Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2020 23:24 Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há, þar af 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metra breið. Kystverket Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. Í fréttum Stöðvar 2 má sjá myndir af því hvernig þessi fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip munu líta út. Megintilgangurinn með göngunum er sagður sá að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir veðravítið Stað sunnan Álasunds, en röstin þar þykir jafnframt svæsin. Skipstjórar æfa siglingu um göngin í siglingahermi.Kystverket Skipstjórar voru farnir að æfa sig í siglingahermi þegar bakslag kom í áformin fyrir tveimur árum með skýrslu sem sýndi að framlag norska ríkisins jafngilti því að borgað væri með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði nærri 400 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall kom þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.Stad skipstunnel Skipagöngin nutu á móti stuðnings frá fylkisþingi Vesturlands og sveitarfélögum, samtökum launþega og atvinnulífs, þar á meðal útgerðum fiskiskipa og smærri farþegaferja. Einnig umhverfisverndarsamtökum, en fullyrt er göngin stytti siglingatíma, dragi úr eldsneytisnotkun og minnki kolefnisspor skipa um allt að 60 prósent milli Álasunds og Måløy sigli þau innri leið um göngin í stað ytri leiðar fyrir Stað. Gert er ráð fyrir bílvegi yfir gangamunnann.Stad skipstunnel Þegar norska ríkisstjórnin kynnti fjárlagafrumvarp sitt í haust var engin króna sett í skipagöngin og bar samgönguráðherrann, Knut Arild Hareide, því við að ekki væru til neinir peningar í göngin. Framfaraflokkurinn, sem minnihlutastjórn Ernu Solberg þarf að treysta á til að verjast falli, brást hins vegar hart við og hótaði að bera ríkisstjórnina ofurliði og mynda sérstakan meirihluta um skipagöngin með stjórnarandstöðunni. Fór svo að ríkisstjórnarflokkarnir gáfu eftir í samningum við Framfaraflokkinn og þegar norsku fjárlögin voru samþykkt í Stórþinginu á laugardag var búið að bæta inn 1,1 milljarði íslenskra króna til að hefja gröftinn fyrir lok næsta árs. Áætlað er að skipagöngin kosti alls um fimmtíu milljarða króna og vonast verkefnisstjórn til að fyrstu skipin sigli í gegn innan fimm ára. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þessari frétt frá árinu 2016 geta menn upplifað í sýndarveruleika hvernig verður að sigla um göngin: Noregur Skipaflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 má sjá myndir af því hvernig þessi fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip munu líta út. Megintilgangurinn með göngunum er sagður sá að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir veðravítið Stað sunnan Álasunds, en röstin þar þykir jafnframt svæsin. Skipstjórar æfa siglingu um göngin í siglingahermi.Kystverket Skipstjórar voru farnir að æfa sig í siglingahermi þegar bakslag kom í áformin fyrir tveimur árum með skýrslu sem sýndi að framlag norska ríkisins jafngilti því að borgað væri með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði nærri 400 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall kom þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.Stad skipstunnel Skipagöngin nutu á móti stuðnings frá fylkisþingi Vesturlands og sveitarfélögum, samtökum launþega og atvinnulífs, þar á meðal útgerðum fiskiskipa og smærri farþegaferja. Einnig umhverfisverndarsamtökum, en fullyrt er göngin stytti siglingatíma, dragi úr eldsneytisnotkun og minnki kolefnisspor skipa um allt að 60 prósent milli Álasunds og Måløy sigli þau innri leið um göngin í stað ytri leiðar fyrir Stað. Gert er ráð fyrir bílvegi yfir gangamunnann.Stad skipstunnel Þegar norska ríkisstjórnin kynnti fjárlagafrumvarp sitt í haust var engin króna sett í skipagöngin og bar samgönguráðherrann, Knut Arild Hareide, því við að ekki væru til neinir peningar í göngin. Framfaraflokkurinn, sem minnihlutastjórn Ernu Solberg þarf að treysta á til að verjast falli, brást hins vegar hart við og hótaði að bera ríkisstjórnina ofurliði og mynda sérstakan meirihluta um skipagöngin með stjórnarandstöðunni. Fór svo að ríkisstjórnarflokkarnir gáfu eftir í samningum við Framfaraflokkinn og þegar norsku fjárlögin voru samþykkt í Stórþinginu á laugardag var búið að bæta inn 1,1 milljarði íslenskra króna til að hefja gröftinn fyrir lok næsta árs. Áætlað er að skipagöngin kosti alls um fimmtíu milljarða króna og vonast verkefnisstjórn til að fyrstu skipin sigli í gegn innan fimm ára. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þessari frétt frá árinu 2016 geta menn upplifað í sýndarveruleika hvernig verður að sigla um göngin:
Noregur Skipaflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36
Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00