Innlent

Sýnist að sótt­varna­reglur hafi verið brotnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þórólfur Guðnason segir að ef allt sem fram hefur komið reynist rétt þá sé líklega um brot á sóttvarnareglum að ræða.
Þórólfur Guðnason segir að ef allt sem fram hefur komið reynist rétt þá sé líklega um brot á sóttvarnareglum að ræða. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar.

„Ég hef nú ekkert meiri upplýsingar en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ef þær reynast réttar þá sýnist mér klárlega að sóttvarnareglur hafi verið brotnar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu.

Hann segir þá að málið sé ekki á sínu borði, heldur alfarið í höndum lögreglu, sem rannsakar nú samkvæmið.


Tengdar fréttir

Ráð­herra í fjöl­mennu sam­kvæmi sem lög­regla stöðvaði

Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×