Grjóthörð loftslagslausn Edda Sif Aradóttir skrifar 30. desember 2020 08:01 Carbfix tæknin, sem fangar og fargar koldíoxíði (CO2) m.a. úr útblæstri orku- og iðnvera, byggir á íslensku hugviti sem þróað var í samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og alþjóðlegs teymi vísindafólks. Koldíoxíðið er fangað úr útblæstri eða beint úr andrúmslofti, leyst í vatni og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur á innan við tveimur árum. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda koldíoxíð varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið og hefur Carbfix ohf. verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag OR frá upphafi þessa árs. Það hefur gengið á ýmsu þetta fyrsta rekstrarár félagsins enda um fordæmalausa tíma að ræða eins og þekkt er orðið. Þó er jákvætt að þrátt fyrir heimsfaraldur hafa loftslagsmálin líka verið í brennidepli á árinu – enda ekki vanþörf á þar sem geigvænlegar afleiðingar hlýnunar jarðar verða sífellt augljósari með auknum fjölda hamfaraveðuratburða. Metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Nýverið kynntu íslensk stjórnvöld metnaðarfyllri loftslagsmarkmið og plön um eflingu aðgerða sem stuðla eiga að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Góður árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ákveðnum geirum en jafnframt ljóst að gefa þarf hraustlega í græna nýsköpun og fjárfestingar í loftslagslausnum svo markmiðin náist. Á það t.a.m. við um nýsköpun tengda föngun og förgun koldíoxíðs frá stóriðju sem m.a. er getið um í aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til samræmis við viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækjanna og OR frá því í fyrra. Grænn og loftslagsvænn iðnaður Hér heima fyrir hefur jarðvegurinn verið plægður fyrir nýja græna atvinnugrein, kolefnisföngun og -förgun. Nú liggur fyrir Alþingi ráðherrafrumvarp um niðurdælingu koldíoxíðs sem m.a. felur í sér beinan fjárhagslegan hvata fyrir aðila sem falla undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Frumkvöðlasamningur Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks sem undirritaður var á árinu, og felur í sér föngun og förgun koldíoxíðs sem þegar hefur verið sleppt út í andrúmsloftið, er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Erlend stórfyrirtæki hafa sýnt Carbfix tækninni mikinn áhuga á árinu og við hlökkum til að deila fréttum af nýjum verkefnum og vexti með tilheyrandi verðmætasköpun og jákvæðum áhrifum fyrir loftslagið. Þá hefur hróður Carbfix tækninnar borist víða á öldum ljósvakans á árinu enda féllu nokkur nýsköpunarverðlaun okkur í skaut auk þess sem nokkrir af stærstu fjölmiðlum og efnisveitum heims fjölluðu um okkur, þ.m.t. Netflix, the Weather Channel, NOVA PBS og BBC. Markmið í augsýn Fyrir tilstuðlan metnaðarfyllri markmiða ríkja heims þegar kemur að loftslagsmálum sjáum við nú í fyrsta skipti möguleika á því að geta náð markmiðum Parísarsamningsins. Allar lausnirnar sem þarf eru þegar til – verkefnið felst í því að auka umfang þeirra með veldisvexti á komandi árum og þannig draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland getur skapað sér mikil tækifæri með markvissri uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar sem og útflutningi á hugviti. Starfsfólk Carbfix horfir björtum augum til framtíðar og er til þjónustu reiðubúið að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum aðgang að grjótharðri, varanlegri og hagkvæmri loftslagslausn. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Carbfix tæknin, sem fangar og fargar koldíoxíði (CO2) m.a. úr útblæstri orku- og iðnvera, byggir á íslensku hugviti sem þróað var í samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og alþjóðlegs teymi vísindafólks. Koldíoxíðið er fangað úr útblæstri eða beint úr andrúmslofti, leyst í vatni og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur á innan við tveimur árum. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda koldíoxíð varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið og hefur Carbfix ohf. verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag OR frá upphafi þessa árs. Það hefur gengið á ýmsu þetta fyrsta rekstrarár félagsins enda um fordæmalausa tíma að ræða eins og þekkt er orðið. Þó er jákvætt að þrátt fyrir heimsfaraldur hafa loftslagsmálin líka verið í brennidepli á árinu – enda ekki vanþörf á þar sem geigvænlegar afleiðingar hlýnunar jarðar verða sífellt augljósari með auknum fjölda hamfaraveðuratburða. Metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Nýverið kynntu íslensk stjórnvöld metnaðarfyllri loftslagsmarkmið og plön um eflingu aðgerða sem stuðla eiga að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Góður árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ákveðnum geirum en jafnframt ljóst að gefa þarf hraustlega í græna nýsköpun og fjárfestingar í loftslagslausnum svo markmiðin náist. Á það t.a.m. við um nýsköpun tengda föngun og förgun koldíoxíðs frá stóriðju sem m.a. er getið um í aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til samræmis við viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækjanna og OR frá því í fyrra. Grænn og loftslagsvænn iðnaður Hér heima fyrir hefur jarðvegurinn verið plægður fyrir nýja græna atvinnugrein, kolefnisföngun og -förgun. Nú liggur fyrir Alþingi ráðherrafrumvarp um niðurdælingu koldíoxíðs sem m.a. felur í sér beinan fjárhagslegan hvata fyrir aðila sem falla undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Frumkvöðlasamningur Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks sem undirritaður var á árinu, og felur í sér föngun og förgun koldíoxíðs sem þegar hefur verið sleppt út í andrúmsloftið, er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Erlend stórfyrirtæki hafa sýnt Carbfix tækninni mikinn áhuga á árinu og við hlökkum til að deila fréttum af nýjum verkefnum og vexti með tilheyrandi verðmætasköpun og jákvæðum áhrifum fyrir loftslagið. Þá hefur hróður Carbfix tækninnar borist víða á öldum ljósvakans á árinu enda féllu nokkur nýsköpunarverðlaun okkur í skaut auk þess sem nokkrir af stærstu fjölmiðlum og efnisveitum heims fjölluðu um okkur, þ.m.t. Netflix, the Weather Channel, NOVA PBS og BBC. Markmið í augsýn Fyrir tilstuðlan metnaðarfyllri markmiða ríkja heims þegar kemur að loftslagsmálum sjáum við nú í fyrsta skipti möguleika á því að geta náð markmiðum Parísarsamningsins. Allar lausnirnar sem þarf eru þegar til – verkefnið felst í því að auka umfang þeirra með veldisvexti á komandi árum og þannig draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland getur skapað sér mikil tækifæri með markvissri uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar sem og útflutningi á hugviti. Starfsfólk Carbfix horfir björtum augum til framtíðar og er til þjónustu reiðubúið að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum aðgang að grjótharðri, varanlegri og hagkvæmri loftslagslausn. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun