„Þetta var bara áfall“ Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 18. desember 2020 17:47 Kristinn Már Jóhannesson, íbúi á Seyðisfirði og slökkviliðsmaður. Vísir/Egill Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. „Við hlupum strax til að forða mönnum sem voru inni í bílum,“ segir Kristinn Már en björgunarsveitarbíll lenti í skriðunni. „Sem betur fer komst viðkomandi út úr bílnum heill á húfi. Þetta var bara, hvað getur maður sagt, áfall. Að horfa á hús sem maður var búinn að labba fram hjá verða bara að einhverju spýtnabraki. Maður verður aðeins að átta sig á.“ Honum hafi vissulega verið brugðið. „Náttúran er bara, maður á ekki til orð. Það tekur einhvern tíma að melta þetta.“ Þeirra fyrsta verk hafi verið að tryggja að fólkið í húsunum hefði komist út. „Það var það fyrsta sem maður hugsaði. Og athuga með félagana. Bara að styðja hvern annan út úr þessu. Vera rólegur fyrir hina.“ Rauða svæðið vinstra megin sýnir svæðið þar sem stóra skriðan féll um þrjúleytið í dag. Minna rauða svæðið hægra megin er þar sem skriða féll í nótt og flutti hús um 50 metra.Grafík/HÞ Fram undan er rýming á Seyðisfirði og Kristinn Már hefur ekki hugmynd um hvar hann gistir í nótt. „Mér er alveg sama. Mig langar bara að hitta fjölskylduna mína. Að þau sjái mig, að það sé í lagi með mig og öfugt. Það er það sem ég er að hugsa.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Slökkvilið Veður Tengdar fréttir Kanna hve margir bjuggu í húsunum Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. 18. desember 2020 17:20 Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41 Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið. 18. desember 2020 15:56 Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
„Við hlupum strax til að forða mönnum sem voru inni í bílum,“ segir Kristinn Már en björgunarsveitarbíll lenti í skriðunni. „Sem betur fer komst viðkomandi út úr bílnum heill á húfi. Þetta var bara, hvað getur maður sagt, áfall. Að horfa á hús sem maður var búinn að labba fram hjá verða bara að einhverju spýtnabraki. Maður verður aðeins að átta sig á.“ Honum hafi vissulega verið brugðið. „Náttúran er bara, maður á ekki til orð. Það tekur einhvern tíma að melta þetta.“ Þeirra fyrsta verk hafi verið að tryggja að fólkið í húsunum hefði komist út. „Það var það fyrsta sem maður hugsaði. Og athuga með félagana. Bara að styðja hvern annan út úr þessu. Vera rólegur fyrir hina.“ Rauða svæðið vinstra megin sýnir svæðið þar sem stóra skriðan féll um þrjúleytið í dag. Minna rauða svæðið hægra megin er þar sem skriða féll í nótt og flutti hús um 50 metra.Grafík/HÞ Fram undan er rýming á Seyðisfirði og Kristinn Már hefur ekki hugmynd um hvar hann gistir í nótt. „Mér er alveg sama. Mig langar bara að hitta fjölskylduna mína. Að þau sjái mig, að það sé í lagi með mig og öfugt. Það er það sem ég er að hugsa.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Slökkvilið Veður Tengdar fréttir Kanna hve margir bjuggu í húsunum Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. 18. desember 2020 17:20 Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41 Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið. 18. desember 2020 15:56 Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Kanna hve margir bjuggu í húsunum Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. 18. desember 2020 17:20
Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41
Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið. 18. desember 2020 15:56
Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08