„Þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni“ Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 25. desember 2020 15:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Við vorum bara fyrst og fremst að fara yfir stöðu mála,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fund sem hún átti með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og yfirmanni bóluefnamála hjá bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer. Þar voru hugmyndir viðraðar um að Ísland yrði notað undir lokarannsóknir á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. „Ísland er auðvitað í samstarfi með Evrópusambandinu og Noregi um öflun bóluefna sem ég tel að hafi verið rétt aðferðafræði. En um leið erum við alltaf að gæta hagsmuna íslensks samfélags hvar sem við erum. Það gerum við meðal annars með því að minna á okkur á öllum vígstöðum og til þess var þessi fundur ætlaður,“ segir Katrín um fundinn sem Kári Stefánsson kom á með yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Hugmyndin er sú að fá 400 þúsund skammta af bóluefninu frá Pfizer hingað til lands til að bólusetja um 60 prósent þjóðarinnar. Yrði í raun þannig kannað hvort að kveða megi veiruna niður hjá heilli þjóð með bóluefninu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði sett sig í samband við Pfizer 15. desember síðastliðinn og borið fram hugmynd um að Ísland yrði notað í slíkar tilraunir. Hugmyndin hefði fyrst komið frá honum. Kári Stefánsson sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað af því að Þórólfur hefði stungið upp á þessu áður en hann átti fundinn með fulltrúa Pfizer. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer. „Sóttvarnalæknir hafði upplýst ráðherranefnd um það núna í desember,“ segir Katrín. Hún segir það hafa verið rætt á Pfizer-fundinum að það gæti orðið áhugavert að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt sé að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni.“ Hugmyndin sé enn á samtalsstigi og ekki hægt að segja á þessari stundu hvort af henni verður. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þar voru hugmyndir viðraðar um að Ísland yrði notað undir lokarannsóknir á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. „Ísland er auðvitað í samstarfi með Evrópusambandinu og Noregi um öflun bóluefna sem ég tel að hafi verið rétt aðferðafræði. En um leið erum við alltaf að gæta hagsmuna íslensks samfélags hvar sem við erum. Það gerum við meðal annars með því að minna á okkur á öllum vígstöðum og til þess var þessi fundur ætlaður,“ segir Katrín um fundinn sem Kári Stefánsson kom á með yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Hugmyndin er sú að fá 400 þúsund skammta af bóluefninu frá Pfizer hingað til lands til að bólusetja um 60 prósent þjóðarinnar. Yrði í raun þannig kannað hvort að kveða megi veiruna niður hjá heilli þjóð með bóluefninu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði sett sig í samband við Pfizer 15. desember síðastliðinn og borið fram hugmynd um að Ísland yrði notað í slíkar tilraunir. Hugmyndin hefði fyrst komið frá honum. Kári Stefánsson sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað af því að Þórólfur hefði stungið upp á þessu áður en hann átti fundinn með fulltrúa Pfizer. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer. „Sóttvarnalæknir hafði upplýst ráðherranefnd um það núna í desember,“ segir Katrín. Hún segir það hafa verið rætt á Pfizer-fundinum að það gæti orðið áhugavert að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt sé að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni.“ Hugmyndin sé enn á samtalsstigi og ekki hægt að segja á þessari stundu hvort af henni verður.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira