Handbolti

Rúnar segir lífið í sóttkví sérstakt | Tímabilið eyða í sögunni?

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Bára

Leikmenn og þjálfarar karlaliðs Stjörnunnar í handbolta hafa verið í sóttkví í tæpa viku eftir að meðlimur í þjálfarateymi liðsins smitaðist af COVID-19.

Henry Birgir Gunnarsson heyrði hljóðið í Rúnari Sigtryggssyni, aðalþjálfara Stjörnunnar, í fyrsta þættinum af Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér að neðan. Þátturinn verður á hverjum virkum degi á Stöð 2 Sport kl. 15. Rúnar sagði hinn smitaða vera á góðum batavegi eftir að hafa fundið heiftarlega fyrir áhrifum sjúkdómsins.

„Það hefur síðan enginn í liðinu veikst en við erum bara að sinna skyldu okkar með því að vera í sóttkví til að vernda samfélagið. Það er að verða komin vika, við erum í daglegum samskiptum á samfélagsmiðlum og það eru allir frískir og líta bara vel út,“ sagði Rúnar.

Hann segir lífið í sóttkví ekki sérlega spennandi:

„Þetta er sérstakt. Við fáum skýrar leiðbeiningar um hvernig maður á að haga sér. Það er kostur að maður getur farið út og hreyft sig. Maður verður bara að passa sig að halda fjarlægð við annað fólk,“ sagði Rúnar. En hvernig sér hann fyrir sér lok handboltaleiktíðarinnar á Íslandi?

„Ég held að það sé rétt sem að gert var, að slá öllu á frest og svo sjáum við hvernig kúrfan verður. Það er allt mögulegt, allt frá því að spila áfram einhvern tímann seinna í vor eða bara að slaufa þessu tímabili og skilja það bara eftir sem eyðu í sögunni.“

Klippa: Stjörnumenn frískir í sóttkví

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×