Verjum störf í Reykjavík Katrín Atladóttir skrifar 18. mars 2020 08:00 Við stöndum frammi fyrir snörpum samdrætti í efnahagslífinu vegna COVID-19 veirunnar og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við eins og hægt er. Bráðnauðsynlegt er að styðja við atvinnulífið til að verja störf og tryggja þannig afkomu heimilanna. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt aðgerðapakka en lítið hefur heyrst frá sveitarfélögum. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafa um langt skeið verið í lögbundnu hámarki og lítill hljómgrunnur verið hjá meirihlutanum fyrir tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun þeirra. Nú sést bersýnilega hversu mikilvægt er að yfirvöld sýni hófsemi í skattheimtu, svo heimili og fyrirtæki hafi viðspyrnu þegar harðnar í búi. Tafarlaust ætti að lækka fasteignaskatta í borginni. Þar sem samdráttur er þegar skollinn á af fullum þunga þarf að ganga lengra til að draga úr áhrifum á fyrirtækin í borginni. Það er stórt hagsmunamál fyrir borgarbúa að geta snúið til vinnu eftir að þessu ástandi lýkur og fengið launagreiðslu í lok hvers mánaðar. Mest aðkallandi er að styðja við lausafjárstöðu fyrirtækja svo þau sem hafa styrkan efnahagsreikning geti staðið af sér storminn. Því ætti að grípa til sambærilegra aðgerða og ríkisstjórnin hefur boðað. Í borginni gætu þær falist í að veita fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum erfiðleikum í rekstri, vegna samdráttar tekna, svigrúm með greiðslufresti á fasteignagjöldum og öðrum gjöldum borgarinnar. Nú er tækifærið að vernda langtímahagsmuni borgarinnar með því að styðja við íbúa hennar og fyrirtæki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til aðgerðapakka til verndar störfum. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði er þar á meðal. Meirihlutinn hefur hingað til svarað þeirri tillögu með því að það eigi að gera það seinna. Eins og ég hef ítrekað bent á, þá verður það of seint. Nú er lag fyrir meirihlutann í borgarstjórn að samþykkja þessar tillögur okkar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir snörpum samdrætti í efnahagslífinu vegna COVID-19 veirunnar og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við eins og hægt er. Bráðnauðsynlegt er að styðja við atvinnulífið til að verja störf og tryggja þannig afkomu heimilanna. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt aðgerðapakka en lítið hefur heyrst frá sveitarfélögum. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafa um langt skeið verið í lögbundnu hámarki og lítill hljómgrunnur verið hjá meirihlutanum fyrir tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun þeirra. Nú sést bersýnilega hversu mikilvægt er að yfirvöld sýni hófsemi í skattheimtu, svo heimili og fyrirtæki hafi viðspyrnu þegar harðnar í búi. Tafarlaust ætti að lækka fasteignaskatta í borginni. Þar sem samdráttur er þegar skollinn á af fullum þunga þarf að ganga lengra til að draga úr áhrifum á fyrirtækin í borginni. Það er stórt hagsmunamál fyrir borgarbúa að geta snúið til vinnu eftir að þessu ástandi lýkur og fengið launagreiðslu í lok hvers mánaðar. Mest aðkallandi er að styðja við lausafjárstöðu fyrirtækja svo þau sem hafa styrkan efnahagsreikning geti staðið af sér storminn. Því ætti að grípa til sambærilegra aðgerða og ríkisstjórnin hefur boðað. Í borginni gætu þær falist í að veita fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum erfiðleikum í rekstri, vegna samdráttar tekna, svigrúm með greiðslufresti á fasteignagjöldum og öðrum gjöldum borgarinnar. Nú er tækifærið að vernda langtímahagsmuni borgarinnar með því að styðja við íbúa hennar og fyrirtæki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til aðgerðapakka til verndar störfum. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði er þar á meðal. Meirihlutinn hefur hingað til svarað þeirri tillögu með því að það eigi að gera það seinna. Eins og ég hef ítrekað bent á, þá verður það of seint. Nú er lag fyrir meirihlutann í borgarstjórn að samþykkja þessar tillögur okkar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun