„Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 14:11 Kári Stefánsson hefur verið í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur um aukinn aðgang Íslands að bóluefni. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að hann hafi hafið samskipti sín við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer án þess að ræða við sóttvarnalækni „og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kári sendi fréttastofu en greint hefur verið frá því að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur með það fyrir augum að tryggja Íslendingum aukið magn bóluefnis við Covid-19. Þá var greint frá því í dag að Þórólfur Guðnason hefði viðrað svipaðar hugmyndir við Pfizer og Kári hefur gert, það er að segja að að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefni Pfizer. Leitaði ekki út fyrir Vatnsmýrina „Ég hóf samskipti mín við Pfizer í þeim tilgangi að reyna að útvega bóluefni án þess að ráðfæra mig við sóttvarnarlækni og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur. Ég gerði það líka án þess að vita að hann hefði sent tölvupóst til fulltrúa Pfizers á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu Kára. Þá segir Kári rangt hjá sóttvarnalækni að hann hafi borið upp við stjórnendur lyfjafyrirtækisins hugmyndir Þórólfs eða þær átt uppruna hjá Þórólfi. „Það vill svo til að ég hef unnið í tæpan aldarfjórðung við að rannsaka alls konar sjúkdóma á Íslandi með því að nýta mér eiginleika þjóðarinnar sem einstakt þýði. Þar af leiðandi þurfti ég ekki að leita út fyrir Vatnsmýrina til þess að finna þessa hugmynd. Það er heldur ekki að undra að aðrir í okkar samfélagi hafi fengið þessa hugmynd út af því fordæmi sem má finna í vinnu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Kári. Hann segist jafnframt gleðjast yfir því að Þórólfur hafi verið á undan honum að koma hugmyndinni í orð, eins og fram kom í samtali Kára við Luis Jodar, leiðtoga bóluefnadeildar Pfizer. „Það gleður mig líka að Þórólfur skyldi hafa komist að sömu niðurstöðu en hvorki ég né stjórnendur Pfizers vissum það þegar samtal okkar átti sér stað. Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni,“ segir Kári að lokum í tilkynningunni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. 24. desember 2020 14:00 Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kári sendi fréttastofu en greint hefur verið frá því að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur með það fyrir augum að tryggja Íslendingum aukið magn bóluefnis við Covid-19. Þá var greint frá því í dag að Þórólfur Guðnason hefði viðrað svipaðar hugmyndir við Pfizer og Kári hefur gert, það er að segja að að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefni Pfizer. Leitaði ekki út fyrir Vatnsmýrina „Ég hóf samskipti mín við Pfizer í þeim tilgangi að reyna að útvega bóluefni án þess að ráðfæra mig við sóttvarnarlækni og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur. Ég gerði það líka án þess að vita að hann hefði sent tölvupóst til fulltrúa Pfizers á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu Kára. Þá segir Kári rangt hjá sóttvarnalækni að hann hafi borið upp við stjórnendur lyfjafyrirtækisins hugmyndir Þórólfs eða þær átt uppruna hjá Þórólfi. „Það vill svo til að ég hef unnið í tæpan aldarfjórðung við að rannsaka alls konar sjúkdóma á Íslandi með því að nýta mér eiginleika þjóðarinnar sem einstakt þýði. Þar af leiðandi þurfti ég ekki að leita út fyrir Vatnsmýrina til þess að finna þessa hugmynd. Það er heldur ekki að undra að aðrir í okkar samfélagi hafi fengið þessa hugmynd út af því fordæmi sem má finna í vinnu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Kári. Hann segist jafnframt gleðjast yfir því að Þórólfur hafi verið á undan honum að koma hugmyndinni í orð, eins og fram kom í samtali Kára við Luis Jodar, leiðtoga bóluefnadeildar Pfizer. „Það gleður mig líka að Þórólfur skyldi hafa komist að sömu niðurstöðu en hvorki ég né stjórnendur Pfizers vissum það þegar samtal okkar átti sér stað. Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni,“ segir Kári að lokum í tilkynningunni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. 24. desember 2020 14:00 Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. 24. desember 2020 14:00
Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44
Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37