Versta byrjun Barcelona í 17 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 16:31 Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Alejandro Garcia Spænska stórveldið Barcelona er aðeins með 25 stig þegar 15 umferðir eru búnar í spænsku úrvalsdeildinni. Er það versti árangur liðsins síðan tímabilið 2003/2004. Tímabil Barcelona hefur ekki verið neinn dans á rósum. Ronald Koeman tók við sem þjálfari í sumar er allt var í rjúkandi rúst eftir 8-2 tap í Meistaradeild Evrópu gegn verðandi Evrópumeisturum í Bayern. Þá hafði félagið ekki fundið taktinn eftir að La Liga fór af stað eftir Covid-pásuna og missti af spænska meistaratitlinum í hendurnar á erkifjendum sínum í Real Madrid. Börsungar losuðu sig við Luis Suarez og í kjölfarið ákvað Lionel Messi að hann vildi skipta um félag. Hann ákvað á endanum að vera áfram en getur samið við annað félag strax í janúar. Þá meiddist Gerard Pique illa í lok nóvember og hefur ekkert leikið með liðinu síðan þá. Messi sjálfur var svo á meiðslalistanum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart kom Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho af bekknum í þeim leik og meiddist einnig. Hann gæti verið frá í einhverjar vikur. Jafnteflið gegn Eibar þýðir að Börsungar eru aðeins með 25 stig eftir fimmtán umferðir í La Liga. Það er versti árangur liðsins í 17 ár eða síðan tímabilið 2003/2004 þegar Frank Rijkaard var þjálfari liðsins. Líkt og Koeman þá er Rijkaard einnig Hollendingur. Tímabilið 2003/2004 voru Börsungar aðeins með tuttugu stig á þessum tímapunkti leiktíðarinnar en náðu að rétta úr kútnum og enda í 2. sæti með 72 stig, fimm stigum á eftir Valencia sem urðu meistarar það tímabil. Sem betur fer er deildin í ár mjög jöfn og eru Börsungar aðeins stigi frá Real Sociedad sem er í 3. sæti deildarinnar. Hins vegar eru Atlético Madrid á toppi deildarinnar með 10 stigum meira en Börsungar ásamt því að eiga leik til góða. Næsti leikur lærisveina Koeman er gegn Huesca á útivelli þann 3. janúar. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01 Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
Tímabil Barcelona hefur ekki verið neinn dans á rósum. Ronald Koeman tók við sem þjálfari í sumar er allt var í rjúkandi rúst eftir 8-2 tap í Meistaradeild Evrópu gegn verðandi Evrópumeisturum í Bayern. Þá hafði félagið ekki fundið taktinn eftir að La Liga fór af stað eftir Covid-pásuna og missti af spænska meistaratitlinum í hendurnar á erkifjendum sínum í Real Madrid. Börsungar losuðu sig við Luis Suarez og í kjölfarið ákvað Lionel Messi að hann vildi skipta um félag. Hann ákvað á endanum að vera áfram en getur samið við annað félag strax í janúar. Þá meiddist Gerard Pique illa í lok nóvember og hefur ekkert leikið með liðinu síðan þá. Messi sjálfur var svo á meiðslalistanum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart kom Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho af bekknum í þeim leik og meiddist einnig. Hann gæti verið frá í einhverjar vikur. Jafnteflið gegn Eibar þýðir að Börsungar eru aðeins með 25 stig eftir fimmtán umferðir í La Liga. Það er versti árangur liðsins í 17 ár eða síðan tímabilið 2003/2004 þegar Frank Rijkaard var þjálfari liðsins. Líkt og Koeman þá er Rijkaard einnig Hollendingur. Tímabilið 2003/2004 voru Börsungar aðeins með tuttugu stig á þessum tímapunkti leiktíðarinnar en náðu að rétta úr kútnum og enda í 2. sæti með 72 stig, fimm stigum á eftir Valencia sem urðu meistarar það tímabil. Sem betur fer er deildin í ár mjög jöfn og eru Börsungar aðeins stigi frá Real Sociedad sem er í 3. sæti deildarinnar. Hins vegar eru Atlético Madrid á toppi deildarinnar með 10 stigum meira en Börsungar ásamt því að eiga leik til góða. Næsti leikur lærisveina Koeman er gegn Huesca á útivelli þann 3. janúar. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01 Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01
Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00