Tveir óvinir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 18. apríl 2020 09:00 Í dag er veiran óvinurinn. En hún er ekki eini óvinurinn. Atvinnuleysi er einnig óvinur okkar þessa dagana. Við þann óvin getur einnig verið erfitt að eiga við. Atvinnuleysi fer nú hratt vaxandi og stefnir í að vera tvöfalt meira en í bankahruninu. Tugþúsundir Íslendinga eru eða eru á leiðinni að verða atvinnulaus. Allir Íslendingar munu kynnast atvinnuleysi eða einhverjum sem verður atvinnulaus/-lítill á næstunni. Atvinnuleysi er ömurlegt fyrir alla, sérstaklega fyrir þann sem fyrir því verður og fjölskyldu. Það er einnig ömurlegt fyrir samfélagið og hagkerfið. Og það er ömurlegt fyrir ríkiskassann. Hvað getum við gert? Hér koma 10 hugmyndir gegn atvinnuleysi. 1. Fjölgum opinberum starfsmönnum. Það þarf fleiri opinbera starfsmenn, hvort sem litið er til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, lækna, barnaverndarfólks, félagsfræðinga, sálfræðinga eða annara starfsmanna í heilbrigðis- og félagsþjónustu, kennara og skólaliða í menntakerfinu eða lögreglumanna, leikara, vísindamanna og annarra opinberra sérfræðinga. Með því sköpum við ekki einungis störf heldur bætum við þjónustu við okkur sjálf, hvort sem við erum eldri borgarar, sjúklingar, nemendur eða allur almenningur sem nýtur góðs af öflugri opinberri þjónustu. Þetta geta stjórnvöld hæglega gert en erfiðara getur verið að fjölga störfum fljótt í einkageiranum þótt það þurfi einnig. 2. Galopnum skólana okkar fyrir atvinnulausa og atvinnulitla. Stóreflum möguleika á endurmenntun og símenntun hvort sem það er á sviði starfs-, iðn- eða bóknáms. Lítum á nám sem vinnumarkaðsaðgerð en þetta gaf góða raun í síðasta hruni. Tryggjum að fólk án atvinnu geti stundað nám og fengið samhliða greiddar atvinnuleysisbætur. 3. Ráðumst í opinberar fjárfestingar. Höfum þær miklu stærri en það sem ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt. Höfum fjárfestingar grænar sem höfða til allra kynja og allra landshluta. Hugsum eins og Roosevelt fyrir tæpum hundrað árum sem þurfti að bregðast við kreppunni miklu. Það er í góðu lagi að skuldsetja hið opinbera í svona ástandi, til að fjárfesta í innviðum. Það á meira að segja að skuldsetja hið opinbera í svona árferði. 4. Eflum nýsköpunar- og rannsóknarsjóði. Með því geta frumkvöðlar og námsmenn rannsakað og skapað á meðan litla vinnu er að fá. Við vitum ekkert hvaða fyrirtæki verður næsta Marel eða Meniga. En við vitum að slík fyrirtæki þurfa oft opinbera sjóði til að lifa af fyrstu mánuðina. Nýsköpun er töfraorðið í kreppu og er besta fjárfestingin. Hækkum einnig þakið á endurgreiðslum vegna þróunarkostnaðar fyrirtækja og styrkjum kvikmyndasjóð og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Slíkt mun laða að mikilvæg verkefni og skapa störf. Þetta styrkir einnig ferðaþjónustuna þegar hún rís á nýjan leik. 5. Stóraukum grænmetisframleiðslu á Íslandi með niðurgreiddri orku. Slíkt skapar störf og eykur sjálfbærni og dregur úr kolefnisútblæstri. 6. Höfum listamenn á listamannalaunum í stað þess setja þá á atvinnuleysibætur. Ég hef áður kynnt þessa hugmynd sem fékk ótrúlega mikinn stuðning á meðal fólks. 1%-stig í auknu atvinnuleysi kostar jafnmikið og að tífalda fjölda listamanna á listamannalaunum. Sköpum list, og um leið störf, umsvif og tekjur. Við vitum ekkert hver verður næsta Hildur Guðna eða Arnaldur Indriða en þau voru bæði á listamannalaunum í upphafi síns ferils. 7. Eflum vinnumarkaðsúrræði þar sem fyrirtæki og stofnanir geti ráðið tímabundið til sín fólk í atvinnuleit þannig að atvinnuleysisbætur fylgi því inn í fyrirtækið ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð. Atvinnurekandinn greiðir það sem upp á vantar svo viðkomandi njóti sambærilegra launakjara og aðrir á vinnustaðnum. 8. Styrkjum sveitarfélögin til að halda úti öflugu opinberu þjónustustigi. Ríkisvaldið er miklu öflugra en einstök sveitarfélög og látum ríkið taka stærsta höggið á sig. Til þess er það og ríkið getur það. 9. Eflum fæðingarorlofið. Hvernig tengist það atvinnuleysi? Jú, gerum fólki kleift að vera lengur utan vinnumarkaðarins á tekjum og vera heima hjá nýfæddum börnum. Og fjölgum landsmönnum. 10. Í síðasta hruni bjargaði ríkið innlendu bönkunum. Ríkið ætti núna að standa að ríkisstyrktri ferðaþjónustu í sumar í samráði við hagsmunasamtök greinarinnar með beinum styrkjum. Við munum öll sækja Ísland heim í sumar og látum ríkið hjálpa til á meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Vinnumarkaður Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag er veiran óvinurinn. En hún er ekki eini óvinurinn. Atvinnuleysi er einnig óvinur okkar þessa dagana. Við þann óvin getur einnig verið erfitt að eiga við. Atvinnuleysi fer nú hratt vaxandi og stefnir í að vera tvöfalt meira en í bankahruninu. Tugþúsundir Íslendinga eru eða eru á leiðinni að verða atvinnulaus. Allir Íslendingar munu kynnast atvinnuleysi eða einhverjum sem verður atvinnulaus/-lítill á næstunni. Atvinnuleysi er ömurlegt fyrir alla, sérstaklega fyrir þann sem fyrir því verður og fjölskyldu. Það er einnig ömurlegt fyrir samfélagið og hagkerfið. Og það er ömurlegt fyrir ríkiskassann. Hvað getum við gert? Hér koma 10 hugmyndir gegn atvinnuleysi. 1. Fjölgum opinberum starfsmönnum. Það þarf fleiri opinbera starfsmenn, hvort sem litið er til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, lækna, barnaverndarfólks, félagsfræðinga, sálfræðinga eða annara starfsmanna í heilbrigðis- og félagsþjónustu, kennara og skólaliða í menntakerfinu eða lögreglumanna, leikara, vísindamanna og annarra opinberra sérfræðinga. Með því sköpum við ekki einungis störf heldur bætum við þjónustu við okkur sjálf, hvort sem við erum eldri borgarar, sjúklingar, nemendur eða allur almenningur sem nýtur góðs af öflugri opinberri þjónustu. Þetta geta stjórnvöld hæglega gert en erfiðara getur verið að fjölga störfum fljótt í einkageiranum þótt það þurfi einnig. 2. Galopnum skólana okkar fyrir atvinnulausa og atvinnulitla. Stóreflum möguleika á endurmenntun og símenntun hvort sem það er á sviði starfs-, iðn- eða bóknáms. Lítum á nám sem vinnumarkaðsaðgerð en þetta gaf góða raun í síðasta hruni. Tryggjum að fólk án atvinnu geti stundað nám og fengið samhliða greiddar atvinnuleysisbætur. 3. Ráðumst í opinberar fjárfestingar. Höfum þær miklu stærri en það sem ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt. Höfum fjárfestingar grænar sem höfða til allra kynja og allra landshluta. Hugsum eins og Roosevelt fyrir tæpum hundrað árum sem þurfti að bregðast við kreppunni miklu. Það er í góðu lagi að skuldsetja hið opinbera í svona ástandi, til að fjárfesta í innviðum. Það á meira að segja að skuldsetja hið opinbera í svona árferði. 4. Eflum nýsköpunar- og rannsóknarsjóði. Með því geta frumkvöðlar og námsmenn rannsakað og skapað á meðan litla vinnu er að fá. Við vitum ekkert hvaða fyrirtæki verður næsta Marel eða Meniga. En við vitum að slík fyrirtæki þurfa oft opinbera sjóði til að lifa af fyrstu mánuðina. Nýsköpun er töfraorðið í kreppu og er besta fjárfestingin. Hækkum einnig þakið á endurgreiðslum vegna þróunarkostnaðar fyrirtækja og styrkjum kvikmyndasjóð og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Slíkt mun laða að mikilvæg verkefni og skapa störf. Þetta styrkir einnig ferðaþjónustuna þegar hún rís á nýjan leik. 5. Stóraukum grænmetisframleiðslu á Íslandi með niðurgreiddri orku. Slíkt skapar störf og eykur sjálfbærni og dregur úr kolefnisútblæstri. 6. Höfum listamenn á listamannalaunum í stað þess setja þá á atvinnuleysibætur. Ég hef áður kynnt þessa hugmynd sem fékk ótrúlega mikinn stuðning á meðal fólks. 1%-stig í auknu atvinnuleysi kostar jafnmikið og að tífalda fjölda listamanna á listamannalaunum. Sköpum list, og um leið störf, umsvif og tekjur. Við vitum ekkert hver verður næsta Hildur Guðna eða Arnaldur Indriða en þau voru bæði á listamannalaunum í upphafi síns ferils. 7. Eflum vinnumarkaðsúrræði þar sem fyrirtæki og stofnanir geti ráðið tímabundið til sín fólk í atvinnuleit þannig að atvinnuleysisbætur fylgi því inn í fyrirtækið ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð. Atvinnurekandinn greiðir það sem upp á vantar svo viðkomandi njóti sambærilegra launakjara og aðrir á vinnustaðnum. 8. Styrkjum sveitarfélögin til að halda úti öflugu opinberu þjónustustigi. Ríkisvaldið er miklu öflugra en einstök sveitarfélög og látum ríkið taka stærsta höggið á sig. Til þess er það og ríkið getur það. 9. Eflum fæðingarorlofið. Hvernig tengist það atvinnuleysi? Jú, gerum fólki kleift að vera lengur utan vinnumarkaðarins á tekjum og vera heima hjá nýfæddum börnum. Og fjölgum landsmönnum. 10. Í síðasta hruni bjargaði ríkið innlendu bönkunum. Ríkið ætti núna að standa að ríkisstyrktri ferðaþjónustu í sumar í samráði við hagsmunasamtök greinarinnar með beinum styrkjum. Við munum öll sækja Ísland heim í sumar og látum ríkið hjálpa til á meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar