Grjóthörð loftslagslausn Edda Sif Aradóttir skrifar 30. desember 2020 08:01 Carbfix tæknin, sem fangar og fargar koldíoxíði (CO2) m.a. úr útblæstri orku- og iðnvera, byggir á íslensku hugviti sem þróað var í samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og alþjóðlegs teymi vísindafólks. Koldíoxíðið er fangað úr útblæstri eða beint úr andrúmslofti, leyst í vatni og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur á innan við tveimur árum. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda koldíoxíð varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið og hefur Carbfix ohf. verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag OR frá upphafi þessa árs. Það hefur gengið á ýmsu þetta fyrsta rekstrarár félagsins enda um fordæmalausa tíma að ræða eins og þekkt er orðið. Þó er jákvætt að þrátt fyrir heimsfaraldur hafa loftslagsmálin líka verið í brennidepli á árinu – enda ekki vanþörf á þar sem geigvænlegar afleiðingar hlýnunar jarðar verða sífellt augljósari með auknum fjölda hamfaraveðuratburða. Metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Nýverið kynntu íslensk stjórnvöld metnaðarfyllri loftslagsmarkmið og plön um eflingu aðgerða sem stuðla eiga að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Góður árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ákveðnum geirum en jafnframt ljóst að gefa þarf hraustlega í græna nýsköpun og fjárfestingar í loftslagslausnum svo markmiðin náist. Á það t.a.m. við um nýsköpun tengda föngun og förgun koldíoxíðs frá stóriðju sem m.a. er getið um í aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til samræmis við viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækjanna og OR frá því í fyrra. Grænn og loftslagsvænn iðnaður Hér heima fyrir hefur jarðvegurinn verið plægður fyrir nýja græna atvinnugrein, kolefnisföngun og -förgun. Nú liggur fyrir Alþingi ráðherrafrumvarp um niðurdælingu koldíoxíðs sem m.a. felur í sér beinan fjárhagslegan hvata fyrir aðila sem falla undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Frumkvöðlasamningur Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks sem undirritaður var á árinu, og felur í sér föngun og förgun koldíoxíðs sem þegar hefur verið sleppt út í andrúmsloftið, er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Erlend stórfyrirtæki hafa sýnt Carbfix tækninni mikinn áhuga á árinu og við hlökkum til að deila fréttum af nýjum verkefnum og vexti með tilheyrandi verðmætasköpun og jákvæðum áhrifum fyrir loftslagið. Þá hefur hróður Carbfix tækninnar borist víða á öldum ljósvakans á árinu enda féllu nokkur nýsköpunarverðlaun okkur í skaut auk þess sem nokkrir af stærstu fjölmiðlum og efnisveitum heims fjölluðu um okkur, þ.m.t. Netflix, the Weather Channel, NOVA PBS og BBC. Markmið í augsýn Fyrir tilstuðlan metnaðarfyllri markmiða ríkja heims þegar kemur að loftslagsmálum sjáum við nú í fyrsta skipti möguleika á því að geta náð markmiðum Parísarsamningsins. Allar lausnirnar sem þarf eru þegar til – verkefnið felst í því að auka umfang þeirra með veldisvexti á komandi árum og þannig draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland getur skapað sér mikil tækifæri með markvissri uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar sem og útflutningi á hugviti. Starfsfólk Carbfix horfir björtum augum til framtíðar og er til þjónustu reiðubúið að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum aðgang að grjótharðri, varanlegri og hagkvæmri loftslagslausn. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Carbfix tæknin, sem fangar og fargar koldíoxíði (CO2) m.a. úr útblæstri orku- og iðnvera, byggir á íslensku hugviti sem þróað var í samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og alþjóðlegs teymi vísindafólks. Koldíoxíðið er fangað úr útblæstri eða beint úr andrúmslofti, leyst í vatni og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur á innan við tveimur árum. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda koldíoxíð varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið og hefur Carbfix ohf. verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag OR frá upphafi þessa árs. Það hefur gengið á ýmsu þetta fyrsta rekstrarár félagsins enda um fordæmalausa tíma að ræða eins og þekkt er orðið. Þó er jákvætt að þrátt fyrir heimsfaraldur hafa loftslagsmálin líka verið í brennidepli á árinu – enda ekki vanþörf á þar sem geigvænlegar afleiðingar hlýnunar jarðar verða sífellt augljósari með auknum fjölda hamfaraveðuratburða. Metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Nýverið kynntu íslensk stjórnvöld metnaðarfyllri loftslagsmarkmið og plön um eflingu aðgerða sem stuðla eiga að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Góður árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ákveðnum geirum en jafnframt ljóst að gefa þarf hraustlega í græna nýsköpun og fjárfestingar í loftslagslausnum svo markmiðin náist. Á það t.a.m. við um nýsköpun tengda föngun og förgun koldíoxíðs frá stóriðju sem m.a. er getið um í aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til samræmis við viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækjanna og OR frá því í fyrra. Grænn og loftslagsvænn iðnaður Hér heima fyrir hefur jarðvegurinn verið plægður fyrir nýja græna atvinnugrein, kolefnisföngun og -förgun. Nú liggur fyrir Alþingi ráðherrafrumvarp um niðurdælingu koldíoxíðs sem m.a. felur í sér beinan fjárhagslegan hvata fyrir aðila sem falla undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Frumkvöðlasamningur Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks sem undirritaður var á árinu, og felur í sér föngun og förgun koldíoxíðs sem þegar hefur verið sleppt út í andrúmsloftið, er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Erlend stórfyrirtæki hafa sýnt Carbfix tækninni mikinn áhuga á árinu og við hlökkum til að deila fréttum af nýjum verkefnum og vexti með tilheyrandi verðmætasköpun og jákvæðum áhrifum fyrir loftslagið. Þá hefur hróður Carbfix tækninnar borist víða á öldum ljósvakans á árinu enda féllu nokkur nýsköpunarverðlaun okkur í skaut auk þess sem nokkrir af stærstu fjölmiðlum og efnisveitum heims fjölluðu um okkur, þ.m.t. Netflix, the Weather Channel, NOVA PBS og BBC. Markmið í augsýn Fyrir tilstuðlan metnaðarfyllri markmiða ríkja heims þegar kemur að loftslagsmálum sjáum við nú í fyrsta skipti möguleika á því að geta náð markmiðum Parísarsamningsins. Allar lausnirnar sem þarf eru þegar til – verkefnið felst í því að auka umfang þeirra með veldisvexti á komandi árum og þannig draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland getur skapað sér mikil tækifæri með markvissri uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar sem og útflutningi á hugviti. Starfsfólk Carbfix horfir björtum augum til framtíðar og er til þjónustu reiðubúið að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum aðgang að grjótharðri, varanlegri og hagkvæmri loftslagslausn. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun