Byrjað að steypa upp meðferðarkjarna Landspítala eftir áramót Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2020 19:21 Það mun taka þrjú ár að steypa upp tvo kjallara og sex hæðir ofan jarðar nýja meðferðakjarnans. Stöð 27Sigurjón Byrjað verður að steypa upp meðferðarkjarna nýja Landspítalans fljótlega upp úr áramótum. Þetta verður stærsta bygging nýja Landspítalans eða sjötíu þúsund fermetrar og fara um sextíu þúsund rúmmetrar af steypu í húsið. Fulltrúar nýja Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir samning við Eykt um uppsteypuna í dag sem mun taka þrjú ár. En að auki koma aðrir verktakar að ýmsum innviðum hússins. Meðferðarkjarninn verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans háskólasjúkarahúss með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Frá vinstri: Páll Matthíasson, Gunnar Svavarsson, Ásta Valdimarsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, og Unnur Brá Konráðsdóttir eftir undirritun samningsins í dag.Stöð 27Sigurjón Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ráðherra og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess vottuðu Páll Matthíassoon forstjóri Landspítalans og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala samninginn. Meðferðarkjarninn sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar verða rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og nýtt sjúkrahótel en það er nú þegar risið og í notkun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að uppbygging Landspítala hafi verið eitt af forgangsmálum kjörtímabilsins. „Nú er komið að enn einum mikilvægum áfanga, þegar uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna er að hefjast. Nýtt þjóðarsjúkrahús mun bæta og efla heilbrigðisþjónustuna í landinu til muna. Það mun auka þjónustu við sjúklinga til framtíðar, auka gæði þjónustunnar og bæta aðstöðu fyrir starfsmenn. Þannig verður tilkoma nýs sjúkrahús langþráð bylting í heilbrigðisþjónustu landsins, segir Svandís. Grunnurinn fyrir meðferðarkjarna Landspítalans er einn sá stærsti sem tekinn hefur verið á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Í tilkynningu segir að helstu verkefni Eyktar verði að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar og sex hæðir ofan jarðar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m²," segir í tilkynningu. Meðferðarkjarninn verði stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafi verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Fulltrúar nýja Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir samning við Eykt um uppsteypuna í dag sem mun taka þrjú ár. En að auki koma aðrir verktakar að ýmsum innviðum hússins. Meðferðarkjarninn verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans háskólasjúkarahúss með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Frá vinstri: Páll Matthíasson, Gunnar Svavarsson, Ásta Valdimarsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, og Unnur Brá Konráðsdóttir eftir undirritun samningsins í dag.Stöð 27Sigurjón Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ráðherra og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess vottuðu Páll Matthíassoon forstjóri Landspítalans og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala samninginn. Meðferðarkjarninn sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar verða rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og nýtt sjúkrahótel en það er nú þegar risið og í notkun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að uppbygging Landspítala hafi verið eitt af forgangsmálum kjörtímabilsins. „Nú er komið að enn einum mikilvægum áfanga, þegar uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna er að hefjast. Nýtt þjóðarsjúkrahús mun bæta og efla heilbrigðisþjónustuna í landinu til muna. Það mun auka þjónustu við sjúklinga til framtíðar, auka gæði þjónustunnar og bæta aðstöðu fyrir starfsmenn. Þannig verður tilkoma nýs sjúkrahús langþráð bylting í heilbrigðisþjónustu landsins, segir Svandís. Grunnurinn fyrir meðferðarkjarna Landspítalans er einn sá stærsti sem tekinn hefur verið á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Í tilkynningu segir að helstu verkefni Eyktar verði að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar og sex hæðir ofan jarðar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m²," segir í tilkynningu. Meðferðarkjarninn verði stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafi verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira