Tveir óvinir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 18. apríl 2020 09:00 Í dag er veiran óvinurinn. En hún er ekki eini óvinurinn. Atvinnuleysi er einnig óvinur okkar þessa dagana. Við þann óvin getur einnig verið erfitt að eiga við. Atvinnuleysi fer nú hratt vaxandi og stefnir í að vera tvöfalt meira en í bankahruninu. Tugþúsundir Íslendinga eru eða eru á leiðinni að verða atvinnulaus. Allir Íslendingar munu kynnast atvinnuleysi eða einhverjum sem verður atvinnulaus/-lítill á næstunni. Atvinnuleysi er ömurlegt fyrir alla, sérstaklega fyrir þann sem fyrir því verður og fjölskyldu. Það er einnig ömurlegt fyrir samfélagið og hagkerfið. Og það er ömurlegt fyrir ríkiskassann. Hvað getum við gert? Hér koma 10 hugmyndir gegn atvinnuleysi. 1. Fjölgum opinberum starfsmönnum. Það þarf fleiri opinbera starfsmenn, hvort sem litið er til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, lækna, barnaverndarfólks, félagsfræðinga, sálfræðinga eða annara starfsmanna í heilbrigðis- og félagsþjónustu, kennara og skólaliða í menntakerfinu eða lögreglumanna, leikara, vísindamanna og annarra opinberra sérfræðinga. Með því sköpum við ekki einungis störf heldur bætum við þjónustu við okkur sjálf, hvort sem við erum eldri borgarar, sjúklingar, nemendur eða allur almenningur sem nýtur góðs af öflugri opinberri þjónustu. Þetta geta stjórnvöld hæglega gert en erfiðara getur verið að fjölga störfum fljótt í einkageiranum þótt það þurfi einnig. 2. Galopnum skólana okkar fyrir atvinnulausa og atvinnulitla. Stóreflum möguleika á endurmenntun og símenntun hvort sem það er á sviði starfs-, iðn- eða bóknáms. Lítum á nám sem vinnumarkaðsaðgerð en þetta gaf góða raun í síðasta hruni. Tryggjum að fólk án atvinnu geti stundað nám og fengið samhliða greiddar atvinnuleysisbætur. 3. Ráðumst í opinberar fjárfestingar. Höfum þær miklu stærri en það sem ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt. Höfum fjárfestingar grænar sem höfða til allra kynja og allra landshluta. Hugsum eins og Roosevelt fyrir tæpum hundrað árum sem þurfti að bregðast við kreppunni miklu. Það er í góðu lagi að skuldsetja hið opinbera í svona ástandi, til að fjárfesta í innviðum. Það á meira að segja að skuldsetja hið opinbera í svona árferði. 4. Eflum nýsköpunar- og rannsóknarsjóði. Með því geta frumkvöðlar og námsmenn rannsakað og skapað á meðan litla vinnu er að fá. Við vitum ekkert hvaða fyrirtæki verður næsta Marel eða Meniga. En við vitum að slík fyrirtæki þurfa oft opinbera sjóði til að lifa af fyrstu mánuðina. Nýsköpun er töfraorðið í kreppu og er besta fjárfestingin. Hækkum einnig þakið á endurgreiðslum vegna þróunarkostnaðar fyrirtækja og styrkjum kvikmyndasjóð og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Slíkt mun laða að mikilvæg verkefni og skapa störf. Þetta styrkir einnig ferðaþjónustuna þegar hún rís á nýjan leik. 5. Stóraukum grænmetisframleiðslu á Íslandi með niðurgreiddri orku. Slíkt skapar störf og eykur sjálfbærni og dregur úr kolefnisútblæstri. 6. Höfum listamenn á listamannalaunum í stað þess setja þá á atvinnuleysibætur. Ég hef áður kynnt þessa hugmynd sem fékk ótrúlega mikinn stuðning á meðal fólks. 1%-stig í auknu atvinnuleysi kostar jafnmikið og að tífalda fjölda listamanna á listamannalaunum. Sköpum list, og um leið störf, umsvif og tekjur. Við vitum ekkert hver verður næsta Hildur Guðna eða Arnaldur Indriða en þau voru bæði á listamannalaunum í upphafi síns ferils. 7. Eflum vinnumarkaðsúrræði þar sem fyrirtæki og stofnanir geti ráðið tímabundið til sín fólk í atvinnuleit þannig að atvinnuleysisbætur fylgi því inn í fyrirtækið ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð. Atvinnurekandinn greiðir það sem upp á vantar svo viðkomandi njóti sambærilegra launakjara og aðrir á vinnustaðnum. 8. Styrkjum sveitarfélögin til að halda úti öflugu opinberu þjónustustigi. Ríkisvaldið er miklu öflugra en einstök sveitarfélög og látum ríkið taka stærsta höggið á sig. Til þess er það og ríkið getur það. 9. Eflum fæðingarorlofið. Hvernig tengist það atvinnuleysi? Jú, gerum fólki kleift að vera lengur utan vinnumarkaðarins á tekjum og vera heima hjá nýfæddum börnum. Og fjölgum landsmönnum. 10. Í síðasta hruni bjargaði ríkið innlendu bönkunum. Ríkið ætti núna að standa að ríkisstyrktri ferðaþjónustu í sumar í samráði við hagsmunasamtök greinarinnar með beinum styrkjum. Við munum öll sækja Ísland heim í sumar og látum ríkið hjálpa til á meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Vinnumarkaður Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í dag er veiran óvinurinn. En hún er ekki eini óvinurinn. Atvinnuleysi er einnig óvinur okkar þessa dagana. Við þann óvin getur einnig verið erfitt að eiga við. Atvinnuleysi fer nú hratt vaxandi og stefnir í að vera tvöfalt meira en í bankahruninu. Tugþúsundir Íslendinga eru eða eru á leiðinni að verða atvinnulaus. Allir Íslendingar munu kynnast atvinnuleysi eða einhverjum sem verður atvinnulaus/-lítill á næstunni. Atvinnuleysi er ömurlegt fyrir alla, sérstaklega fyrir þann sem fyrir því verður og fjölskyldu. Það er einnig ömurlegt fyrir samfélagið og hagkerfið. Og það er ömurlegt fyrir ríkiskassann. Hvað getum við gert? Hér koma 10 hugmyndir gegn atvinnuleysi. 1. Fjölgum opinberum starfsmönnum. Það þarf fleiri opinbera starfsmenn, hvort sem litið er til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, lækna, barnaverndarfólks, félagsfræðinga, sálfræðinga eða annara starfsmanna í heilbrigðis- og félagsþjónustu, kennara og skólaliða í menntakerfinu eða lögreglumanna, leikara, vísindamanna og annarra opinberra sérfræðinga. Með því sköpum við ekki einungis störf heldur bætum við þjónustu við okkur sjálf, hvort sem við erum eldri borgarar, sjúklingar, nemendur eða allur almenningur sem nýtur góðs af öflugri opinberri þjónustu. Þetta geta stjórnvöld hæglega gert en erfiðara getur verið að fjölga störfum fljótt í einkageiranum þótt það þurfi einnig. 2. Galopnum skólana okkar fyrir atvinnulausa og atvinnulitla. Stóreflum möguleika á endurmenntun og símenntun hvort sem það er á sviði starfs-, iðn- eða bóknáms. Lítum á nám sem vinnumarkaðsaðgerð en þetta gaf góða raun í síðasta hruni. Tryggjum að fólk án atvinnu geti stundað nám og fengið samhliða greiddar atvinnuleysisbætur. 3. Ráðumst í opinberar fjárfestingar. Höfum þær miklu stærri en það sem ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt. Höfum fjárfestingar grænar sem höfða til allra kynja og allra landshluta. Hugsum eins og Roosevelt fyrir tæpum hundrað árum sem þurfti að bregðast við kreppunni miklu. Það er í góðu lagi að skuldsetja hið opinbera í svona ástandi, til að fjárfesta í innviðum. Það á meira að segja að skuldsetja hið opinbera í svona árferði. 4. Eflum nýsköpunar- og rannsóknarsjóði. Með því geta frumkvöðlar og námsmenn rannsakað og skapað á meðan litla vinnu er að fá. Við vitum ekkert hvaða fyrirtæki verður næsta Marel eða Meniga. En við vitum að slík fyrirtæki þurfa oft opinbera sjóði til að lifa af fyrstu mánuðina. Nýsköpun er töfraorðið í kreppu og er besta fjárfestingin. Hækkum einnig þakið á endurgreiðslum vegna þróunarkostnaðar fyrirtækja og styrkjum kvikmyndasjóð og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Slíkt mun laða að mikilvæg verkefni og skapa störf. Þetta styrkir einnig ferðaþjónustuna þegar hún rís á nýjan leik. 5. Stóraukum grænmetisframleiðslu á Íslandi með niðurgreiddri orku. Slíkt skapar störf og eykur sjálfbærni og dregur úr kolefnisútblæstri. 6. Höfum listamenn á listamannalaunum í stað þess setja þá á atvinnuleysibætur. Ég hef áður kynnt þessa hugmynd sem fékk ótrúlega mikinn stuðning á meðal fólks. 1%-stig í auknu atvinnuleysi kostar jafnmikið og að tífalda fjölda listamanna á listamannalaunum. Sköpum list, og um leið störf, umsvif og tekjur. Við vitum ekkert hver verður næsta Hildur Guðna eða Arnaldur Indriða en þau voru bæði á listamannalaunum í upphafi síns ferils. 7. Eflum vinnumarkaðsúrræði þar sem fyrirtæki og stofnanir geti ráðið tímabundið til sín fólk í atvinnuleit þannig að atvinnuleysisbætur fylgi því inn í fyrirtækið ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð. Atvinnurekandinn greiðir það sem upp á vantar svo viðkomandi njóti sambærilegra launakjara og aðrir á vinnustaðnum. 8. Styrkjum sveitarfélögin til að halda úti öflugu opinberu þjónustustigi. Ríkisvaldið er miklu öflugra en einstök sveitarfélög og látum ríkið taka stærsta höggið á sig. Til þess er það og ríkið getur það. 9. Eflum fæðingarorlofið. Hvernig tengist það atvinnuleysi? Jú, gerum fólki kleift að vera lengur utan vinnumarkaðarins á tekjum og vera heima hjá nýfæddum börnum. Og fjölgum landsmönnum. 10. Í síðasta hruni bjargaði ríkið innlendu bönkunum. Ríkið ætti núna að standa að ríkisstyrktri ferðaþjónustu í sumar í samráði við hagsmunasamtök greinarinnar með beinum styrkjum. Við munum öll sækja Ísland heim í sumar og látum ríkið hjálpa til á meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun