Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2020 09:40 Bólusetningin gekk ljómandi vel í morgun. Vísir/Vilhelm Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. Það voru þau Kristina Elizondo, sjúkraliði á gjörgæsludeild, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, Elías Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum, og Thelma Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður á bráðamóttöku, sem fengu fyrstu bólusetninguna. „Þetta var lítið mál“, sagði Kristina eftir að hafa fengið sprautuna en hún varð fyrst hér á landi til þess að verða bólusett gegn Covid-19. Kristín var næst, því næst Eyþór og að lokum Thelma, en allt í allt tók bólusetningin um þrjátíu sekúndur. Fjórmenningarnir sem fengu fyrsti bólusetninguna. Kristina Elizondo lengst til vinstri, því næst Kristín Gunnarsdóttir, Elías Eyþórsson og Thelma Guðrún Jónsdóttir lengst til hægri.Almannavarnir „Þetta var nú ekki lengi gert,“ sagði Alma Möller landlæknir að lokinni bólusetningunni. „Hálfnað verk þá hafið er.“ Hvöttu landsmenn alla til að mæta í bólusetningu þegar kallið kemur Fjórmenningarnir þurfa svo að mæta aftur í bólusetningu eftir um þrjár vikur til þess að fá seinni skammtinn, en bóluefni Pfizer kemur í tveimur skömmtum. „Nei alls ekki,“ svöruðu þau öll nánast í kór þegar þau voru spurð að því hvort að það hafi verið vont að fá sprautuna. Þau virtust öll vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið bólusetningu og hvöttu þau landsmenn alla til þess að þiggja bólusetningu þegar röðin kemur að hverjum og einum. Eyþór benti einnig á að það væri eðlilegt að vera smeykur við að vera sprautaður en hann hvatti landsmenn sérstaklega til að vega og meta kosti og galla við að fá bólusetninguna. Í þessu tilviki væri mun skynsamlegar og mun meiri vörn í því að fá bólusetningu, fremur en að eiga á hættu að fá Covid-19 síðar meir. Bólusetningin sjálf tók skamma stund.Almannavarnir Fólk gæti orðið verulega veikt af Covid-19 en engin slík áhætta væri fyrir hendi vegna bóluefnisins. Undir þetta tóku viðstaddir. „Þetta var bara ekkert mál, ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði Kristina til þess að undirstrika að bólusetningin sjálf væri ekkert til þess að vera hræddur eða hrædd við. Hér má sjá upptöku frá bólusetningarviðburðinum. Þar fyrir neðan má sjá framvindu bólusetningarinnar í beinni textalýsingu.
Það voru þau Kristina Elizondo, sjúkraliði á gjörgæsludeild, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, Elías Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum, og Thelma Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður á bráðamóttöku, sem fengu fyrstu bólusetninguna. „Þetta var lítið mál“, sagði Kristina eftir að hafa fengið sprautuna en hún varð fyrst hér á landi til þess að verða bólusett gegn Covid-19. Kristín var næst, því næst Eyþór og að lokum Thelma, en allt í allt tók bólusetningin um þrjátíu sekúndur. Fjórmenningarnir sem fengu fyrsti bólusetninguna. Kristina Elizondo lengst til vinstri, því næst Kristín Gunnarsdóttir, Elías Eyþórsson og Thelma Guðrún Jónsdóttir lengst til hægri.Almannavarnir „Þetta var nú ekki lengi gert,“ sagði Alma Möller landlæknir að lokinni bólusetningunni. „Hálfnað verk þá hafið er.“ Hvöttu landsmenn alla til að mæta í bólusetningu þegar kallið kemur Fjórmenningarnir þurfa svo að mæta aftur í bólusetningu eftir um þrjár vikur til þess að fá seinni skammtinn, en bóluefni Pfizer kemur í tveimur skömmtum. „Nei alls ekki,“ svöruðu þau öll nánast í kór þegar þau voru spurð að því hvort að það hafi verið vont að fá sprautuna. Þau virtust öll vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið bólusetningu og hvöttu þau landsmenn alla til þess að þiggja bólusetningu þegar röðin kemur að hverjum og einum. Eyþór benti einnig á að það væri eðlilegt að vera smeykur við að vera sprautaður en hann hvatti landsmenn sérstaklega til að vega og meta kosti og galla við að fá bólusetninguna. Í þessu tilviki væri mun skynsamlegar og mun meiri vörn í því að fá bólusetningu, fremur en að eiga á hættu að fá Covid-19 síðar meir. Bólusetningin sjálf tók skamma stund.Almannavarnir Fólk gæti orðið verulega veikt af Covid-19 en engin slík áhætta væri fyrir hendi vegna bóluefnisins. Undir þetta tóku viðstaddir. „Þetta var bara ekkert mál, ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði Kristina til þess að undirstrika að bólusetningin sjálf væri ekkert til þess að vera hræddur eða hrædd við. Hér má sjá upptöku frá bólusetningarviðburðinum. Þar fyrir neðan má sjá framvindu bólusetningarinnar í beinni textalýsingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. 28. desember 2020 23:14 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira
Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. 28. desember 2020 23:14