Boltinn hjá Pfizer segir Þórólfur Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. desember 2020 14:30 Þórólfur Guðnason hefur rætt við lyfjafyrirtækið Pfizer. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason bindur vonir við að fá svar sem fyrst frá Pfizer hvort hægt verði að koma á fót rannsóknarsamstarfi sem miði að því bólusetja stóran hluta þjóðarinnar gegn Covid-19. Boltinn er nú hjá Pfizer. Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðan þá og segir Þórólfur í viðtali við fréttastofu að slíkar þreifingar muni halda áfram á næstunni. „Ég býst við því að við heyrumst eitthvað áfram en það er ekki komin nein tímasetning á það. Við erum búin að senda gögn sem þeir eru að skoða,“ segir Þórólfur. Vísindamenn Pfizer jákvæðir og áhugasamir um samstarf Hann segir vísindamenn Pfizer vera bæði jákvæða og áhugasama í garð hins mögulega samstarfs. „Þeir eru bara mjög jákvæðir. Þetta eru vísindamenn hjá Pfizer sem hafa áhuga á alls konar rannsóknum til að svara alls konar spurningum sem að eru í tengslum við bóluefni og við stilltum upp. Mér fannst þeir bara vera áhugasamir,“ segir Þórólfur. Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst hér á landi í gær.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur áður minnst á þessar spurningar sem mögulegt samstarf við Pfizer gæti svarað, svör sem gætu gagnast heimsbyggðinni allri, til að mynda hvenær hjarðónæmi gegn kórónuveiruni myndast. Hvenær myndast hjarðónæmi? „Það er það sem þessi rannsókn sem við erum að tala um að gera hér svarar. Hvenær er hjarðónæmi? Við vitum það ekki. Menn hafa slegið á það út frá ýmsum tölum að það gæti verið í kringum 60-70 prósent en það er bara ekki vitað nákvæmlega en það er hægt að svara því með svona rannsókn,“ segir Þórólfur. Og spurningarnar og möguleg svör eru fleiri. „Við getum líka séð hvort að bólusetningin virkar á mismunandi stofna eða afbrigði af veirunni. Við getum séð hvort að bólusetningin hafi óbein áhrif á þá sem eru óbólusettir. Við getum séð hvort að bólusetningin minnkar líkur á dreifingu, ekki bara sjúkdóminum, heldur dreifingu, að fólk sé að smita,“ segir Þórólfur. Alls hafa nú rúmlega 5.700 manns greinst með kórónuveiruna á Íslandi frá upphafi faraldursins.Vísir/Vilhelm Að hans sögn eigi vísindamenn Pfizer þó eftir að ræða samstarfið innanbúðar hjá fyrirtækinu. „Þeir eiga náttúrúlega eftir að ræða við aðila innan fyrirtækisins hvort að það sé mögulegt að gera þetta. Við bíðum bara eftir því.“ Gott að fá já eða nei sem fyrst Ljóst er að Þórólfur er ekki sá eini sem hefur unnið að því að ná athygli Pfizer, en Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, sem kemur meðal annars að dreifingu bóluefnis Pfizer, sagði í gær að hann hefði farið eins hátt upp innan Pfizer og hann hefði aðgang að, til að láta vita af verkefninu. Þórólfur treystir sér þó ekki til að segja neitt um hvenær svar geti legið fyrir frá Pfizer. „Ég þori ekki að segja neitt um tímasetninguna. Bind vonir við að það verði bara sem fyrst. Ég held að það sé gott að klára þetta sem fyrst, já eða nei.“ Aðspurður hvort að svar geti fengist á næstu dögum segir Þórólfur bara að vera að bíða eftir svari. „Boltinn er hjá þeim. Við erum búin að senda þeim gögn og bíðum bara eftir því hvað þeir segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir „Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. 30. desember 2020 10:32 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðan þá og segir Þórólfur í viðtali við fréttastofu að slíkar þreifingar muni halda áfram á næstunni. „Ég býst við því að við heyrumst eitthvað áfram en það er ekki komin nein tímasetning á það. Við erum búin að senda gögn sem þeir eru að skoða,“ segir Þórólfur. Vísindamenn Pfizer jákvæðir og áhugasamir um samstarf Hann segir vísindamenn Pfizer vera bæði jákvæða og áhugasama í garð hins mögulega samstarfs. „Þeir eru bara mjög jákvæðir. Þetta eru vísindamenn hjá Pfizer sem hafa áhuga á alls konar rannsóknum til að svara alls konar spurningum sem að eru í tengslum við bóluefni og við stilltum upp. Mér fannst þeir bara vera áhugasamir,“ segir Þórólfur. Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst hér á landi í gær.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur áður minnst á þessar spurningar sem mögulegt samstarf við Pfizer gæti svarað, svör sem gætu gagnast heimsbyggðinni allri, til að mynda hvenær hjarðónæmi gegn kórónuveiruni myndast. Hvenær myndast hjarðónæmi? „Það er það sem þessi rannsókn sem við erum að tala um að gera hér svarar. Hvenær er hjarðónæmi? Við vitum það ekki. Menn hafa slegið á það út frá ýmsum tölum að það gæti verið í kringum 60-70 prósent en það er bara ekki vitað nákvæmlega en það er hægt að svara því með svona rannsókn,“ segir Þórólfur. Og spurningarnar og möguleg svör eru fleiri. „Við getum líka séð hvort að bólusetningin virkar á mismunandi stofna eða afbrigði af veirunni. Við getum séð hvort að bólusetningin hafi óbein áhrif á þá sem eru óbólusettir. Við getum séð hvort að bólusetningin minnkar líkur á dreifingu, ekki bara sjúkdóminum, heldur dreifingu, að fólk sé að smita,“ segir Þórólfur. Alls hafa nú rúmlega 5.700 manns greinst með kórónuveiruna á Íslandi frá upphafi faraldursins.Vísir/Vilhelm Að hans sögn eigi vísindamenn Pfizer þó eftir að ræða samstarfið innanbúðar hjá fyrirtækinu. „Þeir eiga náttúrúlega eftir að ræða við aðila innan fyrirtækisins hvort að það sé mögulegt að gera þetta. Við bíðum bara eftir því.“ Gott að fá já eða nei sem fyrst Ljóst er að Þórólfur er ekki sá eini sem hefur unnið að því að ná athygli Pfizer, en Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, sem kemur meðal annars að dreifingu bóluefnis Pfizer, sagði í gær að hann hefði farið eins hátt upp innan Pfizer og hann hefði aðgang að, til að láta vita af verkefninu. Þórólfur treystir sér þó ekki til að segja neitt um hvenær svar geti legið fyrir frá Pfizer. „Ég þori ekki að segja neitt um tímasetninguna. Bind vonir við að það verði bara sem fyrst. Ég held að það sé gott að klára þetta sem fyrst, já eða nei.“ Aðspurður hvort að svar geti fengist á næstu dögum segir Þórólfur bara að vera að bíða eftir svari. „Boltinn er hjá þeim. Við erum búin að senda þeim gögn og bíðum bara eftir því hvað þeir segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir „Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. 30. desember 2020 10:32 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
„Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. 30. desember 2020 10:32
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29. desember 2020 18:44
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40