Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 10:31 Ísland er orðið dökkgult á korti Bloomberg en var áður ljósgult. SKjáskot/Bloomberg Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. Í fyrstu útgáfu af úttekt Bloomberg kom fram að Íslendingar hefðu tryggt sér bóluefnaskammta fyrir 103 þúsund manns, eða 29 prósent af íbúum. Löndum úttektarinnar var jafnframt gefinn litur eftir því hversu marga skammta af bóluefni þau hafa tryggt sér miðað við íbúafjölda. Þau sem hafa tryggt sér mest af efninu eru dökkgræn en þau sem hafa tryggt sér minnst eru ljósgul. Ísland var fyrst ljósgult, líkt og mörg af fátækustu ríkjum heims á kortinu, en er nú orðið dökkgult og þá á pari við lönd á borð við Brasilíu og Egyptaland. Eftir að fjallað var um úttekt Bloomberg birti heilbrigðisráðuneytið tilkynningu á vef sínum í gær þar sem áréttað er að stjórnvöld hafi tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins. Þannig tryggi samningar við Pfizer og AstraZeneca, sem þegar hafa verið undirritaðir, bóluefni fyrir 200 þúsund manns. Þriðji samningurinn við Janssen verði undirritaður á Þorláksmessu og tryggi skammta fyrir 117.500 manns. Þessir þrír samningar eru sagðir tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund manns, samkvæmt tilkynningu. Í fyrri útgáfu var þessi tala þó sögð 376 þúsund en það hefur nú verið leiðrétt. Samningur við Moderna verði svo undirritaður á gamlársdag en ekki liggi fyrir hversu marga skammta Íslendingar fái. Í úttekt Bloomberg er Ísland nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 218 þúsund manns eða 61 prósent íbúa. Ekki er skýrt á hverju þessar tölur eru nákvæmlega byggðar en þær eru þó nálægt því sem samningar við Pfizer og AstraZeneca tryggja, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins; skammtar fyrir 200 þúsund íbúa. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Í fyrstu útgáfu af úttekt Bloomberg kom fram að Íslendingar hefðu tryggt sér bóluefnaskammta fyrir 103 þúsund manns, eða 29 prósent af íbúum. Löndum úttektarinnar var jafnframt gefinn litur eftir því hversu marga skammta af bóluefni þau hafa tryggt sér miðað við íbúafjölda. Þau sem hafa tryggt sér mest af efninu eru dökkgræn en þau sem hafa tryggt sér minnst eru ljósgul. Ísland var fyrst ljósgult, líkt og mörg af fátækustu ríkjum heims á kortinu, en er nú orðið dökkgult og þá á pari við lönd á borð við Brasilíu og Egyptaland. Eftir að fjallað var um úttekt Bloomberg birti heilbrigðisráðuneytið tilkynningu á vef sínum í gær þar sem áréttað er að stjórnvöld hafi tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins. Þannig tryggi samningar við Pfizer og AstraZeneca, sem þegar hafa verið undirritaðir, bóluefni fyrir 200 þúsund manns. Þriðji samningurinn við Janssen verði undirritaður á Þorláksmessu og tryggi skammta fyrir 117.500 manns. Þessir þrír samningar eru sagðir tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund manns, samkvæmt tilkynningu. Í fyrri útgáfu var þessi tala þó sögð 376 þúsund en það hefur nú verið leiðrétt. Samningur við Moderna verði svo undirritaður á gamlársdag en ekki liggi fyrir hversu marga skammta Íslendingar fái. Í úttekt Bloomberg er Ísland nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 218 þúsund manns eða 61 prósent íbúa. Ekki er skýrt á hverju þessar tölur eru nákvæmlega byggðar en þær eru þó nálægt því sem samningar við Pfizer og AstraZeneca tryggja, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins; skammtar fyrir 200 þúsund íbúa.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31
Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24