Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 10:48 Faraldur H1N1-inflúensuveiru, þekkt sem svínaflensan, skall á heimsbyggðina 2009 og 2010. Vísir/Getty Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Svínaflensufaraldurinn, faraldur H1N1-inflúensuveiru, skall á heimsbyggðina árin 2009 og 2010. Víðtækum bólusetningum var hrundið af stað og í apríl 2010 var því lýst yfir að faraldrinum væri lokið. Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af svínaflensu. Þá fór að bera á háværri umræðu um hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki, sjaldgæf veikindi sem lýsa sér með skyndilegri syfju og svefnflogum. Tvö form sjúkdómsins eru til; annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 komu upp vangaveltur um hugsanleg tengsl sjúkdómsins við bólusetningu gegn svínaflensunni, oftast nefnd í tengslum við Pandemrix-bóluefnið. Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari, segir í svari Björns. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. „Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða,“ segir Björn. Niðurstöður úr nýlegri safngreiningu benda til þess að algengi drómasýki meðal bólusettra barna hafi verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100 þúsund bólusettra og um eitt tilfelli fyrir hverja 181 þúsund bólusettra hjá fullorðnum. „Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða,“ segir Björn. Höfundar greiningarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, „nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað.“ „Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum,“ segir Björn. Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Svínaflensufaraldurinn, faraldur H1N1-inflúensuveiru, skall á heimsbyggðina árin 2009 og 2010. Víðtækum bólusetningum var hrundið af stað og í apríl 2010 var því lýst yfir að faraldrinum væri lokið. Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af svínaflensu. Þá fór að bera á háværri umræðu um hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki, sjaldgæf veikindi sem lýsa sér með skyndilegri syfju og svefnflogum. Tvö form sjúkdómsins eru til; annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 komu upp vangaveltur um hugsanleg tengsl sjúkdómsins við bólusetningu gegn svínaflensunni, oftast nefnd í tengslum við Pandemrix-bóluefnið. Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari, segir í svari Björns. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. „Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða,“ segir Björn. Niðurstöður úr nýlegri safngreiningu benda til þess að algengi drómasýki meðal bólusettra barna hafi verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100 þúsund bólusettra og um eitt tilfelli fyrir hverja 181 þúsund bólusettra hjá fullorðnum. „Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða,“ segir Björn. Höfundar greiningarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, „nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað.“ „Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum,“ segir Björn.
Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira