Eibar gegn Golíat: Hvernig smáliðið hefur haldið velli ár eftir ár meðal þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 12:01 Öllum brögðum beitt til hindra að Sergio Ramos skori. EPA-EFE/Juan Herrero Smálið Eibar er á sínu sjöunda tímabili í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, sem er ótrúlegt ef miðað er við það að dýrasti leikmaður í sögu félagsins er Edu Expósito sem kostaði fjórar milljónir evra. Náði liðið til að mynda 1-1 jafntefli gegn Barcelona nú nýverið. Sociedad Deportiva Eibar eða einfaldlega Eibar er nefnt eftir bænum þar sem það er staðsett. Bærinn er í Gipuzkoa-héraði í Baskalandi. Liðið leikur heimaleiki sína á Ipurua Municipal-vellinum. Hann tekur rúmlega átta þúsund manns í sæti en alls búa vel á tuttugu þúsund manns í bænum. Eibar play Barcelona tonight. So what? Money isn't everything' Fran Garagarza and the miracle of Eibar | Eibar | The Guardian https://t.co/3DlvT7REk8— Sid Lowe (@sidlowe) December 29, 2020 Fyrir 2014 hafði liðið aldrei spilað í efstu deild og varla látið sig dreyma um að spila í deild þeirra bestu. Þegar félagið loks vann sér inn sæti í La Liga þá var því nánast bannað að taka þátt einfaldlega vegna hversu lítið það var, og er enn. The Guardian fjallaði ítarlega um félagið og ræddi við Fran Garagarza, yfirmann knattspyrnumála hjá Eibar. Sá hefur verið hjá félaginu til fjölda ára og séð það fara úr smáliði í neðri deildum yfir í smálið í efstu deild. Garagarza ræddi til að mynda leikmennina sem liðið fylgist með og vill fá í sínar raðir. Enginn þeirra leikur í stærstu deildum Evrópu. „Það er ekki okkar markaður. Við reynum að fara varlega með það fjármagn sem við höfum, sama á hvaða sviði það er. Hugmyndin er að ef ég á fimm þá eyði ég aðeins fjórum,“ sagði Garagarza. Á síðasta ári seldi félagið Joan Jordán til Sevilla fyrir tólf milljónir evra og Rubén Peña til Villareal á átta milljónir. Peningurinn fer hins vegar ekki í leikmannakaup, hann fer í laun og að bæta innviði félagsins. Edu Expósito er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hann kostaði fjórar milljónir evra en allur leikmannahópur liðsins kostar um það bil 25 miljónir evra. Fran Garagarza (til hægri) ásamt Pablo de Blasis og Amaia Gorostiza, forseta Eibar.EPA-EFE/Javier Etxezarreta Segja má að liðið sé ekki að borga há laun en besta dæmið er Raúl Albentosa sem fór frá Eibar í janúarglugganum er félagið á var sínu fyrsta tímabili í La Liga. Hann fór til Derby County í ensku B-deildinni og sjöfaldaði launatékka sinn í leiðinni. Að því sögðu hefur Eibar einnig verið heppið. Liðið hefði átt að falla á sínu fyrsta tímabili en það endaði í 18. sæti deildarinnar. Elche varð hins vegar gjaldþrota og féll í staðinn, því hélt Eibar sæti sínu í deildinni. „Við höfðum ekki byggt upp lið til að halda sæti sínu í efstu deild. Við höfðum rétt náð að smíða leikmannahóp til að halda sæti sínu í annarri deild. Fyrst við héldum sæti okkar í deildinni ákváðum við að leggja meira fjármagn í liðið. Fram að því hafði þetta aðallega verið hugsað sem skemmtiferð, gott ár í efstu deild og svo getum við byggt upp að nýju,“ sagði Garagarza. Síðan þá hefur Eibar ekki endað neðar en 14. sæti í spænsku úrvalsdeildinni. Stundum jafnvel daðrað við Evrópusæti. „Við munum ekki átta okkur á hverju Eibar hefur áorkað fyrr en við erum ekki lengur á þessu sviði,“ sagði Garagarza að lokum. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Náði liðið til að mynda 1-1 jafntefli gegn Barcelona nú nýverið. Sociedad Deportiva Eibar eða einfaldlega Eibar er nefnt eftir bænum þar sem það er staðsett. Bærinn er í Gipuzkoa-héraði í Baskalandi. Liðið leikur heimaleiki sína á Ipurua Municipal-vellinum. Hann tekur rúmlega átta þúsund manns í sæti en alls búa vel á tuttugu þúsund manns í bænum. Eibar play Barcelona tonight. So what? Money isn't everything' Fran Garagarza and the miracle of Eibar | Eibar | The Guardian https://t.co/3DlvT7REk8— Sid Lowe (@sidlowe) December 29, 2020 Fyrir 2014 hafði liðið aldrei spilað í efstu deild og varla látið sig dreyma um að spila í deild þeirra bestu. Þegar félagið loks vann sér inn sæti í La Liga þá var því nánast bannað að taka þátt einfaldlega vegna hversu lítið það var, og er enn. The Guardian fjallaði ítarlega um félagið og ræddi við Fran Garagarza, yfirmann knattspyrnumála hjá Eibar. Sá hefur verið hjá félaginu til fjölda ára og séð það fara úr smáliði í neðri deildum yfir í smálið í efstu deild. Garagarza ræddi til að mynda leikmennina sem liðið fylgist með og vill fá í sínar raðir. Enginn þeirra leikur í stærstu deildum Evrópu. „Það er ekki okkar markaður. Við reynum að fara varlega með það fjármagn sem við höfum, sama á hvaða sviði það er. Hugmyndin er að ef ég á fimm þá eyði ég aðeins fjórum,“ sagði Garagarza. Á síðasta ári seldi félagið Joan Jordán til Sevilla fyrir tólf milljónir evra og Rubén Peña til Villareal á átta milljónir. Peningurinn fer hins vegar ekki í leikmannakaup, hann fer í laun og að bæta innviði félagsins. Edu Expósito er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hann kostaði fjórar milljónir evra en allur leikmannahópur liðsins kostar um það bil 25 miljónir evra. Fran Garagarza (til hægri) ásamt Pablo de Blasis og Amaia Gorostiza, forseta Eibar.EPA-EFE/Javier Etxezarreta Segja má að liðið sé ekki að borga há laun en besta dæmið er Raúl Albentosa sem fór frá Eibar í janúarglugganum er félagið á var sínu fyrsta tímabili í La Liga. Hann fór til Derby County í ensku B-deildinni og sjöfaldaði launatékka sinn í leiðinni. Að því sögðu hefur Eibar einnig verið heppið. Liðið hefði átt að falla á sínu fyrsta tímabili en það endaði í 18. sæti deildarinnar. Elche varð hins vegar gjaldþrota og féll í staðinn, því hélt Eibar sæti sínu í deildinni. „Við höfðum ekki byggt upp lið til að halda sæti sínu í efstu deild. Við höfðum rétt náð að smíða leikmannahóp til að halda sæti sínu í annarri deild. Fyrst við héldum sæti okkar í deildinni ákváðum við að leggja meira fjármagn í liðið. Fram að því hafði þetta aðallega verið hugsað sem skemmtiferð, gott ár í efstu deild og svo getum við byggt upp að nýju,“ sagði Garagarza. Síðan þá hefur Eibar ekki endað neðar en 14. sæti í spænsku úrvalsdeildinni. Stundum jafnvel daðrað við Evrópusæti. „Við munum ekki átta okkur á hverju Eibar hefur áorkað fyrr en við erum ekki lengur á þessu sviði,“ sagði Garagarza að lokum. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira