„Það var bara ekki sérstök stemning fyrir því“ að kalla saman þing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:51 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaðu Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að þing komi saman til fundar á morgun líkt og þingmenn stjórnarandstöðu höfðu kallað eftir. Samfylkingin óskaði í gær eftir því að þing kæmi saman á morgun til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Þá hafði Miðflokkurinn áður kallað eftir því að þing kæmi saman til að ræða stöðu mála vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni á Íslandi. Formenn þingflokka funduðu með forseta Alþingis í dag þar sem niðurstaðan varð sú að þing yrði ekki kallað saman. „Það var ekki sérstök ástæða gefin, það var bara ekki sérstök stemning fyrir því eins og einn þingflokksformaður stjórnarliðsins orðaði það,“ sagði Oddný í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Nú er það svo að Alþingi er helsti umræðuvettvangur um þjóðmál og í dag þá beitti meirihlutinn sér gegn því að hann stæði opinn. Vegna þess að þau vilja forðast það að ræða mál sem er þeim mjög viðkvæmt, þau treysta sér ekki til að mæta minnihlutanum hér í þingsal til þess að ræða brot fjármálaráðherrans á sóttvarnareglunum,“ segir Oddný. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir kröfuna en það dugði ekki til, til að hægt yrði að kalla þingið saman en minnst tveir þingmenn stjórnarflokkanna hefðu þurft að fallast á tillöguna til að svo gæti orðið. „Ég vonaði það sannarlega og sérstaklega vegna þess að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar er lögð sérstök áhersla á að treysta Alþingi. Og þegar að þrjátíu alþingismenn kalla á þingfund þá hefði ég haldið að ríkisstjórn sem er með slíkar áherslur hefði auðvitað ekki lagst gegn því. En því miður gerðist það,“ sagði Oddný. Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25 Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03 Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Samfylkingin óskaði í gær eftir því að þing kæmi saman á morgun til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Þá hafði Miðflokkurinn áður kallað eftir því að þing kæmi saman til að ræða stöðu mála vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni á Íslandi. Formenn þingflokka funduðu með forseta Alþingis í dag þar sem niðurstaðan varð sú að þing yrði ekki kallað saman. „Það var ekki sérstök ástæða gefin, það var bara ekki sérstök stemning fyrir því eins og einn þingflokksformaður stjórnarliðsins orðaði það,“ sagði Oddný í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Nú er það svo að Alþingi er helsti umræðuvettvangur um þjóðmál og í dag þá beitti meirihlutinn sér gegn því að hann stæði opinn. Vegna þess að þau vilja forðast það að ræða mál sem er þeim mjög viðkvæmt, þau treysta sér ekki til að mæta minnihlutanum hér í þingsal til þess að ræða brot fjármálaráðherrans á sóttvarnareglunum,“ segir Oddný. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir kröfuna en það dugði ekki til, til að hægt yrði að kalla þingið saman en minnst tveir þingmenn stjórnarflokkanna hefðu þurft að fallast á tillöguna til að svo gæti orðið. „Ég vonaði það sannarlega og sérstaklega vegna þess að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar er lögð sérstök áhersla á að treysta Alþingi. Og þegar að þrjátíu alþingismenn kalla á þingfund þá hefði ég haldið að ríkisstjórn sem er með slíkar áherslur hefði auðvitað ekki lagst gegn því. En því miður gerðist það,“ sagði Oddný.
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25 Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03 Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Formenn þingflokka funda með Steingrími Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 28. desember 2020 14:25
Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. 27. desember 2020 18:03
Samfylkingin vill að Alþingi verði kallað saman fyrir áramót Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að Alþingi komi saman þann 29. desember þar sem fram fari sérstök umræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. 27. desember 2020 15:51