Pökkuðu saman í rafmagnsleysinu og fluttu jólin yfir til tengdó Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2020 11:30 Vart er hægt að hugsa sér verri tíma til að missa út rafmagnið og þann þegar verið er að hafa til sjálfa hátíðarmáltíðina að kvöldi aðfangadags. aðsendar Rafmagnslaust varð á allra versta tíma í nýju hverfi á Selfossi eða að kvöldi aðfangadags. Jólamaturinn fór fyrir lítið. „Já, það má segja að Rarik hafi stolið jólunum frá okkur og fleiri fjölskyldum,“ segir Sævar Andri Árnason húsasmiður og íbúi í Löndunum, nýju hverfi á Selfossi í samtali við Vísi. Sævar og fjölskylda, eiginkona og tvær dætur, voru í óða önn við að undirbúa sjálfa jólamáltíðina; hamborgarhryggurinn var í ofninum, sósan að taka sig á hellunni og verið var að gera allt sem tilheyrir klárt. „Við vorum að reyna að brúna kartöflur. Þá datt rafmagnið út.“ Þau biðu í þrjú korter eða til klukkan korter yfir sex og þá datt rafmagnið inn aftur og þau keyrðu matseldina í gang en þá datt rafmagnið út aftur. „Þá fer út annar fasi,“ segir Sævar. Einhverjir náðu að elda jólamáltíðina á prímus Hann hringdi í Rarik og sá sem þar var fyrir svörum var mjög undrandi á því að þetta væri dottið út aftur. En það var þá þessi fasi tvö. Þá varð fjölskyldunni nóg boðið. „Við erum með eina sjö ára og aðra eins árs. Við frúin tókum fjölskyldufund. Við vissum ekki hversu lengi þessi seinni bilun myndi vara. Þar sem við erum í lítilli og nettri íbúð höfðum við ekki allt okkar hafurtak hjá okkur. Einhverjir gátu eldað sósuna á prímus úti í bílskúr og snæddu þá við kertaljós. Konan hringdi í móður sína, við eigum góða að á Selfossi, þannig að við tókum saman allt okkar pakkadót og fengum mat hjá þeim. Hátíðarmáltíðin sjálf var farin í vaskinn. Þú gerir ekkert litlum börnum, sem eru spennt yfir pökkunum, það að látið þau bíða endalaust.“ Svipmyndir úr rafmagnsleysinu á Selfossi á aðfangadagskvöld. Einhverjir gripu til þess að elda hátíðarkvöldverðinn á prímus. Selfyssingar kunna að bjarga sér ef svo ber undir.aðsend Þau drifu sig því yfir til tengdaforeldra Sævars sem tóku fagnandi á móti þeim. Sem betur fer áttu þau nægan mat. Sævar segir að það séu ekki síst viðbrögð Rarik sem standi í sér. „Já, mér finnst þetta lélegt,“ segir Sævar og vísar til þess að hvorki hafi heyrst þaðan hósti né stuna. „Engin afsökunarbeiðni eða neitt. Réttast væri að þeir borguðu jólamatinn fyrir alla í þessu hverfi. Þó fólk taki þessu með ró og reyni að hafa þetta sem best og eftirminnilegt, þá er þetta lélegt.“ RARIK harmar mistökin Rósant Guðmundsson kynningarstjóri RARIK segir allt þetta sem Sævar talar um og að RARIK snýr sannleikanum samkvæmt. Hann segir að á svæðisvaktinni hafi verið gerð þau mistök að ekki voru send út, eins og jafnan er gert, tilkynning til notenda. „Það kom fát á mannskapinn þó vert sé að halda því til haga að vinnuflokkarnir vinna frábært starf við oft erfiðar aðstæður á vettvangi. Þetta er svo krítískur tími og menn voru að einbeita sér að því að koma rafmagninu á. En þegar verður fyrirvaralaus truflun senda menn út tilkynningu alla jafna. Þó ljóst sé að komið sé rafmagnsleysi. Og láta vita að verið sé að leita að bilum. Og svo að venju er send út tilkynning og þar sem beðist er velvirðingar. Mistök að það var ekki gert,“ segir Rósant. Í fátinu við að bjarga biluninni á hinum krítíska tíma fórst fyrir að senda út tilkynningu og afsökunarbeiðni. Hún berst með seinni skipunum, hér og nú.RARIK Hann útskýrir að múffa í jarðstreng sem fæðir hverfið hafi brunnið. Það þurfti að staðsetja hana og svo var hverfið fætt frá öðrum stað, á endanum. „Við náttúrlega biðjumst velvirðingar á því að ekki var út send tilkynning, sem eðlilegt er í slíku tilfelli.“ Rósant segir athyglisvert að yfirleitt sé ekki svona mikið álag á aðfangadegi. Fólk hópist yfirleitt meira saman og þá myndast ekki eins mikið álag á kerfið. Nú hins vegar var fólk dreifðara vegna kórónuveirunnar og þar með fleiri tæki í gangi. „Sem gæti verið ástæðan fyrir því að múffan brann. Við verðum að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og biðjumst innilega afsökunar á þessu. Kannski seint að senda þá afsökunarbeiðni út viku seinna en virkilega leiðinleg mistök sem áttu sér stað þarna,“ segir Rósant. Hann segir eðlilegt að fólk sé pirrað, þetta sé krítískur tími sú var einmitt ástæðan fyrir því að menn gleymdu sér í fátinu. Og tilkynningskyldan fór forgörðum. Jól Árborg Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Já, það má segja að Rarik hafi stolið jólunum frá okkur og fleiri fjölskyldum,“ segir Sævar Andri Árnason húsasmiður og íbúi í Löndunum, nýju hverfi á Selfossi í samtali við Vísi. Sævar og fjölskylda, eiginkona og tvær dætur, voru í óða önn við að undirbúa sjálfa jólamáltíðina; hamborgarhryggurinn var í ofninum, sósan að taka sig á hellunni og verið var að gera allt sem tilheyrir klárt. „Við vorum að reyna að brúna kartöflur. Þá datt rafmagnið út.“ Þau biðu í þrjú korter eða til klukkan korter yfir sex og þá datt rafmagnið inn aftur og þau keyrðu matseldina í gang en þá datt rafmagnið út aftur. „Þá fer út annar fasi,“ segir Sævar. Einhverjir náðu að elda jólamáltíðina á prímus Hann hringdi í Rarik og sá sem þar var fyrir svörum var mjög undrandi á því að þetta væri dottið út aftur. En það var þá þessi fasi tvö. Þá varð fjölskyldunni nóg boðið. „Við erum með eina sjö ára og aðra eins árs. Við frúin tókum fjölskyldufund. Við vissum ekki hversu lengi þessi seinni bilun myndi vara. Þar sem við erum í lítilli og nettri íbúð höfðum við ekki allt okkar hafurtak hjá okkur. Einhverjir gátu eldað sósuna á prímus úti í bílskúr og snæddu þá við kertaljós. Konan hringdi í móður sína, við eigum góða að á Selfossi, þannig að við tókum saman allt okkar pakkadót og fengum mat hjá þeim. Hátíðarmáltíðin sjálf var farin í vaskinn. Þú gerir ekkert litlum börnum, sem eru spennt yfir pökkunum, það að látið þau bíða endalaust.“ Svipmyndir úr rafmagnsleysinu á Selfossi á aðfangadagskvöld. Einhverjir gripu til þess að elda hátíðarkvöldverðinn á prímus. Selfyssingar kunna að bjarga sér ef svo ber undir.aðsend Þau drifu sig því yfir til tengdaforeldra Sævars sem tóku fagnandi á móti þeim. Sem betur fer áttu þau nægan mat. Sævar segir að það séu ekki síst viðbrögð Rarik sem standi í sér. „Já, mér finnst þetta lélegt,“ segir Sævar og vísar til þess að hvorki hafi heyrst þaðan hósti né stuna. „Engin afsökunarbeiðni eða neitt. Réttast væri að þeir borguðu jólamatinn fyrir alla í þessu hverfi. Þó fólk taki þessu með ró og reyni að hafa þetta sem best og eftirminnilegt, þá er þetta lélegt.“ RARIK harmar mistökin Rósant Guðmundsson kynningarstjóri RARIK segir allt þetta sem Sævar talar um og að RARIK snýr sannleikanum samkvæmt. Hann segir að á svæðisvaktinni hafi verið gerð þau mistök að ekki voru send út, eins og jafnan er gert, tilkynning til notenda. „Það kom fát á mannskapinn þó vert sé að halda því til haga að vinnuflokkarnir vinna frábært starf við oft erfiðar aðstæður á vettvangi. Þetta er svo krítískur tími og menn voru að einbeita sér að því að koma rafmagninu á. En þegar verður fyrirvaralaus truflun senda menn út tilkynningu alla jafna. Þó ljóst sé að komið sé rafmagnsleysi. Og láta vita að verið sé að leita að bilum. Og svo að venju er send út tilkynning og þar sem beðist er velvirðingar. Mistök að það var ekki gert,“ segir Rósant. Í fátinu við að bjarga biluninni á hinum krítíska tíma fórst fyrir að senda út tilkynningu og afsökunarbeiðni. Hún berst með seinni skipunum, hér og nú.RARIK Hann útskýrir að múffa í jarðstreng sem fæðir hverfið hafi brunnið. Það þurfti að staðsetja hana og svo var hverfið fætt frá öðrum stað, á endanum. „Við náttúrlega biðjumst velvirðingar á því að ekki var út send tilkynning, sem eðlilegt er í slíku tilfelli.“ Rósant segir athyglisvert að yfirleitt sé ekki svona mikið álag á aðfangadegi. Fólk hópist yfirleitt meira saman og þá myndast ekki eins mikið álag á kerfið. Nú hins vegar var fólk dreifðara vegna kórónuveirunnar og þar með fleiri tæki í gangi. „Sem gæti verið ástæðan fyrir því að múffan brann. Við verðum að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og biðjumst innilega afsökunar á þessu. Kannski seint að senda þá afsökunarbeiðni út viku seinna en virkilega leiðinleg mistök sem áttu sér stað þarna,“ segir Rósant. Hann segir eðlilegt að fólk sé pirrað, þetta sé krítískur tími sú var einmitt ástæðan fyrir því að menn gleymdu sér í fátinu. Og tilkynningskyldan fór forgörðum.
Jól Árborg Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira