Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf Birgir Olgeirsson skrifar 26. desember 2020 17:12 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna fyrirspurna fjölmiðla. Um er að ræða svokallað dagbók lögreglu sem fjölmiðlar fá senda á hverjum morgni. Þar er farið yfir helstu verkefni lögreglu síðastliðinn sólarhring. Að morgni aðfangadags var slíkur póstur sendur á fjölmiðla þar sem fjallað var um umrætt samkvæmi í Ásmundarsal og vitnað orðrétt upp úr skýrslu lögreglu sem fór á vettvang. Í henni var tekið fram að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið í umræddu samkvæmi. Fjölmiðlar sendu fyrirspurnir á ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem neituðu einn af öðrum fyrir að hafa verið í samkvæminu. Vísir hafði heimildir fyrir því að Bjarni hefði verið umræddur ráðherra. Skömmu síðar greindi hann sjálfur frá því á Facebook-síðu sinni þar sem baðst afsökunar á veru sinni í samkvæminu. Í tilkynningu sem fjölmiðlum barst frá lögreglu í dag er tekið fram að vinnureglan sé að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr dagbók lögreglunnar þegar samantektir eru sendir hverju sinni. Það hafi farist fyrir á aðfangadag og verður málið skoðað að sögn lögreglu. Tilkynninguna í heild má sjá hér fyrir neðan: Vegna fyrirspurna fjölmiðla um tölvupóst sem þeim barst frá embættinu snemma á aðfangadag skal þess getið að vinnureglan er sú að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr dagbók lögreglunnar þegar samantektir úr henni eru sendar hverju sinni. Í samantektinni, sem var send fjölmiðlum á aðfangadag, fórst það fyrir. Ef misbrestur verður á framansögðu er það ávallt skoðað til hlítar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi „Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag. 26. desember 2020 16:40 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna fyrirspurna fjölmiðla. Um er að ræða svokallað dagbók lögreglu sem fjölmiðlar fá senda á hverjum morgni. Þar er farið yfir helstu verkefni lögreglu síðastliðinn sólarhring. Að morgni aðfangadags var slíkur póstur sendur á fjölmiðla þar sem fjallað var um umrætt samkvæmi í Ásmundarsal og vitnað orðrétt upp úr skýrslu lögreglu sem fór á vettvang. Í henni var tekið fram að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið í umræddu samkvæmi. Fjölmiðlar sendu fyrirspurnir á ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem neituðu einn af öðrum fyrir að hafa verið í samkvæminu. Vísir hafði heimildir fyrir því að Bjarni hefði verið umræddur ráðherra. Skömmu síðar greindi hann sjálfur frá því á Facebook-síðu sinni þar sem baðst afsökunar á veru sinni í samkvæminu. Í tilkynningu sem fjölmiðlum barst frá lögreglu í dag er tekið fram að vinnureglan sé að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr dagbók lögreglunnar þegar samantektir eru sendir hverju sinni. Það hafi farist fyrir á aðfangadag og verður málið skoðað að sögn lögreglu. Tilkynninguna í heild má sjá hér fyrir neðan: Vegna fyrirspurna fjölmiðla um tölvupóst sem þeim barst frá embættinu snemma á aðfangadag skal þess getið að vinnureglan er sú að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr dagbók lögreglunnar þegar samantektir úr henni eru sendar hverju sinni. Í samantektinni, sem var send fjölmiðlum á aðfangadag, fórst það fyrir. Ef misbrestur verður á framansögðu er það ávallt skoðað til hlítar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi „Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag. 26. desember 2020 16:40 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi „Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag. 26. desember 2020 16:40
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda