Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Tryggvi Páll Tryggvason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. desember 2020 11:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er hóflega bjartsýnn á að það takist að koma á samstarfi við Pfizer um bólusetningu þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Sagðist Þórólfur hafa viðrað þá hugmynd að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári og Þórólfur munu á næstunni funda með Pfizer til þess að athuga hvort grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi. Vilja svara ósvöruðum spurningum Fyrstu tíu þúsund skammtar bóluefnis Pfizer bárust hingað til lands í dag. Eftir afhendingu bóluefnisins var Þórólfur spurður út í þetta mögulega samstarf. „Við erum að skoða alla möguleika og reyna þannig að efla rannsóknir og svara mörgum spurningum sem eru ósvarað með bólusetningar,“ svaraði Þórólfur en viðtal fréttastofu við hann má sjá hér í spilaranum að neðan. „Hvernig verður virknin á bóluefninu á hina mismunandi stofna veirunnar, hvernig náum við hjarðónæmi, hvað gerist ef við slökum vel á eftir að hafa bólusett marga og svo framvegis. Þetta eru mjög mikilvægar spurningum fyrir okkur og mjög mikilvægar spurningar og svör fyrir aðrar þjóðir líka,“ sagði Þórólfur. Hóflega bjartsýnn Viðræðurnar eru skammt á veg komnnar. „Við höldum að við getum svarað þessum spurningum hér á Íslandi og þess vegna höfum við fært þetta í tal við Pfizer en þetta er á algjörum byrjunarreit,“ sagði Þórólfur. Sagði Þórólfur að á dagskrá í vikunni væru fundir með Pfizer til þess að svara fyrstu spurningunum sem upp koma varðandi mögulegt samstarf. Ertu bjartsýnn? „Bara hóflega eins og ég er búinn að vera allan tímann. Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hverju það skilar. Svo tökum við annað skref.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Sagðist Þórólfur hafa viðrað þá hugmynd að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári og Þórólfur munu á næstunni funda með Pfizer til þess að athuga hvort grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi. Vilja svara ósvöruðum spurningum Fyrstu tíu þúsund skammtar bóluefnis Pfizer bárust hingað til lands í dag. Eftir afhendingu bóluefnisins var Þórólfur spurður út í þetta mögulega samstarf. „Við erum að skoða alla möguleika og reyna þannig að efla rannsóknir og svara mörgum spurningum sem eru ósvarað með bólusetningar,“ svaraði Þórólfur en viðtal fréttastofu við hann má sjá hér í spilaranum að neðan. „Hvernig verður virknin á bóluefninu á hina mismunandi stofna veirunnar, hvernig náum við hjarðónæmi, hvað gerist ef við slökum vel á eftir að hafa bólusett marga og svo framvegis. Þetta eru mjög mikilvægar spurningum fyrir okkur og mjög mikilvægar spurningar og svör fyrir aðrar þjóðir líka,“ sagði Þórólfur. Hóflega bjartsýnn Viðræðurnar eru skammt á veg komnnar. „Við höldum að við getum svarað þessum spurningum hér á Íslandi og þess vegna höfum við fært þetta í tal við Pfizer en þetta er á algjörum byrjunarreit,“ sagði Þórólfur. Sagði Þórólfur að á dagskrá í vikunni væru fundir með Pfizer til þess að svara fyrstu spurningunum sem upp koma varðandi mögulegt samstarf. Ertu bjartsýnn? „Bara hóflega eins og ég er búinn að vera allan tímann. Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hverju það skilar. Svo tökum við annað skref.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19
Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57
Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51