Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 14:49 Ef rétt reynist verður hægt að bólusetja sex þúsund manns í stað fimm þúsund með bóluefninu sem kom í morgun. Vísir/Egill og Pfizer Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. Vísir greindi frá því á dögunum að í ljós hefði komið þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Samkvæmt heimildum Vísis leynast að minnsta kosti sex skammtar í glösunum sem bárust hingað til lands en Vísi er ekki kunnugt um hvort notkun þeirra er háð samþykki Lyfjastofnunar. Eins og fram hefur komið þarf að geyma og flytja bóluefnið frá Pfizer og BioNTech við mikið frost. Það er flutt í duftformi en í fyrramálið, þegar það hefur þiðnað, verður því blandað við saltvatnslausn svo hægt sé að hefja bólusetningar. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar umframskammta en það ku vera algengt að viðbót leynist í bóluefnaglösum til að mæta því að eitthvað fari til spillis. FDA mælir hins vegar ekki með því að blanda saman skömmtum milli glasa. Uppfært kl. 15.01: Vísir ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, sem sagði það ekki á forræði stofnunarinnar að taka ákvörðun um notkun viðbótarskammta. Hún sagði leiðbeiningar um bólusetninguna á höndum sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar en sambærileg yfirvöld í Danmörku hefðu gefið leyfi fyrir notkun umframefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að í ljós hefði komið þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Samkvæmt heimildum Vísis leynast að minnsta kosti sex skammtar í glösunum sem bárust hingað til lands en Vísi er ekki kunnugt um hvort notkun þeirra er háð samþykki Lyfjastofnunar. Eins og fram hefur komið þarf að geyma og flytja bóluefnið frá Pfizer og BioNTech við mikið frost. Það er flutt í duftformi en í fyrramálið, þegar það hefur þiðnað, verður því blandað við saltvatnslausn svo hægt sé að hefja bólusetningar. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar umframskammta en það ku vera algengt að viðbót leynist í bóluefnaglösum til að mæta því að eitthvað fari til spillis. FDA mælir hins vegar ekki með því að blanda saman skömmtum milli glasa. Uppfært kl. 15.01: Vísir ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, sem sagði það ekki á forræði stofnunarinnar að taka ákvörðun um notkun viðbótarskammta. Hún sagði leiðbeiningar um bólusetninguna á höndum sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar en sambærileg yfirvöld í Danmörku hefðu gefið leyfi fyrir notkun umframefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira