Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Tryggvi Páll Tryggvason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. desember 2020 11:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er hóflega bjartsýnn á að það takist að koma á samstarfi við Pfizer um bólusetningu þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Sagðist Þórólfur hafa viðrað þá hugmynd að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári og Þórólfur munu á næstunni funda með Pfizer til þess að athuga hvort grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi. Vilja svara ósvöruðum spurningum Fyrstu tíu þúsund skammtar bóluefnis Pfizer bárust hingað til lands í dag. Eftir afhendingu bóluefnisins var Þórólfur spurður út í þetta mögulega samstarf. „Við erum að skoða alla möguleika og reyna þannig að efla rannsóknir og svara mörgum spurningum sem eru ósvarað með bólusetningar,“ svaraði Þórólfur en viðtal fréttastofu við hann má sjá hér í spilaranum að neðan. „Hvernig verður virknin á bóluefninu á hina mismunandi stofna veirunnar, hvernig náum við hjarðónæmi, hvað gerist ef við slökum vel á eftir að hafa bólusett marga og svo framvegis. Þetta eru mjög mikilvægar spurningum fyrir okkur og mjög mikilvægar spurningar og svör fyrir aðrar þjóðir líka,“ sagði Þórólfur. Hóflega bjartsýnn Viðræðurnar eru skammt á veg komnnar. „Við höldum að við getum svarað þessum spurningum hér á Íslandi og þess vegna höfum við fært þetta í tal við Pfizer en þetta er á algjörum byrjunarreit,“ sagði Þórólfur. Sagði Þórólfur að á dagskrá í vikunni væru fundir með Pfizer til þess að svara fyrstu spurningunum sem upp koma varðandi mögulegt samstarf. Ertu bjartsýnn? „Bara hóflega eins og ég er búinn að vera allan tímann. Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hverju það skilar. Svo tökum við annað skref.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Sagðist Þórólfur hafa viðrað þá hugmynd að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári og Þórólfur munu á næstunni funda með Pfizer til þess að athuga hvort grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi. Vilja svara ósvöruðum spurningum Fyrstu tíu þúsund skammtar bóluefnis Pfizer bárust hingað til lands í dag. Eftir afhendingu bóluefnisins var Þórólfur spurður út í þetta mögulega samstarf. „Við erum að skoða alla möguleika og reyna þannig að efla rannsóknir og svara mörgum spurningum sem eru ósvarað með bólusetningar,“ svaraði Þórólfur en viðtal fréttastofu við hann má sjá hér í spilaranum að neðan. „Hvernig verður virknin á bóluefninu á hina mismunandi stofna veirunnar, hvernig náum við hjarðónæmi, hvað gerist ef við slökum vel á eftir að hafa bólusett marga og svo framvegis. Þetta eru mjög mikilvægar spurningum fyrir okkur og mjög mikilvægar spurningar og svör fyrir aðrar þjóðir líka,“ sagði Þórólfur. Hóflega bjartsýnn Viðræðurnar eru skammt á veg komnnar. „Við höldum að við getum svarað þessum spurningum hér á Íslandi og þess vegna höfum við fært þetta í tal við Pfizer en þetta er á algjörum byrjunarreit,“ sagði Þórólfur. Sagði Þórólfur að á dagskrá í vikunni væru fundir með Pfizer til þess að svara fyrstu spurningunum sem upp koma varðandi mögulegt samstarf. Ertu bjartsýnn? „Bara hóflega eins og ég er búinn að vera allan tímann. Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hverju það skilar. Svo tökum við annað skref.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19
Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57
Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51