Sérstakt að leikurinn færi fram | Ánægð að hafa endað svona Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 19:30 Þegar flest annað íþróttafólk í Evrópu var komið í ótímabundið hlé vegna kórónuveirufaraldursins varð Sara Rún Hinriksdóttir bikarmeistari í körfubolta í Bretlandi á sunnudaginn. Sara var valin besti leikmaður vallarins þegar lið hennar Leicester Riders vann Durham Platinates í úrslitaleiknum, 70-66. Leikurinn fór fram þrátt fyrir að mestöllu keppnishaldi í Bretlandi hefði verið frestað. Kjartan Atli Kjartansson heyrði hljóðið í Söru í þættinum Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. „Mér fannst svolítið sérstakt að það áttu að vera tveir deildarleikir á laugardaginn, sem var hætt við, en samt var haldið til streitu að hafa bikarleikinn. Það voru því allir vissir um að þetta yrði síðasti leikurinn á tímabilinu. Og þjálfarinn okkar talaði einmitt mikið um þetta. Að margir leikmenn í Evrópu væru að hafa samband við sig því fólk vildi spila þennan leik, eiga einn leik eftir því hjá sumum var bara köttað á tímabilið. Ég er því svolítið ánægð að hafa fengið þennan leik og endað tímabilið svona,“ sagði Sara. Sara á eitt ár eftir af meistaranámi sínu í alþjóðaviðskiptum sem hún sinnir samhliða körfuboltanum: „Planið núna er að halda áfram hérna. Mér líður mjög vel hérna og þetta er allt æðislegt. Sportumhverfið er mjög flott hérna, maður er að æfa með ólympíuförum í sundi og hlaupum. Aðstaðan hérna er geggjuð og með því fremsta í Evrópu.“ Körfubolti Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Sara Rún best er Leicester vann bikarinn Sara Rún Hinriksdóttir fór á kostum í úrslitaleik breska körfuboltans í dag. Var hún valin besti leikmaður vallarins er Leicester Riders lagði Durham Palatinates með fjögurra stiga mun, 70-66. 15. mars 2020 17:30 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið „Það var engin taktík“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Þegar flest annað íþróttafólk í Evrópu var komið í ótímabundið hlé vegna kórónuveirufaraldursins varð Sara Rún Hinriksdóttir bikarmeistari í körfubolta í Bretlandi á sunnudaginn. Sara var valin besti leikmaður vallarins þegar lið hennar Leicester Riders vann Durham Platinates í úrslitaleiknum, 70-66. Leikurinn fór fram þrátt fyrir að mestöllu keppnishaldi í Bretlandi hefði verið frestað. Kjartan Atli Kjartansson heyrði hljóðið í Söru í þættinum Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. „Mér fannst svolítið sérstakt að það áttu að vera tveir deildarleikir á laugardaginn, sem var hætt við, en samt var haldið til streitu að hafa bikarleikinn. Það voru því allir vissir um að þetta yrði síðasti leikurinn á tímabilinu. Og þjálfarinn okkar talaði einmitt mikið um þetta. Að margir leikmenn í Evrópu væru að hafa samband við sig því fólk vildi spila þennan leik, eiga einn leik eftir því hjá sumum var bara köttað á tímabilið. Ég er því svolítið ánægð að hafa fengið þennan leik og endað tímabilið svona,“ sagði Sara. Sara á eitt ár eftir af meistaranámi sínu í alþjóðaviðskiptum sem hún sinnir samhliða körfuboltanum: „Planið núna er að halda áfram hérna. Mér líður mjög vel hérna og þetta er allt æðislegt. Sportumhverfið er mjög flott hérna, maður er að æfa með ólympíuförum í sundi og hlaupum. Aðstaðan hérna er geggjuð og með því fremsta í Evrópu.“
Körfubolti Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir Sara Rún best er Leicester vann bikarinn Sara Rún Hinriksdóttir fór á kostum í úrslitaleik breska körfuboltans í dag. Var hún valin besti leikmaður vallarins er Leicester Riders lagði Durham Palatinates með fjögurra stiga mun, 70-66. 15. mars 2020 17:30 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið „Það var engin taktík“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Sara Rún best er Leicester vann bikarinn Sara Rún Hinriksdóttir fór á kostum í úrslitaleik breska körfuboltans í dag. Var hún valin besti leikmaður vallarins er Leicester Riders lagði Durham Palatinates með fjögurra stiga mun, 70-66. 15. mars 2020 17:30
Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56