því er löngu lokið en fleira hefur líka breyst á síðustu áratugum. Fyrst er að nefna að upplýsingaflæði til íbúa hefur verið stóraukið. Basl veitumanna í gamla daga við að halda hita í húsum fór að mestu fram án vitneskju borgarbúa. Þegar beitt hafði verið öllum brögðum í bókinni til að halda uppi hitaveituþjónustunni en þau dugðu ekki til, kom heitavatnsleysið fólki ef til vill frekar í opna skjöldu en nú. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990. Til að tryggja afhendingaröryggi horfum við nú til fjölbreyttari uppsprettu vatnsins og til framtíðar erum við farin að horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn, einkum fyrir sunnanvert höfuðborgarsvæðið. Það dregur hvort tveggja úr líkum á vatnsskorti eða að dreifikerfið hafi ekki undan. Takmarkanir í hitaveitunni geta nefnilega, í dag eins og áður, verið vegna afkasta í framleiðslu eða staðbundinna flöskuhálsa í dreifikerfunum. Við getum enn aukið heitavatnsvinnsluna á Hengilssvæðinu. Það eru dýr mannvirki, varmastöðvarnar í virkjununum, og að byggja þær áður en þörf er á þeim er enn dýrara. Við þurfum að fara næstum hálfa öld aftur í tímann, aftur í olíukreppuna upp úr 1970, til að sjá viðlíka aukningu á heitavatnsnotkun milli ára og við höfum séð milli 2019 og 2020. Sennilegasta ástæðan er breytt notkun okkar á húsnæði í faraldrinum. Við höfum verið meira heima, meiri umgangur um heimilin, gluggar frekar opnir og svo mætti halda áfram. Þetta hefur hugsanlega líka þýtt það að aukningin í kuldakastinu á dögunum var ekki eins mikil og við óttuðumst. Þá teljum við ljóst að viðskiptavinir okkar hafi svarað kallinu og passað betur upp á opna glugga og gardínur fyrir ofnum meðan á kuldakastinu stóð. Hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu hefur, enn sem komið er, reynst í stakk búin að takast á við örasta vöxt í heitavatnsnotkun sem við höfum séð í næstum hálfa öld. Sá vöxtur var í engum takti við uppbyggingu nýs húsnæðis eða tengingu nýrra bæjarhluta við veituna eins og í olíukreppunni forðum. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til á síðustu misserum á borð við stækkun varmastöðvarinnar á Hellisheiði, aukningu á flutningsgetu með öflugri dælum, sverun á lögnum og hvíld lághitasvæðanna yfir sumartímann hafa gert okkur kleift að mæta þessum fordæmalausu tímum. Veturinn er enn ungur en við erum líka enn að finna leiðir til að treysta reksturinn frekar. Guðmundur Óli Gunnarsson. Tímabundin forstöðum. hitaveitu Veitna
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun