Stafræn umbylting byggðaþróunar Gísli Ólafsson skrifar 20. desember 2020 13:01 Árið 2020 hefur í huga flestra verið ár erfiðleika og þrenginga. Við höfum þurft að takast á við nýjan raunveruleika í kjölfar þess að COVID-19 farsóttinn breiddist út um heiminn. En í huga okkar sem vinnum að innleiðingu á stafrænni tækni, þá hefur árið 2020, verið árið sem fólk var loksins tilbúið að nýta sér tæknina sem hefur verið í boði undanfarin ár. Þegar fyrirtæki báðu starfsfólk um að vinna heiman frá sér, samkvæmt ráðleggingum frá Sóttvarnarlækni, þá voru margir í fyrsta sinn að prófa stafræna tækni eins og fjarfundabúnað og stafræna vistun skjala. Jafnvel íhaldssamir endurskoðendur, sem höfðu krafist þess að starfsfólk mætti alltaf á skrifstofuna, uppgvötaði að starfsfólkið getur unnið starf sitt hvar sem er, jafnvel í öðru landi. Þetta stóra stökk framávið í notkun stafrænna lausna og sú staðreynd að stór sem smá fyrirtæki um allan heim hafa nú gefið starfsfólki sínu kost á að vinna heiman frá sér opnar mikil tækifæri til þess að snúa við þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Flótti fólks úr dreifðari byggðarlögum í stórborgir í leit að betri atvinnumöguleikum er að snúast við. Gott dæmi um þetta er að bæði fyrirtæki og starfsfólk stærstu tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum í Kaliforníu eru nú í óðaönn að flýja einn dýrasta fasteignamarkað heims. Á Íslandi opnar þetta einnig tækifæri fyrir sveitarfélög utan Höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik, í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapandi starfa sem hægt er að vinna úr fjarlægð. Við búum nefnilega við þann munað, sem flest önnur lönd skortir í dreifðari byggð, sem er aðgengi að ljósleiðara. Sú mikla vinna sem farið hefur verið í á undanförnum áratugum við að tryggja að jafnvel sum fámennustu sveitarfélög landsins og afskektustu bóndabýli hafi tryggan aðgang að Internetinu er nú að fara að skila sér í nýjum tækifærum fyrir þessar dreifðu byggðir. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélög í dreifbýli að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem leita eftir rólegra umhverfi til að búa í, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspiltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem aðgengi að vinnutækifærum er gnógt, þökk sé ljósleiðaravæðingu landsins. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt fyrstu skref í að laða erlenda starfsmenn til landsins og þó markið hafi verið sett hátt um launakröfur, þá er þetta fyrsta jákvæða skrefið í átt að því að laða fólk til landsins. Sveitarfélög þurfa að grípa tækifærið og laða til sín ekki eingöngu þessa erlendu starfsmenn, heldur líka þá sem þegar eru búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og geta unnið hvar sem er en vilja komast í persónulegra samfélag. Það er ekki lengur þörf á að eyðileggja náttúruna í nágrenninu með því að setja upp úrellta stóriðju, heldur er einungis nauðsynlegt að geta boðið upp á góðar tengingar við umheiminn, gott aðgengi að grunnþjónustu og lifandi samfélag sem er tilbúið að bjóða nýja íbúa velkomna. Nú, þegar við erum farin að sjá ljósið við enda þessara löngu farsóttaganga, þá er mikilvægt að spyrna við og nýta vel þessi tækifæri sem COVID-19 hefur fært okkur á sviði stafrænnar umbyltingar. Höfundur starfar við stafræna umbyltingu smábænda í Afríku, úr sumarbústað í Kjós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Árið 2020 hefur í huga flestra verið ár erfiðleika og þrenginga. Við höfum þurft að takast á við nýjan raunveruleika í kjölfar þess að COVID-19 farsóttinn breiddist út um heiminn. En í huga okkar sem vinnum að innleiðingu á stafrænni tækni, þá hefur árið 2020, verið árið sem fólk var loksins tilbúið að nýta sér tæknina sem hefur verið í boði undanfarin ár. Þegar fyrirtæki báðu starfsfólk um að vinna heiman frá sér, samkvæmt ráðleggingum frá Sóttvarnarlækni, þá voru margir í fyrsta sinn að prófa stafræna tækni eins og fjarfundabúnað og stafræna vistun skjala. Jafnvel íhaldssamir endurskoðendur, sem höfðu krafist þess að starfsfólk mætti alltaf á skrifstofuna, uppgvötaði að starfsfólkið getur unnið starf sitt hvar sem er, jafnvel í öðru landi. Þetta stóra stökk framávið í notkun stafrænna lausna og sú staðreynd að stór sem smá fyrirtæki um allan heim hafa nú gefið starfsfólki sínu kost á að vinna heiman frá sér opnar mikil tækifæri til þess að snúa við þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Flótti fólks úr dreifðari byggðarlögum í stórborgir í leit að betri atvinnumöguleikum er að snúast við. Gott dæmi um þetta er að bæði fyrirtæki og starfsfólk stærstu tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum í Kaliforníu eru nú í óðaönn að flýja einn dýrasta fasteignamarkað heims. Á Íslandi opnar þetta einnig tækifæri fyrir sveitarfélög utan Höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik, í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapandi starfa sem hægt er að vinna úr fjarlægð. Við búum nefnilega við þann munað, sem flest önnur lönd skortir í dreifðari byggð, sem er aðgengi að ljósleiðara. Sú mikla vinna sem farið hefur verið í á undanförnum áratugum við að tryggja að jafnvel sum fámennustu sveitarfélög landsins og afskektustu bóndabýli hafi tryggan aðgang að Internetinu er nú að fara að skila sér í nýjum tækifærum fyrir þessar dreifðu byggðir. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélög í dreifbýli að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem leita eftir rólegra umhverfi til að búa í, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspiltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem aðgengi að vinnutækifærum er gnógt, þökk sé ljósleiðaravæðingu landsins. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt fyrstu skref í að laða erlenda starfsmenn til landsins og þó markið hafi verið sett hátt um launakröfur, þá er þetta fyrsta jákvæða skrefið í átt að því að laða fólk til landsins. Sveitarfélög þurfa að grípa tækifærið og laða til sín ekki eingöngu þessa erlendu starfsmenn, heldur líka þá sem þegar eru búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og geta unnið hvar sem er en vilja komast í persónulegra samfélag. Það er ekki lengur þörf á að eyðileggja náttúruna í nágrenninu með því að setja upp úrellta stóriðju, heldur er einungis nauðsynlegt að geta boðið upp á góðar tengingar við umheiminn, gott aðgengi að grunnþjónustu og lifandi samfélag sem er tilbúið að bjóða nýja íbúa velkomna. Nú, þegar við erum farin að sjá ljósið við enda þessara löngu farsóttaganga, þá er mikilvægt að spyrna við og nýta vel þessi tækifæri sem COVID-19 hefur fært okkur á sviði stafrænnar umbyltingar. Höfundur starfar við stafræna umbyltingu smábænda í Afríku, úr sumarbústað í Kjós.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun