Costa vill rifta samningi sínum hjá Atlético Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 22:01 Costa vill fara frá Atlético í janúar. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ Diego Costa, framherji Atlético Madrid, vill rifta samningi sínum nú í janúar en samningurinn á að renna út næsta sumar. Hinn 32 ára gamli spænski framherji – sem ættaður er frá Brasilíu - rennur út á samning hjá Atlético Madrid næsta sumar. Hann hefur hins vegar ekki áhuga á að vera hjá félaginu svo lengi. Costa gekk aftur í raðir Atlético árið 2018 eftir þrjú ár hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en hann er goðsögn í Madríd eftir veru sína hjá félaginu frá 2010 til 2014. Síðan hann gekk aftur í raðir Atlético hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit og hefur nú óskað eftir því að fá samningi sínum rift svo hann geti fundið sér nýtt félag í janúar. Frá þessu er greint á knattspyrnuvefnum Goal.com í dag. Costa hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum hjá Atlético í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og skorað tvö mörk. Liðinu hefur gengið vel og því hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Diego Simeone, þjálfara liðsins. Þá hefur framherjinn einnig verið að glíma við meiðsli. Diego Costa has asked Atletico Madrid to terminate his contract in January, Goal can confirm.Costa's deal expires in the summer but he has been given permission to miss training and could be allowed to leave for free.Who should sign him? pic.twitter.com/KYSmM1INm3— Goal (@goal) December 28, 2020 Þar sem Evrópumótið er handan við hornið vill Costa eflaust reyna spila sig inn í landsliðshóp Spánar og því hefur hann óskað eftir því að samningi sínum verði rift. Hver nákvæmlega hann myndi fara er óvíst en hann hefur til að mynda leikið með Real Valladolid, Rayo Vallecano og Celta Vigo á Spáni sem og Braga í Portúgal. Alls hefur Costa leikið 24 landsleiki fyrir A-landslið Spánar og skorað í þeim tíu mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Hinn 32 ára gamli spænski framherji – sem ættaður er frá Brasilíu - rennur út á samning hjá Atlético Madrid næsta sumar. Hann hefur hins vegar ekki áhuga á að vera hjá félaginu svo lengi. Costa gekk aftur í raðir Atlético árið 2018 eftir þrjú ár hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en hann er goðsögn í Madríd eftir veru sína hjá félaginu frá 2010 til 2014. Síðan hann gekk aftur í raðir Atlético hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit og hefur nú óskað eftir því að fá samningi sínum rift svo hann geti fundið sér nýtt félag í janúar. Frá þessu er greint á knattspyrnuvefnum Goal.com í dag. Costa hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum hjá Atlético í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og skorað tvö mörk. Liðinu hefur gengið vel og því hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Diego Simeone, þjálfara liðsins. Þá hefur framherjinn einnig verið að glíma við meiðsli. Diego Costa has asked Atletico Madrid to terminate his contract in January, Goal can confirm.Costa's deal expires in the summer but he has been given permission to miss training and could be allowed to leave for free.Who should sign him? pic.twitter.com/KYSmM1INm3— Goal (@goal) December 28, 2020 Þar sem Evrópumótið er handan við hornið vill Costa eflaust reyna spila sig inn í landsliðshóp Spánar og því hefur hann óskað eftir því að samningi sínum verði rift. Hver nákvæmlega hann myndi fara er óvíst en hann hefur til að mynda leikið með Real Valladolid, Rayo Vallecano og Celta Vigo á Spáni sem og Braga í Portúgal. Alls hefur Costa leikið 24 landsleiki fyrir A-landslið Spánar og skorað í þeim tíu mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira