Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. desember 2020 18:59 Stjórnvöld skrifuðu í dag undir þriðja bóluefnasamninginn við Jansen. Til stendur að undirrita samning við Moderna 31. desember. mynd/vísir Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. Lyfjastofnun veitti bóluefni Pfizer/BioNTech markaðsleyfi seint í gærkvöldi og fulltrúar Distica, sem sér um að dreifa bóluefninu hér á landi, sækja fyrstu sendinguna á Keflavíkurflugvöll á mánudaginn. Það fer ekki mikið fyrir bóluefninu en fimm þúsund skammtar rúmast fyrir í kassa sem er um fjörtíu sentimetrar á breidd og lengd en fimmtíu sentimetrar á hæð. Tveir slíkir kassar koma til landsins í fyrstu þegar von er á tíu þúsund skömmtum fyrir fimm þúsund manns. Bóluefnið verður flutt í þurrís í hitastýrðum bílum í nýjan frysti hjá Distica í Garðabæ þar sem það verður geymt við áttatíu stiga frost. Helmingurinn verður geymdur í þrjár vikur sem þurfa að líða á milli bólusetninga. Frystirinn sem er á stærð við stóran ísskáp rúmar tugþúsundir skammta. Hægt er að geyma bóluefni við áttatíu stiga frost í þessum frysti sem var keyptur sérstaklega fyrir bóluefnið. Hann kostar um fjórar milljónir króna.vísir/Einar „Við erum bara mjög ánægð með að þetta hafi tekist í tæka tíð vegna þess að allur heimurinn fór af stað að leita að frystiskápum sem geta kælt við mínus áttatíu,“ segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. „Það er mikið í húfi þannig við erum að vanda okkur mjög. Þessi frystir er einn sá öflugasti og hann er með varaaflstöð. Þannig ef rafmagnið fer tekur hún við.“ Bólusetningar á hjúkrunarheimilum og sjúkrastofnunum Á þriðjudag á að hefja bólusetningu og bóluefni fer í alla landshluta að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fyrsta bóluefninu verður skipt á milli heilbrigðisstarfsfólks og íbúa á hjúkrunarheimilum í fyrstu forgangshópum og verða þau bólusett á spítölum og á heimilum samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni. „Við vitum að framlínufólk í heilbrigðisþjónustu eru rúmlega þúsund manns og íbúar á öldrunarheimilum eru um þrjú til fjögur þúsund einstaklingar. Skiptingin er nokkurn veginn þannig,“ segir Þórólfur. Hann telur mögulega hægt að bólusetja hópinn á einum til tveimur dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Þetta eru ánægjuleg tímamót og ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að nú sé þetta að byrja. Auðvitað vildum við fá sem mest af bóluefni sem fyrst. En staðan er bara þannig að við þurfum að búa við áæltun fyrirtækisins um dreifingu sem er bara eins í öllum Evrópulöndum miðað við höfðatölu,“ segir Þórólfur. Fram í mars er vikulega von á um þrjú þúsund skömmtum af Pfizer-bóluefninu og Júlía segir að mörgu að huga þegar bóluefnið verður flutt á milli landshluta. „Það er allra veðra von í janúar, febrúar og mars þegar dreifingin er um landið. Þannig við erum að undirbúa okkur fyrir það ef það verður ófært vegna þess að það þarf að bólusetja tvisvar með ákveðnu millibili og þá verður skammturinn að ná á áfangastað,“ segir hún. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Stjórnvöld undirrituðu í dag þriðja samninginn af sex sem eru í burðarliðnum við Janssen um kaup á bóluefni fyrir 235 þúsund manns. Markaðsleyfi fæst þó sennilega ekki fyrir efninu fyrr en í febrúar og dreifing er áætluð næsta sumar. Auk þess hefur verið skrifað undir samninga við Pfeizer/BioNTech og Astra Zeneca. Þá stendur til að skrifa undir samning við Moderna þann 31. desember. Dreifing á þeim er áætluð í janúar eða febrúar. Tíu þúsund skammtar fyrir fimm þúsund manns af bóluefni Pfizer koma til landsins á mánudag.Getty Algengustu aukaverkanir vægar Lyfjastofnun hefur birt upplýsingar um bóluefni Pfizer. Þar segir að bóluefnið sé ætlað fólki yfir 16 ára aldri og er það gefið tvisvar með minnst 21 dags millibili. Því er sprautað í vöðva, yfirleitt á upphandlegg. Enn er ekki vitað hversu lengi vörnin varir. Fylgst verður með þeim sem bólusettir voru í rannsókninni í tvö ár til að safna frekari upplýsingum um endingu. Algengustu aukaverkanir sem fram komu í meginrannsókninni voru venjulega vægar eða miðlungsmiklar og gengu til baka fáum dögum eftir bólusetningu. Þeirra á meðal voru verkur og bólga á stungustað, þreyta, höfuðverkur, vöðvaverkir, liðverkir, kuldahrollur og hiti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Lyfjastofnun veitti bóluefni Pfizer/BioNTech markaðsleyfi seint í gærkvöldi og fulltrúar Distica, sem sér um að dreifa bóluefninu hér á landi, sækja fyrstu sendinguna á Keflavíkurflugvöll á mánudaginn. Það fer ekki mikið fyrir bóluefninu en fimm þúsund skammtar rúmast fyrir í kassa sem er um fjörtíu sentimetrar á breidd og lengd en fimmtíu sentimetrar á hæð. Tveir slíkir kassar koma til landsins í fyrstu þegar von er á tíu þúsund skömmtum fyrir fimm þúsund manns. Bóluefnið verður flutt í þurrís í hitastýrðum bílum í nýjan frysti hjá Distica í Garðabæ þar sem það verður geymt við áttatíu stiga frost. Helmingurinn verður geymdur í þrjár vikur sem þurfa að líða á milli bólusetninga. Frystirinn sem er á stærð við stóran ísskáp rúmar tugþúsundir skammta. Hægt er að geyma bóluefni við áttatíu stiga frost í þessum frysti sem var keyptur sérstaklega fyrir bóluefnið. Hann kostar um fjórar milljónir króna.vísir/Einar „Við erum bara mjög ánægð með að þetta hafi tekist í tæka tíð vegna þess að allur heimurinn fór af stað að leita að frystiskápum sem geta kælt við mínus áttatíu,“ segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. „Það er mikið í húfi þannig við erum að vanda okkur mjög. Þessi frystir er einn sá öflugasti og hann er með varaaflstöð. Þannig ef rafmagnið fer tekur hún við.“ Bólusetningar á hjúkrunarheimilum og sjúkrastofnunum Á þriðjudag á að hefja bólusetningu og bóluefni fer í alla landshluta að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fyrsta bóluefninu verður skipt á milli heilbrigðisstarfsfólks og íbúa á hjúkrunarheimilum í fyrstu forgangshópum og verða þau bólusett á spítölum og á heimilum samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni. „Við vitum að framlínufólk í heilbrigðisþjónustu eru rúmlega þúsund manns og íbúar á öldrunarheimilum eru um þrjú til fjögur þúsund einstaklingar. Skiptingin er nokkurn veginn þannig,“ segir Þórólfur. Hann telur mögulega hægt að bólusetja hópinn á einum til tveimur dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Þetta eru ánægjuleg tímamót og ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að nú sé þetta að byrja. Auðvitað vildum við fá sem mest af bóluefni sem fyrst. En staðan er bara þannig að við þurfum að búa við áæltun fyrirtækisins um dreifingu sem er bara eins í öllum Evrópulöndum miðað við höfðatölu,“ segir Þórólfur. Fram í mars er vikulega von á um þrjú þúsund skömmtum af Pfizer-bóluefninu og Júlía segir að mörgu að huga þegar bóluefnið verður flutt á milli landshluta. „Það er allra veðra von í janúar, febrúar og mars þegar dreifingin er um landið. Þannig við erum að undirbúa okkur fyrir það ef það verður ófært vegna þess að það þarf að bólusetja tvisvar með ákveðnu millibili og þá verður skammturinn að ná á áfangastað,“ segir hún. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Stjórnvöld undirrituðu í dag þriðja samninginn af sex sem eru í burðarliðnum við Janssen um kaup á bóluefni fyrir 235 þúsund manns. Markaðsleyfi fæst þó sennilega ekki fyrir efninu fyrr en í febrúar og dreifing er áætluð næsta sumar. Auk þess hefur verið skrifað undir samninga við Pfeizer/BioNTech og Astra Zeneca. Þá stendur til að skrifa undir samning við Moderna þann 31. desember. Dreifing á þeim er áætluð í janúar eða febrúar. Tíu þúsund skammtar fyrir fimm þúsund manns af bóluefni Pfizer koma til landsins á mánudag.Getty Algengustu aukaverkanir vægar Lyfjastofnun hefur birt upplýsingar um bóluefni Pfizer. Þar segir að bóluefnið sé ætlað fólki yfir 16 ára aldri og er það gefið tvisvar með minnst 21 dags millibili. Því er sprautað í vöðva, yfirleitt á upphandlegg. Enn er ekki vitað hversu lengi vörnin varir. Fylgst verður með þeim sem bólusettir voru í rannsókninni í tvö ár til að safna frekari upplýsingum um endingu. Algengustu aukaverkanir sem fram komu í meginrannsókninni voru venjulega vægar eða miðlungsmiklar og gengu til baka fáum dögum eftir bólusetningu. Þeirra á meðal voru verkur og bólga á stungustað, þreyta, höfuðverkur, vöðvaverkir, liðverkir, kuldahrollur og hiti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira